Maðurinn sem varð fyrir bótúlismaeitrun liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2020 18:27 Karlmaður á fimmtugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna bótúlismaeitrunar sem getur valdið allsherjarlömun. Uppruna eitrunarinnar er ákaft leitað en talið ólíklegt að orsökina megi rekja til matvæla sem eru í dreifingu. Maðurinn greindist með eitrunina á Norðurlandi í vikunni. Einkennin komu fram sex dögum fyrr. „Þetta byrjar yfirleitt sem truflanir í andliti. Kyngingar- og talerfiðleikar. Stundum sjóntruflanir og jafnvel heyrnartruflanir líka. Síðan færist lömunin út um líkamann og getur endað í allsherjarlömun,“ segir Þórólfur Guðnason um einkenni sem sýktir einstaklingar finna fyrir. Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Nái hún að vaxa í matvælum veldur hún fyrrgreindum veikindum. Sem er þó sjaldgæft. Frá 1949 hafa tíu tilfelli komið upp hér á landi, þar af eitt dauðsfall. Getur tekið langan tíma að ná sér Sóttvarnalæknir segir batahorfur nokkuð góðar komist þeir sem eru sýktir í öndunarvél. „En þetta getur tekið langan tíma að ganga yfir, nokkrar vikur jafnvel. Það er oft erfiður tími á meðan viðkomandi er í öndunarvél. En að því loknu ættu batahorfur að vera nokkuð góðar.“ Maðurinn sem veiktist er nú á sjúkrahúsi. „Hann þarf að vera þar á meðan þessar lamanir eru að ganga yfir. Hvað það tekur mikinn tíma er erfitt að segja. En það þarf mikla lækna- og hjúkrunaraðstoð á meðan þessu stendur.“ Upprunans leitað Uppruna eitrunarinnar er leitað en Þórólfur telur ólíklegt að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. „Það væru þá komin fram fleiri tilfelli. Þannig að þetta er eitthvað sem er staðbundið myndi ég halda.“ Líklegra sé að upprunann megi rekja til heimalagaðra matvæla. „Þetta eru yfirleitt matvæla sem fólk er sjálft að sjóða niður. Ávexti, grænmeti, kjöt eða fisk. Það kannski tekst ekki nógu vel til. Ef bakterían kemst í slíkar aðstæður getur hún byrjað að framleiða þetta eitur.“ Ólíklegt að bakterían leynist í vel framleiddum þorramat Bótúlismi getur leynst í niðursoðnum, gröfnum, gerjuðum og súrsuðum matvælum. Þórólfur segir þó hægt að treysta slíkum matvælum frá traustum framleiðendum nú á þorranum. „Við treystum því að sá þorramatur sem við erum að fara að borða sé framleiddur við góðar aðstæður. En vissulega ef það er ekki í lagi getur bakterían leynst í þorramat og súrsuðum mat. Það tel ég hins vegar ólíklegt miðað við þá framleiðsluhætti sem hér tíðkast.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 „Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. 21. janúar 2020 13:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna bótúlismaeitrunar sem getur valdið allsherjarlömun. Uppruna eitrunarinnar er ákaft leitað en talið ólíklegt að orsökina megi rekja til matvæla sem eru í dreifingu. Maðurinn greindist með eitrunina á Norðurlandi í vikunni. Einkennin komu fram sex dögum fyrr. „Þetta byrjar yfirleitt sem truflanir í andliti. Kyngingar- og talerfiðleikar. Stundum sjóntruflanir og jafnvel heyrnartruflanir líka. Síðan færist lömunin út um líkamann og getur endað í allsherjarlömun,“ segir Þórólfur Guðnason um einkenni sem sýktir einstaklingar finna fyrir. Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Nái hún að vaxa í matvælum veldur hún fyrrgreindum veikindum. Sem er þó sjaldgæft. Frá 1949 hafa tíu tilfelli komið upp hér á landi, þar af eitt dauðsfall. Getur tekið langan tíma að ná sér Sóttvarnalæknir segir batahorfur nokkuð góðar komist þeir sem eru sýktir í öndunarvél. „En þetta getur tekið langan tíma að ganga yfir, nokkrar vikur jafnvel. Það er oft erfiður tími á meðan viðkomandi er í öndunarvél. En að því loknu ættu batahorfur að vera nokkuð góðar.“ Maðurinn sem veiktist er nú á sjúkrahúsi. „Hann þarf að vera þar á meðan þessar lamanir eru að ganga yfir. Hvað það tekur mikinn tíma er erfitt að segja. En það þarf mikla lækna- og hjúkrunaraðstoð á meðan þessu stendur.“ Upprunans leitað Uppruna eitrunarinnar er leitað en Þórólfur telur ólíklegt að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. „Það væru þá komin fram fleiri tilfelli. Þannig að þetta er eitthvað sem er staðbundið myndi ég halda.“ Líklegra sé að upprunann megi rekja til heimalagaðra matvæla. „Þetta eru yfirleitt matvæla sem fólk er sjálft að sjóða niður. Ávexti, grænmeti, kjöt eða fisk. Það kannski tekst ekki nógu vel til. Ef bakterían kemst í slíkar aðstæður getur hún byrjað að framleiða þetta eitur.“ Ólíklegt að bakterían leynist í vel framleiddum þorramat Bótúlismi getur leynst í niðursoðnum, gröfnum, gerjuðum og súrsuðum matvælum. Þórólfur segir þó hægt að treysta slíkum matvælum frá traustum framleiðendum nú á þorranum. „Við treystum því að sá þorramatur sem við erum að fara að borða sé framleiddur við góðar aðstæður. En vissulega ef það er ekki í lagi getur bakterían leynst í þorramat og súrsuðum mat. Það tel ég hins vegar ólíklegt miðað við þá framleiðsluhætti sem hér tíðkast.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 „Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. 21. janúar 2020 13:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44
„Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. 21. janúar 2020 13:31