Árangursrík hagsmunabarátta stúdenta í húsnæðismálum Eyrún Baldursdóttir skrifar 31. janúar 2020 14:00 Húsnæðismál hafa lengi verið eitt stærsta baráttumál stúdenta. Möguleiki á búsetu á stúdentagörðum, þar sem leiguverð er lægra en á almennum markaði, er mikilvægur hluti þess að auka möguleika ungs fólks til þess að sækja sér aukna menntun og því er um gífurlega stórt jafnréttismál að ræða. Rauði þráðurinn í stefnu Röskvu er jafnrétti til náms. Með Röskvu í fararbroddi Stúdentaráðs (SHÍ) síðastliðin þrjú ár hafa húsnæðismál verið í forgrunni hagsmunabaráttu stúdenta og er árangur mikillar vinnu margra aðila og þrýstings frá stúdentum bersýnilegur í þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað á háskólasvæðinu. Framkvæmdir eru loksins hafnar við Gamla Garð eftir margra ára baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu á reitnum. Árið 2017 stóð Röskva fyrir tjaldmótmælum við Gamla Garð til þess að vekja athygli á húsnæðisvanda stúdenta. Tvísýnt var um tíma hvort yrði af uppbyggingu á reitnum og barðist SHÍ ötullega fyrir því. 2018 efldi SHÍ svo til setumótmæla á rektorsgangi til þess að mótmæla töfum á málinu og krafðist skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta SHÍ með Röskvu í fararbroddi skilaði árangri og þann 26. nóvember 2019 hófust framkvæmdir við Gamla Garð. Fyrir tilstilli vinnu Röskvuliða í SHÍ geta háskólanemar nú framleigt stúdentaíbúðir sínar til annarra nemenda HÍ yfir sumartímann, sem er gífurlega mikil bót fyrir stúdenta utan af landi eða þau sem eyða sumrinu erlendis. Einnig hefur hámarksdvöl foreldra verið lengd og sömuleiðis hámarksdvöl doktorsnema, svo nemendur í hvaða aðstæðum og hvaða námsstigi sem er njóta nú jafnra réttinda. Fjölgun íbúða, bætt þjónusta og gott samtal milli Félagsstofnunar Stúdenta (FS) og SHÍ síðustu ár hefur skilað miklu, en áframhaldandi uppbyggingar er þörf. Nú búa um 11% stúdenta við Háskóla Íslands á stúdentagörðum FS og er markmið þeirra að geta boðið 15% stúdenta húsnæði. Opnun Mýrargarða hefur stytt biðlista FS mjög og hann nú styttri en nokkru sinni fyrr. Því er lag fyrir stúdenta að sækja á görðunum þessa dagana! Nemendur við HÍ vilja búa í nágrenni við skólann. Við viljum geta sótt grunnþjónustu í okkar nærumhverfi, farið í matvöruverslun á háskólasvæðinu, stundað líkamsrækt, sótt heilsugæslu og haft börnin okkar í leikskóla í næsta nágrenni. Við viljum einnig hafa aðgang að grænum svæðum og almenningssamgöngum sem tengja háskólasvæðið við aðra hluta borgarinnar. Þessu hefur Röskva barist fyrir og mun halda áfram að gera, en umhverfis- og skipulagsmál einn af grunnþáttum stefnu fylkingarinnar. Við í Röskvu erum stolt af þeim framförum sem hafa átt sér stað og munum halda áfram baráttunni og þrýsta á uppbyggingu sjálfbærs háskólasvæðis. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa lengi verið eitt stærsta baráttumál stúdenta. Möguleiki á búsetu á stúdentagörðum, þar sem leiguverð er lægra en á almennum markaði, er mikilvægur hluti þess að auka möguleika ungs fólks til þess að sækja sér aukna menntun og því er um gífurlega stórt jafnréttismál að ræða. Rauði þráðurinn í stefnu Röskvu er jafnrétti til náms. Með Röskvu í fararbroddi Stúdentaráðs (SHÍ) síðastliðin þrjú ár hafa húsnæðismál verið í forgrunni hagsmunabaráttu stúdenta og er árangur mikillar vinnu margra aðila og þrýstings frá stúdentum bersýnilegur í þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað á háskólasvæðinu. Framkvæmdir eru loksins hafnar við Gamla Garð eftir margra ára baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu á reitnum. Árið 2017 stóð Röskva fyrir tjaldmótmælum við Gamla Garð til þess að vekja athygli á húsnæðisvanda stúdenta. Tvísýnt var um tíma hvort yrði af uppbyggingu á reitnum og barðist SHÍ ötullega fyrir því. 2018 efldi SHÍ svo til setumótmæla á rektorsgangi til þess að mótmæla töfum á málinu og krafðist skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta SHÍ með Röskvu í fararbroddi skilaði árangri og þann 26. nóvember 2019 hófust framkvæmdir við Gamla Garð. Fyrir tilstilli vinnu Röskvuliða í SHÍ geta háskólanemar nú framleigt stúdentaíbúðir sínar til annarra nemenda HÍ yfir sumartímann, sem er gífurlega mikil bót fyrir stúdenta utan af landi eða þau sem eyða sumrinu erlendis. Einnig hefur hámarksdvöl foreldra verið lengd og sömuleiðis hámarksdvöl doktorsnema, svo nemendur í hvaða aðstæðum og hvaða námsstigi sem er njóta nú jafnra réttinda. Fjölgun íbúða, bætt þjónusta og gott samtal milli Félagsstofnunar Stúdenta (FS) og SHÍ síðustu ár hefur skilað miklu, en áframhaldandi uppbyggingar er þörf. Nú búa um 11% stúdenta við Háskóla Íslands á stúdentagörðum FS og er markmið þeirra að geta boðið 15% stúdenta húsnæði. Opnun Mýrargarða hefur stytt biðlista FS mjög og hann nú styttri en nokkru sinni fyrr. Því er lag fyrir stúdenta að sækja á görðunum þessa dagana! Nemendur við HÍ vilja búa í nágrenni við skólann. Við viljum geta sótt grunnþjónustu í okkar nærumhverfi, farið í matvöruverslun á háskólasvæðinu, stundað líkamsrækt, sótt heilsugæslu og haft börnin okkar í leikskóla í næsta nágrenni. Við viljum einnig hafa aðgang að grænum svæðum og almenningssamgöngum sem tengja háskólasvæðið við aðra hluta borgarinnar. Þessu hefur Röskva barist fyrir og mun halda áfram að gera, en umhverfis- og skipulagsmál einn af grunnþáttum stefnu fylkingarinnar. Við í Röskvu erum stolt af þeim framförum sem hafa átt sér stað og munum halda áfram baráttunni og þrýsta á uppbyggingu sjálfbærs háskólasvæðis. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun