Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2020 11:54 Lögreglubíll í forgangsakstri á Snorrabraut. Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir verkferla skýra þegar hringt er vegna manneskju í geðrofsástandi. vísir/arnar Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. Í Kompás í gær var fjallað um mál Heklu Lindar, ungrar konu sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að öllum verkferlum hafi verið fylgt. Inntur eftir nánari skýringum á verklaginu segir hann það vera skýrt og niðurnjörvað. Þróað allt frá stofnun Neyðarlínunnar í samstarfi við bráðalækni og lögreglu. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang og því hefur ekki verið breytt í gegnum tíðina," segir Tómas. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir verklagið mjög einkennilegt. „Mér finnst þetta lýsa ákveðnum fordómum fyrir stöðu einstaklinga. Mér finnst þetta lýsa ákveðinni skiptingu í hópa. Fólk sem er veikt, það getur ekki verið rétt að senda þurfi einhvern til að meta veikindin," segir Grímur. „Það er ástæða fyrir því að við erum með sjúkrabíla, það er til að koma fólki undir læknishendur sem fyrst, og þar fer hið eiginlega mat fram. Hitt getur skilið á milli lífs og dauða," segir hann. Neyðarlínan segir ljóst af símtölum að á vettvangi hafi verið partíástand. „Hávaði og partíhljóð, þetta var bara ekki stöðugur vettvangur," segir Tómas. Hvers vegna hættið þið ekki sjúkrabíl og sjúkraliðum í þessar aðstæður? „Þeir hafa engar heimildir til að bregðast við með öðru en læknandi meðferð," segir Tómas. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir verklagið í stöðugri endurskoðun. „Við erum með teymi í því og erum með samvinnufundi í hverri einustu viku með okkar umsjónarlækni og breytum því eins og skynsemin kallar eftir. Þetta hefur verið skoðað reglulega og það hefur ekki breytt niðurstöðunni hvað þetta varðar," segir Tómas. Grímur telur að breyta þurfi fyrstu viðbrögðum í þessum málum. „Ef einstaklingur er í geðrofsástandi á geðdeild er teymi þar sem er sérþjálfað til að takast á við slíkt ástand. Þar er öðrum brögðum beitt," segir hann. „Ég vil gjarnan að þetta svokallaða verklag Neyðarlínunnar verði bara skoðað, og að það verði gert með fólki sem hefur vit á málinu," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira
Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. Í Kompás í gær var fjallað um mál Heklu Lindar, ungrar konu sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að öllum verkferlum hafi verið fylgt. Inntur eftir nánari skýringum á verklaginu segir hann það vera skýrt og niðurnjörvað. Þróað allt frá stofnun Neyðarlínunnar í samstarfi við bráðalækni og lögreglu. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang og því hefur ekki verið breytt í gegnum tíðina," segir Tómas. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir verklagið mjög einkennilegt. „Mér finnst þetta lýsa ákveðnum fordómum fyrir stöðu einstaklinga. Mér finnst þetta lýsa ákveðinni skiptingu í hópa. Fólk sem er veikt, það getur ekki verið rétt að senda þurfi einhvern til að meta veikindin," segir Grímur. „Það er ástæða fyrir því að við erum með sjúkrabíla, það er til að koma fólki undir læknishendur sem fyrst, og þar fer hið eiginlega mat fram. Hitt getur skilið á milli lífs og dauða," segir hann. Neyðarlínan segir ljóst af símtölum að á vettvangi hafi verið partíástand. „Hávaði og partíhljóð, þetta var bara ekki stöðugur vettvangur," segir Tómas. Hvers vegna hættið þið ekki sjúkrabíl og sjúkraliðum í þessar aðstæður? „Þeir hafa engar heimildir til að bregðast við með öðru en læknandi meðferð," segir Tómas. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir verklagið í stöðugri endurskoðun. „Við erum með teymi í því og erum með samvinnufundi í hverri einustu viku með okkar umsjónarlækni og breytum því eins og skynsemin kallar eftir. Þetta hefur verið skoðað reglulega og það hefur ekki breytt niðurstöðunni hvað þetta varðar," segir Tómas. Grímur telur að breyta þurfi fyrstu viðbrögðum í þessum málum. „Ef einstaklingur er í geðrofsástandi á geðdeild er teymi þar sem er sérþjálfað til að takast á við slíkt ástand. Þar er öðrum brögðum beitt," segir hann. „Ég vil gjarnan að þetta svokallaða verklag Neyðarlínunnar verði bara skoðað, og að það verði gert með fólki sem hefur vit á málinu," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00
Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. 20. janúar 2020 18:30