Í beinni í dag: Uppgjör toppliðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2020 06:00 Hildur Björg Kjartansdóttir hefur verið frábær í liði KR í vetur. Venjulega er nú töluvert meira í gangi á stöðum Stöð 2 Sport svona í miðri viku en þar sem Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu er ekki enn farin á flug þá bjóðum við aðeins upp á eina beina útsendingu í kvöld. Sú er þó ekki af verri endanum en stórleikur Reykjavíkur stórveldanna KR og Vals í Dominos deild kvenna er sýndur í kvöld. Leikið er í DHL Höllinni í Vesturbæ Reykjavíkur og ætla KR stúlkur sér eflaust sigur og þar með að minnka forskot Vals á toppi deildarinnar. Valur er sem stendur með 28 stig þegar 16 umferðum er lokið. Alls hafa þær unnið 14 leiki og tapað aðeins tveimur. KR stúlkur koma þar næst á eftir með 24 stig, 12 sigra og fjögur töp. Reikna má með fullri höll en bæði lið eru stútfull af hæfileikaríkum leikmönnum. Ein besta íþróttakona Íslands, Helena Sverrisdóttir, fer fyrir Íslands- og bikarmeisturum Vals. Þá hefur Kiana Johnson farið á kostum í liði Vals í vetur. Svo má ekki gleyma Darra Frey Atlasyni, þjálfara liðsins, en hann er einkar líflegur á hliðarlínunni. Hjá KR hefur landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir spilað einkar vel síðan hún gekk til liðs við félagið í sumar. Sömu sögu má segja um Danielle Victoria Rodriguez sem kom frá Stjörnunni. Sú hefur einfaldlega farið á kostum í KR búningnum. Benedikt Guðmundsson gefur Darra Frey svo ekkert eftir á hliðarlínunni. Valur hefur unnið báða deildarleiki liðanna til þessa á leiktíðinni. KR stúlkur fá því hér gullið tækifæri til að snúa blaðinu við áður en liðin mætast svo í undanúrslitum Geysisbikarsins um miðbik febrúar mánaðar.Í beinni í dag19:15 KR - Valur (Dominos deild kvenna) Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Valur og KR drógust saman hjá stelpunum Dregið var í undanúrslit í Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. 21. janúar 2020 12:20 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Venjulega er nú töluvert meira í gangi á stöðum Stöð 2 Sport svona í miðri viku en þar sem Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu er ekki enn farin á flug þá bjóðum við aðeins upp á eina beina útsendingu í kvöld. Sú er þó ekki af verri endanum en stórleikur Reykjavíkur stórveldanna KR og Vals í Dominos deild kvenna er sýndur í kvöld. Leikið er í DHL Höllinni í Vesturbæ Reykjavíkur og ætla KR stúlkur sér eflaust sigur og þar með að minnka forskot Vals á toppi deildarinnar. Valur er sem stendur með 28 stig þegar 16 umferðum er lokið. Alls hafa þær unnið 14 leiki og tapað aðeins tveimur. KR stúlkur koma þar næst á eftir með 24 stig, 12 sigra og fjögur töp. Reikna má með fullri höll en bæði lið eru stútfull af hæfileikaríkum leikmönnum. Ein besta íþróttakona Íslands, Helena Sverrisdóttir, fer fyrir Íslands- og bikarmeisturum Vals. Þá hefur Kiana Johnson farið á kostum í liði Vals í vetur. Svo má ekki gleyma Darra Frey Atlasyni, þjálfara liðsins, en hann er einkar líflegur á hliðarlínunni. Hjá KR hefur landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir spilað einkar vel síðan hún gekk til liðs við félagið í sumar. Sömu sögu má segja um Danielle Victoria Rodriguez sem kom frá Stjörnunni. Sú hefur einfaldlega farið á kostum í KR búningnum. Benedikt Guðmundsson gefur Darra Frey svo ekkert eftir á hliðarlínunni. Valur hefur unnið báða deildarleiki liðanna til þessa á leiktíðinni. KR stúlkur fá því hér gullið tækifæri til að snúa blaðinu við áður en liðin mætast svo í undanúrslitum Geysisbikarsins um miðbik febrúar mánaðar.Í beinni í dag19:15 KR - Valur (Dominos deild kvenna)
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Valur og KR drógust saman hjá stelpunum Dregið var í undanúrslit í Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. 21. janúar 2020 12:20 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Valur og KR drógust saman hjá stelpunum Dregið var í undanúrslit í Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. 21. janúar 2020 12:20