Að hengja bakara fyrir smið eða skjóta sendiboðann? Eða bæði? Aðalheiður Dagmar Mathiesen Matthíasdóttir skrifar 20. janúar 2020 07:30 Landspítali háskólasjúkrahús (LSH) er BRÁÐASJÚKRAHÚS OG KENNSLUSJÚKRAHÚS. Ég er orðin rúmlega langþreytt á því að um hann sé rætt eins og um sé að ræða feitan illa uppalinn krakka sem endalaust öskrar á meira nammi ! Hvers vegna er ástandið á LSH eins og það er í byrjun árs 2020 ? Nánast neyðarástand. Förum aðeins yfir það, það virðist vera að alls ekki allir skilji ástandið eða amk er mér ljóst að margir misskilja ástandið og telja jafnvel að Landspítalinn sé ómöguleg stofnun, jafnvel hættuleg stofnun og að þar vinni ómögulegir stjórnendur sem kunni ekki að fara með peninga eða annað. Ástandið á Landspítala í dag kemur til af mörgum ástæðum og hefur þróast á löngum tíma og það er greinilega þörf á því að fara yfir það, og vona ég svo sannarlega að fólk tengi. Ég gæti eflaust skrifað langa ritgerð um efnið en ætla að reyna að stytta mál mitt. Heilbrigðiskerfið okkar er ein stór heild og virkar nánast eins og einn stór órói og skiptist kerfið mjög gróflega í heilsugæslu – sjúkrahús og hjúkrunarheimili, þetta er auðvitað mjög mikil einföldun og þarna vantar inn allt geðbatteríið og fleira en það er mikilvægt að horfa á þessa þrjá stóru hluta óróans til að skilja heildarmyndina um stöðu LSH í dag. Til að skilja hvers vegna LSH er í þessum vanda. Það vita líka allir ef einn hlutur óróa hreyfist þá hreyfast allir hinir með. Við heyrum reglulega að verið sé að bæta heilsugæsluna en samt þarf ég í dag að bíða í þrjár vikur eftir tíma hjá lækni í heilsugæslunni minni. Samkvæmt bókunarkerfi Heilsuveru. Ef ég er með aðkallandi heilsufarsvandamál þá get ég ekki beðið í þrjár vikur. Jafnvel þó það sé minniháttar. Vert er þó að taka fram að í heilsugæslunni eru starfandi hjúkrunarfræðingar á vakt á dagvinnutíma, sem taka á móti sjúklingum og hægt er að fá tíma hjá þeim, á dagvinnutíma. En ef hið aðkallandi vandamál kemur upp að kvöldi eða nóttu ? Á kvöldin get ég farið á Læknavaktina. Læknavaktin sem sinnir síðdegisþjónustu til kl 23:30 er troðfull út að dyrum öll kvöld, þar er ekki hægt að sinna öllum. Hvert fer þá sá sem er með minniháttar en aðkallandi heilsufarsvandamál ? Jú, Á BRÁÐAMÓTTÖKUNA. Þangað fer maður. Það er lögboðin skylda heilbrigðisstarfsfólks að sinna öllu fólki, jafnvel þó það sé lítilvægt sem hrjáir það. Og það tekur tíma og pláss á bráðamótttökunni á meðan. En engum er vísað frá. Allir eru mikilvægir. En staðreyndin er sú að mjög margir koma á bráðamótttökuna sem þurfa ekki alls ekki að leita þangað og ættu að fá þá þjónustu í heilsugæslunni, sem hún virðist ekki hafa bolmagn til að sinna, og/eða fólk veit ekkert hvert það á að leita. Þarna er einn faktorinn sem er ekki að virka sem skyldi í óróanum. Ég er síður en svo með skyndilausnina, enda er þetta kerfisvandi sem hefur orðið til á löngum tíma, en heilsugæslan þarf að gera meira til að virka betur svo að málin leysist, það er deginum ljósara, jafnvel þarf að fara til baka þangað þar sem heilsugæslulæknar voru á vakt í sinni stöð og maður hafði aðgang að þeim allan sólarhringinn. En því var fyrir lifandis löngu hætt í hagræðingarskyni. Það fólk sem hefði nýtt sér sinn vakthafandi heilsugæslulækni kl 23:00 að kveldi eða 02:00 að nóttu fer núna beint á bráðamótttökuna. Svo eru það HJÚKRUNARHEIMILIN. Þjóðin eldist hratt og fólk lifir lengur, þetta höfum við jú vitað og talað um í líklega ein 20-30 ár. Sem betur fer eru margir við góða heilsu á eldri árum en staðreyndin er samt sú að fólk lifir núna lengur með fleiri og flóknari sjúkdóma sem kalla á fleiri ferðir til eftirlits og umönnunar í heilbrigðisþjónustunni, meðal annars fleiri ferðir á bráðamóttökuna á LSH. Að auki lifa núna fleiri lengur eftir að hafa misst getuna til sjálfsbjargar og þá þarf fólk að flytja af heimilum sínum inn á hjúkrunarheimili. Margir sjúkir aldraðir eru reyndar heima með heimahjúkrun sem oft gengur mjög vel en það er líka enn annar faktor sem þrátt fyrir margt gott hefur ekki alltaf bolmagn til að sinna öllum sem kalla eftir heimahjúkrun. Á endanum veikist eða brotnar þessi aldraði fjölveiki einstaklingur heima og leggst inn á bráðamótttökuna og svo líklega inn á bráðadeild spítalans. Þar fær hann sína hjúkrun og lækningu og þegar hann er tilbúinn að útskrifast af bráðadeildinni og fara heim þá er kannski metið svo að hann hafi hvorki heilsu né færni til að sjá um sig heima. Þá fara ýmis ferli í gang og hugsanlega fer hann í endurhæfingu á öldrunardeild og kannski og vonandi kemst hann svo heim. Og ef hann er metinn hæfur til að vera heima með aðstoð, þá er það stundum undir heimahjúkrun komið hvort hægt sé að útskrifa hann, kannski þarf að sinna honum mun meira en áður, svo hann geti búið áfram heima hjá sér. Ef viðkomandi einstaklingur er ekki fær um að útskrifast heim aftur þá fer í gang annað ferli sem kallast færni- og heilsumat, þá er líklega svo komið að einstaklingurinn þarf að flytjast á hjúkrunarheimili. Og það er þarna sem verður til meiriháttar stífla í kerfinu. Það sem í daglegu tali við köllum fráflæðisvandi. Já, mjög vandræðalegt orð. Sem felur í sér virðingarleysi fyrir okkar elstu og veikustu borgurum. Fjármálaráðherra sagðist í viðtali fyrr í vikunni ekki skilja neitt í neinu. Hann skildi ekki hvers vegna ekki lagaðist allt þegar við opnuðum Vífilsstaðaspítala á sínum tíma fyrir svokölluð biðpláss. En þar sem sagt bíður fólk sem hefur fengið samþykkt færni-og heilsumat fyrir hjúkrunarheimili. Sumir bíða þar í allt að eitt ár. Í hvítu spítalaherbergi með rúmi og náttborði. Jú, það er bara mjög einfalt reikningsdæmi sem ég veit að fjármálaráðherra ræður vel við að reikna. Fjöldi aldraðra sem lifir lengur með fleiri sjúkdóma er alltaf að verða stærri og stærri tala. Þeim sem sagt fjölgar. Þetta erum við búin að vita í líklega amk 2-3 áratugi, að þjóðin væri að eldast. Sem sagt ekkert sem kemur á óvart og þó svo plássin á Vífilsstöðum hafi verið plástur á sárið þá blæðir enn. Það er eiginlega bara frekar mikil blæðing í gangi. Ég veit ekki hvort fólk hélt virkilega að við myndum bara eldast og eldast og verða geggjað hraust og hamingjusöm það sem eftir væri ?! Þangað til við yrðum 100 ára ? Staðreyndin er sú að þegar fólk eldist eru meiri líkur á að mikilvæg líffærakerfi bili eins og hjarta- og æðakerfi, þvagfærakerfi, öndunarkerfi ofl, því þegar við eldumst þá eldast jú líffærin með. Jæja, þetta er orðið langt, en ef ég ætti að „súmmera“ þetta upp þá ætti það að blasa við öllum þeim sem VILJA OPNA augun að „vandamál“ Landspítala er í raun EKKI vandamál Landspítalans, amk ekki eingöngu, heldur vandamál ANNARSSTAÐAR í heilbrigðiskerfinu! Landspítalinn er nefnilega endalaust að vinna verkefni sem eiga að vera unnin annarsstaðar í kerfinu, af öðrum hlutum í óróanum. Ef önnur kerfi myndu virka sem skyldi, sitt hvoru megin við LSH, heilsugæslan annars vegar og hjúkrunarúrræði fyrir aldraða hinsvegar, þá værum við ekki í þessum sporum sem við erum í dag. Þá værum við líklega alla daga að mæra okkar LSH og daglega að tala um hvaða fyrirmyndarstofnun LSH væri því þar vinnur stórkostlega duglegt, metnaðarfullt og vel menntað heilbrigðisstarfsfólk sem sættir sig við oft á tímum við alveg fáránlegar vinnuaðstæður og á ekki skilið þetta virðingarleysi og vandræðalega skilningsleysi frá stjórnvöldum. Spítalinn myndi bara virka nákvæmlega eins og bráðasjúkrahús eiga að virka ef allt hitt í þessum órjúfanlega óróa myndi virka eins og til er ætlast. Og á að gera. Ég á nefnilega ekki til nógu sterk lýsingarorð til að lýsa því hvað ég er orðin hundþreytt á að fylgjast með þessum fáránlega sandkassaleik þar sem jafnvel æðstu ráðamenn þjóðarinnar gefa leynt og ljóst til kynna að stjórnendur og starfsfólk LSH sé ekki að sinna vinnu sinni vel og samviskusamlega. Núna bið ég ykkur að hugsa ykkur vel um. Það á ekki ein einasta sála starfandi inni á LSH skilið að heyra vandlætingu frá ráðamönnum þjóðarinnar! Það er ekki starfsfólki LSH um að kenna að kerfið hefur mistekist og að það sé eiginlega í skralli. Sú staða er á ábyrgð stjórnvalda. Ef allir hlutar óróans virka þá virkar LSH stórkostlega vel. Þegar allir myndu sinna sínum verkefnum, hefðu þeir bolmagn til þá myndi LSH bara virka fullkomlega. Ég er fullviss um það. En mér dettur ekki í hug að setja alla sökina á stöðu heilbrigðiskerfisins á ráðamenn dagsins í dag (þó svo að mér finnist viðbrögð þeirra sýna nokkuð mikið skilningsleysi á stöðu mála, sem er kannski birting á þeirra örvæntingu og úrræðaleysi?) en þetta er líklega 2-3 áratuga klúður í skipulagningu heilbrigðiskerfisins og fjársvelti ( með von um að meiri starfsemi verði einkavædd ?) og það verður mikil vinna að vinda ofan af þessu öllu saman. Mun taka tíma. Vonandi mun nýr spítali hjálpa til, en hann MUN klárlega fara í sama farið ef hinir tveir hlutar óróans halda áfram að virka ekki, eða öllu heldur halda áfram að vera á fleygiferð og ýta sífellt verkefnum yfir á LSH. Það er alveg kristaltært í mínum huga. Þá verður nýji spítalinn í sömu stöðu, allir áfram á bráðamóttökunni og í rúmum bráðadeilda því þeir komast ekki á hjúkrunarheimili. Ég ætlaði líka að tala um gríðarlega aukningu í fjölda ferðamanna sem koma á bráðamótttökuna og jafnvel leggjast inn á spítalann, en þetta er orðið svo langt að ég sleppi því núna, en ég treysti og vona að fólk almennt átti sig á því að þar erum við að tala um ansi stóran hóp, þarf ekki annað en að fylgjast með fjölmiðlum til að skilja það. Þessi hópur er því líka að taka sitt pláss á bráðamótttökunni og deildum spítalans. Sem er mikil breyting á örfáum árum. Ein mikilvæg ástæða þess að kerfin tvö sitthvorumegin við LSH í óróanum eru ekki að virka sem skyldi er meðal annars vegna þess að það gengur illa að manna fagmenntað heilbrigðisstarfsfólk í stöður á nánast á öllum vígstöðvum (líka LSH). Sorglegast þykir mér þó að hjúkrunarheimilin eru mikið til mönnuð af ófaglærðu fólki, jafnvel fólki sem ekki getur tjáð sig almennilega, með fullri virðingu fyrir öllu fólki, mér finnst það sorglegra en tárum taki að bjóða okkar aldraða fjölveika, ósjálfbjarga fólki upp á slíkt líf síðustu árin sín. Að ekki sé vandað betur til verka. Að ekki sé meiri metnaður. Sjúkraliðar eru orðin sjaldséð stétt í öldrunarhjúkrun, sú stétt sem einmitt ætti að bera uppi ásamt hjúkrunarfæðingum hjúkrun aldraðra á hjúkrunarheimilum. Af hverju erum við ekki með faglært fólk í öllum stöðum á hjúkrunarheimilum og veitum aldraða fólkinu okkar góða og faglega hjúkrun sem það svo sannarlega á skilið? Við vitum öll hversvegna það er. En af hverju sættum við okkur bara við það ? Vegna þess að „kerfið“ leyfir ekki að sumar starfsstéttir séu hækkaðar meira í launum en aðrir ? Hver segir það ? Er það skráð í lög ? Maður getur ekki bara öskrað sig hásan að heilbrigðiskerfið sé bilað og ómögulegt og vera svo ekki tilbúinn að leggja eitthvað af mörkum til að laga það. Ef bíllinn þinn bilar, þá getur þú ekki bara staðið á miðju hringtorgi og öskrað á hann, hann fer ekkert í lag við það, nei, þú þarft líklega að setja fjármuni í hann til að koma honum í lag… Ef barnið þitt þarf sérþjónustu til að eiga góða framtíð, þá leggur þú eitthvað á þig, borgar jafnvel eitthvað extra, en ef heilbrigðiskerfið þitt þarf meira súrefni, meira súrefni en önnur kerfi til að lifa af og vera til staðar, fyrir þig og þína í nútíð og framtíð, ertu þá tilbúinn að veita því meira súrefni ? Nýjustu hjúkrunarheimilin hafa gjarnan verið mjög lengi að komast í fulla starfsemi því það hefur gengið afleitlega að manna þau, og það er því miður framtíðin, það hefur ekkert uppá sig að byggja nýtt og nýtt hjúkrunarheimili ef enginn vill vinna þar. Þetta er líka orðin óþolandi staða fyrir veika aldraða, að þeir upplifi sig allstaðar fyrir í kerfinu og svo þegar þeir komast loks á hjúkrunarheimili þá er enginn metnaður í kerfinu að það sé faglega unnið. Allt þarf augljóslega betri skipulagningu og auka þarf aðgengi, og þá kannski sérstaklega að heilsugæslunni. Ég held að hún sé lykilatriði. Það er ekki nóg að lækka komugjöld, það eitt og sér eykur ekki aðgengi. Fólk veikist á öllum tímum sólarhringsins og líka með engum fyrirvara. Allskonar hlutir sem upp koma í heilsunni krefjast viðbragða fljótt eða strax. Þrátt fyrir að vera heilbrigðismenntuð þá veit ég stundum varla hvert ég get farið. Hvað þá fólk út í bæ sem ekkert þekkir inn á kerfið! Það fer auðvitað beinustu leið á bráðamótttökuna! Og ég líka. Ég gæti vel haldið áfram, en ætla að stoppa hér, ég vona að þeir sem nenntu að lesa til enda séu ekki eingöngu kollegar og vinir mínir úr heilbrigðiskerfinu sem vita þetta allt saman nú þegar, heldur líka fólk út í bæ og jafnvel einhverjir einn eða tveir sem fara með völdin… Niðurstaðan er kannski þessi í örstuttu máli; allir eru að reyna sitt besta í öllum hlutum óróans, að láta kerfið ganga upp en kerfið bara VIRKAR EKKI og þá er hvorki eðlilegt né sanngjarnt að skella skuldinni á LSH, þó svo að vandinn í kerfinu birtist þar fyrir fólki. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, með meistaranám í heilbrigðis-og lífsiðfræði og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímaskipting skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Landspítali háskólasjúkrahús (LSH) er BRÁÐASJÚKRAHÚS OG KENNSLUSJÚKRAHÚS. Ég er orðin rúmlega langþreytt á því að um hann sé rætt eins og um sé að ræða feitan illa uppalinn krakka sem endalaust öskrar á meira nammi ! Hvers vegna er ástandið á LSH eins og það er í byrjun árs 2020 ? Nánast neyðarástand. Förum aðeins yfir það, það virðist vera að alls ekki allir skilji ástandið eða amk er mér ljóst að margir misskilja ástandið og telja jafnvel að Landspítalinn sé ómöguleg stofnun, jafnvel hættuleg stofnun og að þar vinni ómögulegir stjórnendur sem kunni ekki að fara með peninga eða annað. Ástandið á Landspítala í dag kemur til af mörgum ástæðum og hefur þróast á löngum tíma og það er greinilega þörf á því að fara yfir það, og vona ég svo sannarlega að fólk tengi. Ég gæti eflaust skrifað langa ritgerð um efnið en ætla að reyna að stytta mál mitt. Heilbrigðiskerfið okkar er ein stór heild og virkar nánast eins og einn stór órói og skiptist kerfið mjög gróflega í heilsugæslu – sjúkrahús og hjúkrunarheimili, þetta er auðvitað mjög mikil einföldun og þarna vantar inn allt geðbatteríið og fleira en það er mikilvægt að horfa á þessa þrjá stóru hluta óróans til að skilja heildarmyndina um stöðu LSH í dag. Til að skilja hvers vegna LSH er í þessum vanda. Það vita líka allir ef einn hlutur óróa hreyfist þá hreyfast allir hinir með. Við heyrum reglulega að verið sé að bæta heilsugæsluna en samt þarf ég í dag að bíða í þrjár vikur eftir tíma hjá lækni í heilsugæslunni minni. Samkvæmt bókunarkerfi Heilsuveru. Ef ég er með aðkallandi heilsufarsvandamál þá get ég ekki beðið í þrjár vikur. Jafnvel þó það sé minniháttar. Vert er þó að taka fram að í heilsugæslunni eru starfandi hjúkrunarfræðingar á vakt á dagvinnutíma, sem taka á móti sjúklingum og hægt er að fá tíma hjá þeim, á dagvinnutíma. En ef hið aðkallandi vandamál kemur upp að kvöldi eða nóttu ? Á kvöldin get ég farið á Læknavaktina. Læknavaktin sem sinnir síðdegisþjónustu til kl 23:30 er troðfull út að dyrum öll kvöld, þar er ekki hægt að sinna öllum. Hvert fer þá sá sem er með minniháttar en aðkallandi heilsufarsvandamál ? Jú, Á BRÁÐAMÓTTÖKUNA. Þangað fer maður. Það er lögboðin skylda heilbrigðisstarfsfólks að sinna öllu fólki, jafnvel þó það sé lítilvægt sem hrjáir það. Og það tekur tíma og pláss á bráðamótttökunni á meðan. En engum er vísað frá. Allir eru mikilvægir. En staðreyndin er sú að mjög margir koma á bráðamótttökuna sem þurfa ekki alls ekki að leita þangað og ættu að fá þá þjónustu í heilsugæslunni, sem hún virðist ekki hafa bolmagn til að sinna, og/eða fólk veit ekkert hvert það á að leita. Þarna er einn faktorinn sem er ekki að virka sem skyldi í óróanum. Ég er síður en svo með skyndilausnina, enda er þetta kerfisvandi sem hefur orðið til á löngum tíma, en heilsugæslan þarf að gera meira til að virka betur svo að málin leysist, það er deginum ljósara, jafnvel þarf að fara til baka þangað þar sem heilsugæslulæknar voru á vakt í sinni stöð og maður hafði aðgang að þeim allan sólarhringinn. En því var fyrir lifandis löngu hætt í hagræðingarskyni. Það fólk sem hefði nýtt sér sinn vakthafandi heilsugæslulækni kl 23:00 að kveldi eða 02:00 að nóttu fer núna beint á bráðamótttökuna. Svo eru það HJÚKRUNARHEIMILIN. Þjóðin eldist hratt og fólk lifir lengur, þetta höfum við jú vitað og talað um í líklega ein 20-30 ár. Sem betur fer eru margir við góða heilsu á eldri árum en staðreyndin er samt sú að fólk lifir núna lengur með fleiri og flóknari sjúkdóma sem kalla á fleiri ferðir til eftirlits og umönnunar í heilbrigðisþjónustunni, meðal annars fleiri ferðir á bráðamóttökuna á LSH. Að auki lifa núna fleiri lengur eftir að hafa misst getuna til sjálfsbjargar og þá þarf fólk að flytja af heimilum sínum inn á hjúkrunarheimili. Margir sjúkir aldraðir eru reyndar heima með heimahjúkrun sem oft gengur mjög vel en það er líka enn annar faktor sem þrátt fyrir margt gott hefur ekki alltaf bolmagn til að sinna öllum sem kalla eftir heimahjúkrun. Á endanum veikist eða brotnar þessi aldraði fjölveiki einstaklingur heima og leggst inn á bráðamótttökuna og svo líklega inn á bráðadeild spítalans. Þar fær hann sína hjúkrun og lækningu og þegar hann er tilbúinn að útskrifast af bráðadeildinni og fara heim þá er kannski metið svo að hann hafi hvorki heilsu né færni til að sjá um sig heima. Þá fara ýmis ferli í gang og hugsanlega fer hann í endurhæfingu á öldrunardeild og kannski og vonandi kemst hann svo heim. Og ef hann er metinn hæfur til að vera heima með aðstoð, þá er það stundum undir heimahjúkrun komið hvort hægt sé að útskrifa hann, kannski þarf að sinna honum mun meira en áður, svo hann geti búið áfram heima hjá sér. Ef viðkomandi einstaklingur er ekki fær um að útskrifast heim aftur þá fer í gang annað ferli sem kallast færni- og heilsumat, þá er líklega svo komið að einstaklingurinn þarf að flytjast á hjúkrunarheimili. Og það er þarna sem verður til meiriháttar stífla í kerfinu. Það sem í daglegu tali við köllum fráflæðisvandi. Já, mjög vandræðalegt orð. Sem felur í sér virðingarleysi fyrir okkar elstu og veikustu borgurum. Fjármálaráðherra sagðist í viðtali fyrr í vikunni ekki skilja neitt í neinu. Hann skildi ekki hvers vegna ekki lagaðist allt þegar við opnuðum Vífilsstaðaspítala á sínum tíma fyrir svokölluð biðpláss. En þar sem sagt bíður fólk sem hefur fengið samþykkt færni-og heilsumat fyrir hjúkrunarheimili. Sumir bíða þar í allt að eitt ár. Í hvítu spítalaherbergi með rúmi og náttborði. Jú, það er bara mjög einfalt reikningsdæmi sem ég veit að fjármálaráðherra ræður vel við að reikna. Fjöldi aldraðra sem lifir lengur með fleiri sjúkdóma er alltaf að verða stærri og stærri tala. Þeim sem sagt fjölgar. Þetta erum við búin að vita í líklega amk 2-3 áratugi, að þjóðin væri að eldast. Sem sagt ekkert sem kemur á óvart og þó svo plássin á Vífilsstöðum hafi verið plástur á sárið þá blæðir enn. Það er eiginlega bara frekar mikil blæðing í gangi. Ég veit ekki hvort fólk hélt virkilega að við myndum bara eldast og eldast og verða geggjað hraust og hamingjusöm það sem eftir væri ?! Þangað til við yrðum 100 ára ? Staðreyndin er sú að þegar fólk eldist eru meiri líkur á að mikilvæg líffærakerfi bili eins og hjarta- og æðakerfi, þvagfærakerfi, öndunarkerfi ofl, því þegar við eldumst þá eldast jú líffærin með. Jæja, þetta er orðið langt, en ef ég ætti að „súmmera“ þetta upp þá ætti það að blasa við öllum þeim sem VILJA OPNA augun að „vandamál“ Landspítala er í raun EKKI vandamál Landspítalans, amk ekki eingöngu, heldur vandamál ANNARSSTAÐAR í heilbrigðiskerfinu! Landspítalinn er nefnilega endalaust að vinna verkefni sem eiga að vera unnin annarsstaðar í kerfinu, af öðrum hlutum í óróanum. Ef önnur kerfi myndu virka sem skyldi, sitt hvoru megin við LSH, heilsugæslan annars vegar og hjúkrunarúrræði fyrir aldraða hinsvegar, þá værum við ekki í þessum sporum sem við erum í dag. Þá værum við líklega alla daga að mæra okkar LSH og daglega að tala um hvaða fyrirmyndarstofnun LSH væri því þar vinnur stórkostlega duglegt, metnaðarfullt og vel menntað heilbrigðisstarfsfólk sem sættir sig við oft á tímum við alveg fáránlegar vinnuaðstæður og á ekki skilið þetta virðingarleysi og vandræðalega skilningsleysi frá stjórnvöldum. Spítalinn myndi bara virka nákvæmlega eins og bráðasjúkrahús eiga að virka ef allt hitt í þessum órjúfanlega óróa myndi virka eins og til er ætlast. Og á að gera. Ég á nefnilega ekki til nógu sterk lýsingarorð til að lýsa því hvað ég er orðin hundþreytt á að fylgjast með þessum fáránlega sandkassaleik þar sem jafnvel æðstu ráðamenn þjóðarinnar gefa leynt og ljóst til kynna að stjórnendur og starfsfólk LSH sé ekki að sinna vinnu sinni vel og samviskusamlega. Núna bið ég ykkur að hugsa ykkur vel um. Það á ekki ein einasta sála starfandi inni á LSH skilið að heyra vandlætingu frá ráðamönnum þjóðarinnar! Það er ekki starfsfólki LSH um að kenna að kerfið hefur mistekist og að það sé eiginlega í skralli. Sú staða er á ábyrgð stjórnvalda. Ef allir hlutar óróans virka þá virkar LSH stórkostlega vel. Þegar allir myndu sinna sínum verkefnum, hefðu þeir bolmagn til þá myndi LSH bara virka fullkomlega. Ég er fullviss um það. En mér dettur ekki í hug að setja alla sökina á stöðu heilbrigðiskerfisins á ráðamenn dagsins í dag (þó svo að mér finnist viðbrögð þeirra sýna nokkuð mikið skilningsleysi á stöðu mála, sem er kannski birting á þeirra örvæntingu og úrræðaleysi?) en þetta er líklega 2-3 áratuga klúður í skipulagningu heilbrigðiskerfisins og fjársvelti ( með von um að meiri starfsemi verði einkavædd ?) og það verður mikil vinna að vinda ofan af þessu öllu saman. Mun taka tíma. Vonandi mun nýr spítali hjálpa til, en hann MUN klárlega fara í sama farið ef hinir tveir hlutar óróans halda áfram að virka ekki, eða öllu heldur halda áfram að vera á fleygiferð og ýta sífellt verkefnum yfir á LSH. Það er alveg kristaltært í mínum huga. Þá verður nýji spítalinn í sömu stöðu, allir áfram á bráðamóttökunni og í rúmum bráðadeilda því þeir komast ekki á hjúkrunarheimili. Ég ætlaði líka að tala um gríðarlega aukningu í fjölda ferðamanna sem koma á bráðamótttökuna og jafnvel leggjast inn á spítalann, en þetta er orðið svo langt að ég sleppi því núna, en ég treysti og vona að fólk almennt átti sig á því að þar erum við að tala um ansi stóran hóp, þarf ekki annað en að fylgjast með fjölmiðlum til að skilja það. Þessi hópur er því líka að taka sitt pláss á bráðamótttökunni og deildum spítalans. Sem er mikil breyting á örfáum árum. Ein mikilvæg ástæða þess að kerfin tvö sitthvorumegin við LSH í óróanum eru ekki að virka sem skyldi er meðal annars vegna þess að það gengur illa að manna fagmenntað heilbrigðisstarfsfólk í stöður á nánast á öllum vígstöðvum (líka LSH). Sorglegast þykir mér þó að hjúkrunarheimilin eru mikið til mönnuð af ófaglærðu fólki, jafnvel fólki sem ekki getur tjáð sig almennilega, með fullri virðingu fyrir öllu fólki, mér finnst það sorglegra en tárum taki að bjóða okkar aldraða fjölveika, ósjálfbjarga fólki upp á slíkt líf síðustu árin sín. Að ekki sé vandað betur til verka. Að ekki sé meiri metnaður. Sjúkraliðar eru orðin sjaldséð stétt í öldrunarhjúkrun, sú stétt sem einmitt ætti að bera uppi ásamt hjúkrunarfæðingum hjúkrun aldraðra á hjúkrunarheimilum. Af hverju erum við ekki með faglært fólk í öllum stöðum á hjúkrunarheimilum og veitum aldraða fólkinu okkar góða og faglega hjúkrun sem það svo sannarlega á skilið? Við vitum öll hversvegna það er. En af hverju sættum við okkur bara við það ? Vegna þess að „kerfið“ leyfir ekki að sumar starfsstéttir séu hækkaðar meira í launum en aðrir ? Hver segir það ? Er það skráð í lög ? Maður getur ekki bara öskrað sig hásan að heilbrigðiskerfið sé bilað og ómögulegt og vera svo ekki tilbúinn að leggja eitthvað af mörkum til að laga það. Ef bíllinn þinn bilar, þá getur þú ekki bara staðið á miðju hringtorgi og öskrað á hann, hann fer ekkert í lag við það, nei, þú þarft líklega að setja fjármuni í hann til að koma honum í lag… Ef barnið þitt þarf sérþjónustu til að eiga góða framtíð, þá leggur þú eitthvað á þig, borgar jafnvel eitthvað extra, en ef heilbrigðiskerfið þitt þarf meira súrefni, meira súrefni en önnur kerfi til að lifa af og vera til staðar, fyrir þig og þína í nútíð og framtíð, ertu þá tilbúinn að veita því meira súrefni ? Nýjustu hjúkrunarheimilin hafa gjarnan verið mjög lengi að komast í fulla starfsemi því það hefur gengið afleitlega að manna þau, og það er því miður framtíðin, það hefur ekkert uppá sig að byggja nýtt og nýtt hjúkrunarheimili ef enginn vill vinna þar. Þetta er líka orðin óþolandi staða fyrir veika aldraða, að þeir upplifi sig allstaðar fyrir í kerfinu og svo þegar þeir komast loks á hjúkrunarheimili þá er enginn metnaður í kerfinu að það sé faglega unnið. Allt þarf augljóslega betri skipulagningu og auka þarf aðgengi, og þá kannski sérstaklega að heilsugæslunni. Ég held að hún sé lykilatriði. Það er ekki nóg að lækka komugjöld, það eitt og sér eykur ekki aðgengi. Fólk veikist á öllum tímum sólarhringsins og líka með engum fyrirvara. Allskonar hlutir sem upp koma í heilsunni krefjast viðbragða fljótt eða strax. Þrátt fyrir að vera heilbrigðismenntuð þá veit ég stundum varla hvert ég get farið. Hvað þá fólk út í bæ sem ekkert þekkir inn á kerfið! Það fer auðvitað beinustu leið á bráðamótttökuna! Og ég líka. Ég gæti vel haldið áfram, en ætla að stoppa hér, ég vona að þeir sem nenntu að lesa til enda séu ekki eingöngu kollegar og vinir mínir úr heilbrigðiskerfinu sem vita þetta allt saman nú þegar, heldur líka fólk út í bæ og jafnvel einhverjir einn eða tveir sem fara með völdin… Niðurstaðan er kannski þessi í örstuttu máli; allir eru að reyna sitt besta í öllum hlutum óróans, að láta kerfið ganga upp en kerfið bara VIRKAR EKKI og þá er hvorki eðlilegt né sanngjarnt að skella skuldinni á LSH, þó svo að vandinn í kerfinu birtist þar fyrir fólki. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, með meistaranám í heilbrigðis-og lífsiðfræði og framhaldsskólakennari.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun