Setti nýtt heimsmet í landsliðsmörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 11:00 Christine Sinclair fagnar sigri með kandadíska landsliðinu. Getty/Naomi Baker Christine Sinclair bætti í nótt heimsmetið yfir flest mörk fyrir fótboltalandslið í karla og kvennaflokki þegar hún skoraði tvisvar í stórsigri Kanada á St Kitts og Nevis í forkeppni Ólympíuleikanna. Sinclair var fyrir leikinn einu marki á eftir Abby Wambach og það tók hana aðeins 23 mínútur að skora tvö mörk og bæta heimsmetið. Kanada vann leikinn á endanum 11-0. Sinclair er þar með komin með 185 mörk fyrir kanadíska landsliðið. Abby Wambach náði að skora sína 184 mörk í 256 leikjum en þetta var 290. landsleikur Christine Sinclair. Þetta er ekki aðeins með hjá konunum því markahæsti karlinn er Íraninn Ali Daei með 109 mörk. Christine Sinclair has now scored the most goals in international football history. 1st goal: 14/03/2000 185th goal: 29/01/2020 Incredible. pic.twitter.com/Q90Ypkkjik— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Christine Sinclair spilaði sinn fyrsta landsleik sextán ára gömul árið 2000 og skoraði þá þrjú mörk í fyrstu ferð sinni á Algarve bikarinn. Fyrsta markið skoraði hún á móti Noregi 14. mars 2000. Hún á líka metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum síðan að hún skoraði sex mörk á ÓL í London 2012 en þar á meðal var þrenna í 3-4 tapi á móti Bandaríkjunum í undanúrslitunum. Christine Sinclair hefur skorað 120 af mörkum sínum í vináttulandsleikjum (40) eða æfingamótum (80) en hún er með 65 mörk í keppnisleikjum þar af 10 á heimsmeistaramóti og alls 31 á Ólympíuleikum eða í forkeppni ÓL. Christine Sinclair spilar væntanlega 300. landsleikinn sinn á árinu því hún ætlar að vera með á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Canada's Christine Sinclair passes the USWNT's Abby Wambach to become the top international goalscorer of all time, men's or women’s pic.twitter.com/zcwLP2ehWY— B/R Football (@brfootball) January 29, 2020 Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Christine Sinclair bætti í nótt heimsmetið yfir flest mörk fyrir fótboltalandslið í karla og kvennaflokki þegar hún skoraði tvisvar í stórsigri Kanada á St Kitts og Nevis í forkeppni Ólympíuleikanna. Sinclair var fyrir leikinn einu marki á eftir Abby Wambach og það tók hana aðeins 23 mínútur að skora tvö mörk og bæta heimsmetið. Kanada vann leikinn á endanum 11-0. Sinclair er þar með komin með 185 mörk fyrir kanadíska landsliðið. Abby Wambach náði að skora sína 184 mörk í 256 leikjum en þetta var 290. landsleikur Christine Sinclair. Þetta er ekki aðeins með hjá konunum því markahæsti karlinn er Íraninn Ali Daei með 109 mörk. Christine Sinclair has now scored the most goals in international football history. 1st goal: 14/03/2000 185th goal: 29/01/2020 Incredible. pic.twitter.com/Q90Ypkkjik— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Christine Sinclair spilaði sinn fyrsta landsleik sextán ára gömul árið 2000 og skoraði þá þrjú mörk í fyrstu ferð sinni á Algarve bikarinn. Fyrsta markið skoraði hún á móti Noregi 14. mars 2000. Hún á líka metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum síðan að hún skoraði sex mörk á ÓL í London 2012 en þar á meðal var þrenna í 3-4 tapi á móti Bandaríkjunum í undanúrslitunum. Christine Sinclair hefur skorað 120 af mörkum sínum í vináttulandsleikjum (40) eða æfingamótum (80) en hún er með 65 mörk í keppnisleikjum þar af 10 á heimsmeistaramóti og alls 31 á Ólympíuleikum eða í forkeppni ÓL. Christine Sinclair spilar væntanlega 300. landsleikinn sinn á árinu því hún ætlar að vera með á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Canada's Christine Sinclair passes the USWNT's Abby Wambach to become the top international goalscorer of all time, men's or women’s pic.twitter.com/zcwLP2ehWY— B/R Football (@brfootball) January 29, 2020
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira