Gary John Martin hefur náð þeim merka áfanga að skora hundrað mörk á Íslandi.
Hundraðasta markið skoraði Gary í gær þegar hann kom ÍBV í 4-2 á móti Fram í Safamýrinni. Leikurinn endaði með 4-4 jafntefli.
Englendingurinn kom fyrst til landsins til að spila með ÍA í 1. deild karla þar sem hann skoraði tíu mörk á sínu fyrsta tímabili í deildinni. Árið 2012 lá leiðin til KR þar sem hann spilaði til ársins 2015 og gekk síðan í raðir Víkings Reykjavík.
Gary Martin kom til ÍBV í fyrra frá Val og er tölfræði hans með liðinu lygileg. Hann hefur náð að skora 28 mörk í 24 leikjum með Eyjaliðinu í öllum keppnum.
That on yesterday bring up the 100 goal ⚽️ in Icelandic footy for me , thanks for having me ⚽️🇮🇸 pic.twitter.com/F2VpfiNEvl
— Gaz Martin (@G10bov) August 15, 2020