Vígahópar stjórna landamærum Kólumbíu og Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 09:15 Þrátt fyrir tilraunir hefur öryggissveitum mistekist að ná tökum á svæðinu. EPA/MIGUEL GUTIÉRREZ Vígahópar sem stjórna svæðinu beggja vegna við landamæri Kólumbíu og Venesúela koma fram við íbúa með harðri hendi og misþyrma þeim ítrekað. Meðal annars þurfa íbúar svæðisins að sæta ofbeldi, morðum, mannránum og nauðgunum. Í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir að hóparnir hneppi íbúa sömuleiðis í þrældóm og þvingi þá til að vinna jafnvel svo mánuðum skiptir. Að mestu er um að ræða héruðin Arauca í Kólumbíu og Apure í Venesúela. Íbúar Arauca og Apure lifa í ótta, þar sem vopnaðir hópar þvinga börn þeirra til þátttöku í aðgerðum þeirra og setja sín eigin lög, hóta íbúum og refsa þeim sem óhlýðnast þeim, jafnvel með morðum og þrælkun á ökrunum,“ er haft eftir José Miguel Vivanco, yfirmanni Ameríkumála hjá HRW. „Þessir hópar starfa með refsileysi beggja vegna við landamærin og, sérstaklega í Venesúela, starfa þeir jafnvel með öryggissveitum og embættismönnum.“ Fylgi íbúar ekki þeim reglum sem hóparnir setja, eiga þeir í hættu á að vera myrtir. HRW tók viðtöl við 105 manns í tengslum við gerð skýrslunnar og fóru rannsakendur yfir mikið magn gagna. Rannsóknarvinna samtakanna hefur staðið yfir frá því í ágúst í fyrra. Þeir hópar sem stjórna landamærunum tengjast meðal annars FARC uppreisnarhópum sem yfirvöld Kólumbíu sömdu frið við árið 2016. Þá var bundinn endir á átök sem höfðu leitt til minnst 260 þúsund dauðsfalla og þvingað sjö milljónir til að yfirgefa heimili sín. Þrátt fyrir friðinn hefur lítið breyst á svæðinu þar sem fyrrverandi meðlimir FARC stjórna. Iván Duque, forseti Kólumbíu, hefur sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, að veita vígahópum skjól í Venesúela og þar með styðja við óöld á svæðinu. Fjöldi fólks frá Venesúela hefur flúið yfir landamærin og mörg þeirra búa við slæmar aðstæður. Konur eru jafnvel þvingaðar í vændi eða seldar í þrældóm. Kólumbía Venesúela Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Vígahópar sem stjórna svæðinu beggja vegna við landamæri Kólumbíu og Venesúela koma fram við íbúa með harðri hendi og misþyrma þeim ítrekað. Meðal annars þurfa íbúar svæðisins að sæta ofbeldi, morðum, mannránum og nauðgunum. Í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir að hóparnir hneppi íbúa sömuleiðis í þrældóm og þvingi þá til að vinna jafnvel svo mánuðum skiptir. Að mestu er um að ræða héruðin Arauca í Kólumbíu og Apure í Venesúela. Íbúar Arauca og Apure lifa í ótta, þar sem vopnaðir hópar þvinga börn þeirra til þátttöku í aðgerðum þeirra og setja sín eigin lög, hóta íbúum og refsa þeim sem óhlýðnast þeim, jafnvel með morðum og þrælkun á ökrunum,“ er haft eftir José Miguel Vivanco, yfirmanni Ameríkumála hjá HRW. „Þessir hópar starfa með refsileysi beggja vegna við landamærin og, sérstaklega í Venesúela, starfa þeir jafnvel með öryggissveitum og embættismönnum.“ Fylgi íbúar ekki þeim reglum sem hóparnir setja, eiga þeir í hættu á að vera myrtir. HRW tók viðtöl við 105 manns í tengslum við gerð skýrslunnar og fóru rannsakendur yfir mikið magn gagna. Rannsóknarvinna samtakanna hefur staðið yfir frá því í ágúst í fyrra. Þeir hópar sem stjórna landamærunum tengjast meðal annars FARC uppreisnarhópum sem yfirvöld Kólumbíu sömdu frið við árið 2016. Þá var bundinn endir á átök sem höfðu leitt til minnst 260 þúsund dauðsfalla og þvingað sjö milljónir til að yfirgefa heimili sín. Þrátt fyrir friðinn hefur lítið breyst á svæðinu þar sem fyrrverandi meðlimir FARC stjórna. Iván Duque, forseti Kólumbíu, hefur sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, að veita vígahópum skjól í Venesúela og þar með styðja við óöld á svæðinu. Fjöldi fólks frá Venesúela hefur flúið yfir landamærin og mörg þeirra búa við slæmar aðstæður. Konur eru jafnvel þvingaðar í vændi eða seldar í þrældóm.
Kólumbía Venesúela Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira