Hin 16 ára gamla Amanda Andradóttir lék þrjátíu mínútur í 2-0 sigri Nordsjælland á Álaborg [AaB] í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Nordsjælland er því með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og markatöluna 6-0. Hin 16 ára gamla Amanda á að baki leiki með U16 og U17 ára landsliðum Íslands.
Var hún í Víking og Val hér á landi áður en hún flutti búferlum til Danmerkur.