Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Sylvía Hall skrifar 15. ágúst 2020 12:26 Helgi Áss Grétarsson hefur fjallað um fiskveiðistjórnunarkerfið í skrifum sínum og var áður dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. Mikilvægt sé að gera greinarmun á skýrslum og öðrum vinnuskjölum í stjórnsýslunni og það sé alvarlegt að Ríkisútvarpið hafi talað um skýrslu í þessu samhengi. Þetta segir Helgi í skoðanagrein sem birt var á Vísi í dag. Helgi starfaði áður sem dósent við lagadeild Háskóla Íslands í sjö ár, þar áður starfaði hann hjá Lagastofnun og hefur meðal annars rannsakað íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið í störfum sínum. Hann segir dapurlegt að „sanngjarnari og málefnalegri umfjöllun“ sé ekki um sjávarútveginn hjá Ríkisútvarpinu og telur umræðuna almennt fasta í pólitískum skotgröfum. „Aðalatriðið er að nú er komið á daginn að helsta heimildarskjal Kastljóss, við vinnslu þáttar þar sem settar voru fram alvarlegar ásakanir á hendur nafngreindu útvegsfyrirtæki, var ekki skýrsla heldur excel-skjal sem ekki hafði verið lagt efnislagt mat á innan viðeigandi stjórnsýslustofnunar,“ skrifar Helgi. Tölurnar teknar saman Mikil umræða hefur verið um umrætt excel-skjal eftir að Samherji birti myndband á YouTube í vikunni þar sem Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, var sakaður um að hafa „átt við“ skjalið og bar myndbandið titilinn: Skýrslan sem aldrei var gerð. Í kjölfarið stigu tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna fram og sögðust eiga sömu gögn og voru til umfjöllunar í Kastljósi. Báðir furðuðu þeir sig á framgangi Samherja sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, það ekki skipta neinu máli hvort skjalið væri skýrsla eða minnisblað – upplýsingarnar væru til. Helgi er á öðru máli og segir vísanir í skjal Verðlagsstofu aðeins vera „leik fjölmiðlamannsins að hráum tölum“ sem séu ekki settar í samhengi við markaðsaðstæður og gæði afla svo eitthvað sé nefnt. Framsetningin hafi þannig verið villandi þar sem hann hafi gefið til kynna að sérfræðingar hefðu unnið úr gögnunum með því að kalla skjalið skýrslu. „Engu að síður gerði Kastljós heilan þátt sem byggði á „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ og var ítrekað vísað til skjalsins með þessum hætti í þættinum. Það verður að teljast býsna alvarlegt enda til þess fallið að afvegaleiða áhorfendur,“ skrifar Helgi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sama pól í hæðina og sagði Verðlagsstofu hafa staðfest að enginn skýrsla hefði verið unninn. Hann kallaði þó eftir því að Ríkisútvarpið myndi birta gögnin, en í yfirlýsingu Verðlagsstofu kom skýrt fram að þau séu trúnaðargögn samkvæmt lögum og tekur Helgi undir það í sinni grein. Hann virðist þó alls ekki sáttur við fréttaflutning Ríkisútvarpsins sem snýr að sjávarútvegi. „Umfjöllun um sjávarútveg á Ríkisútvarpinu er hins vegar efni í aðra grein og lengri.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. 12. ágúst 2020 12:26 Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. Mikilvægt sé að gera greinarmun á skýrslum og öðrum vinnuskjölum í stjórnsýslunni og það sé alvarlegt að Ríkisútvarpið hafi talað um skýrslu í þessu samhengi. Þetta segir Helgi í skoðanagrein sem birt var á Vísi í dag. Helgi starfaði áður sem dósent við lagadeild Háskóla Íslands í sjö ár, þar áður starfaði hann hjá Lagastofnun og hefur meðal annars rannsakað íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið í störfum sínum. Hann segir dapurlegt að „sanngjarnari og málefnalegri umfjöllun“ sé ekki um sjávarútveginn hjá Ríkisútvarpinu og telur umræðuna almennt fasta í pólitískum skotgröfum. „Aðalatriðið er að nú er komið á daginn að helsta heimildarskjal Kastljóss, við vinnslu þáttar þar sem settar voru fram alvarlegar ásakanir á hendur nafngreindu útvegsfyrirtæki, var ekki skýrsla heldur excel-skjal sem ekki hafði verið lagt efnislagt mat á innan viðeigandi stjórnsýslustofnunar,“ skrifar Helgi. Tölurnar teknar saman Mikil umræða hefur verið um umrætt excel-skjal eftir að Samherji birti myndband á YouTube í vikunni þar sem Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, var sakaður um að hafa „átt við“ skjalið og bar myndbandið titilinn: Skýrslan sem aldrei var gerð. Í kjölfarið stigu tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna fram og sögðust eiga sömu gögn og voru til umfjöllunar í Kastljósi. Báðir furðuðu þeir sig á framgangi Samherja sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, það ekki skipta neinu máli hvort skjalið væri skýrsla eða minnisblað – upplýsingarnar væru til. Helgi er á öðru máli og segir vísanir í skjal Verðlagsstofu aðeins vera „leik fjölmiðlamannsins að hráum tölum“ sem séu ekki settar í samhengi við markaðsaðstæður og gæði afla svo eitthvað sé nefnt. Framsetningin hafi þannig verið villandi þar sem hann hafi gefið til kynna að sérfræðingar hefðu unnið úr gögnunum með því að kalla skjalið skýrslu. „Engu að síður gerði Kastljós heilan þátt sem byggði á „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ og var ítrekað vísað til skjalsins með þessum hætti í þættinum. Það verður að teljast býsna alvarlegt enda til þess fallið að afvegaleiða áhorfendur,“ skrifar Helgi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sama pól í hæðina og sagði Verðlagsstofu hafa staðfest að enginn skýrsla hefði verið unninn. Hann kallaði þó eftir því að Ríkisútvarpið myndi birta gögnin, en í yfirlýsingu Verðlagsstofu kom skýrt fram að þau séu trúnaðargögn samkvæmt lögum og tekur Helgi undir það í sinni grein. Hann virðist þó alls ekki sáttur við fréttaflutning Ríkisútvarpsins sem snýr að sjávarútvegi. „Umfjöllun um sjávarútveg á Ríkisútvarpinu er hins vegar efni í aðra grein og lengri.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. 12. ágúst 2020 12:26 Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14
Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. 12. ágúst 2020 12:26
Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15