Enski boltinn

Halda því fram að hægt sé að kaupa upp samning Håland fyrir 64 milljónir punda árið 2021

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Braut Håland fagnar einu af fimm mörkum sínum með Dortmund.
Erling Braut Håland fagnar einu af fimm mörkum sínum með Dortmund. Getty/TF-Images

Manchester United missti af norska framherjanum Erling Braut Håland í þessum mánuði og strákurinn hefur síðan raðað inn mörkum með Borussia Dortmund í þýsku deildinni. United gæti bætt fyrir þetta strax á næsta ári.

Samkvæmt heimildum þýska blaðsins Bild verður hægt að kaupa upp samning Håland við Borussia Dortmund strax á næsta ári og það fyrir „aðeins“ 63 milljónir punda.



Mino Raiola, umboðsmaður Erling Braut Håland, vildi fyrsts hafa þessa upphæð 42 milljónir punda en hann og þýska félagið komu sér síðan saman um að hækka hana talsvert.

63 milljónir punda eru samt ekki mikill peningur fyrir svo ungan leikmann með svona mikla möguleika í framtíðinni.





Erling Braut Håland hefur skorað fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum með Borussia Dortmund þrátt fyrir að hafa ekki ennþá byrjað inn á hjá liðinu.

Borussia Dortmund keypti Håland frá Red Bull Salzburg fyrir sautján milljónir punda og strákurinn skrifaði undir fimm ára samning.

Sagan segir að Manchester United hafi verið nálægt því að kaupa Norðmanninn en hafi á endanum hætt við vegna kröfu umboðsmannsins Mino Raiola. Bæði leikmaðurinn og félagið sýndi samt áhuga á félagsskiptum á Old Trafford og hver veit nema að þeim verði á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×