Innlent

Berg­steinn hættir hjá UNICEF: „Ég held að þetta kallist vitjunar­tími“

Atli Ísleifsson skrifar
Bergsteinn Jónsson hóf störf hjá UNICEF á Íslandi árið 2006.
Bergsteinn Jónsson hóf störf hjá UNICEF á Íslandi árið 2006. UNICEF Á ÍSLANDI

Bergsteinn Jónsson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hann hefur starfað hjá UNICEF frá árinu 2006 og sem framkvæmdastjóri frá árinu 2014. Frá þessu segir á Facebook-síðu UNICEF.

„Ég held að þetta kallist vitjunartími. Ég hef starfað hjá UNICEF í um fjórtán ár og ég fann á mér að tími væri kominn til að gera eitthvað annað,“ segir Bergsteinn í samtali við Vísi.

Bergsteinn segir ekkert vera í hendi varðandi framhaldið, en að hann komi að óbreyttu til með að starfa hjá UNICEF út apríl.

„Ég fer stoltur úr brúnni og veit að UNICEF á Íslandi er í góðum og öruggum höndum frábærs starfsfólks. Svo vona ég bara að það komi bara einhver frábær í minn stað.“

Á Facebook-síðu UNICEF á Íslandi kemur fram að staða framkvæmdastjóra verði auglýst laus til umsóknar um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×