Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 16. ágúst 2020 21:31 Eiríkur segir að Rússar geti ekki látið sig engu varða hvað á sér stað í Hvíta-Rússlandi. Getty/Stöð2/Samsett Forseti Hvíta Rússlands hefur veitt Rússum heimild til að kveða niður ólguna sem þar hefur geisað frá forsetakosningunum um síðustu helgi. Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. Mótmælin í Minsk í dag eru talin þau fjölmennustu í sögu Hvíta-Rússlands. Þar er þess krafist að Alexander Lúkasjenkó forseti taki staf sinn og hatt en það hyggst hann ekki gera. Heldur nýtir hann stafinn til að berja niður mótmæli af hörku. Mótmælendur segja að brögð hafi verið í tafli í forsetakosningum um liðna helgi. Útgönguspár sem stuðningsmenn mótframbjóðandans, Svetlönu Tíkanovskaju, stóðu fyrir á kjördag sýndu fram á stórsigur hennar. Tölurnar úr kjörkössunum voru hins vegar ekki í samræmi við þær niðurstöður. Lúkasjenkó forseti hafði hlotið 80 prósent atkvæða, sem Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur telur eðlilegt að efast um. „Kosningar í Hvíta-Rússlandi hafa ekki verið frjálsar á undanförnum árum, svo því sé alveg til haga haldið, og þessar kosningar voru heldur ekki frjálsar,“ segir Eiríkur. Þó yfirstandandi mótmæli gegn forsetanum séu viðamikil segir Eiríkur að andófið sé ekki nýtilkomið í 26 ára valdatíð Lúkasjenkó. „Það hafa verið andófsmenn í Hvíta-Rússlandi í gegn um alla þess tíð. Margir þeirra hafa þurft að flýja land.“ Í þeirra hópi er frambjóðandinn Tíkanovskaja sem flúði til Litháens. Þaðan hefur hún sent stuðningsmönnum sínum myndbandsyfirlýsingar og biðlað til stjórnvalda að stöðva ofbeldi gegn mótmælendum. Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu hefur lýst stuðningi við mótmælendur og segir að forsetinn þurfi að víkja. Lúkasjenkó greindi hins vegar frá því í gær að hann hefði boðið rússneskum stjórnvöldum að skerast í leikinn til að tryggja stöðugleika í Hvíta-Rússlandi. Það kæmi Eiríki ekki á óvart ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti þiggur boðið. Þessi mynd af Pútín og Lúkasjenkó var tekin í heimsókn þess síðarnefnda til Rússlands í sumar.Alexei Nikolsky/Getty „Hvíta-Rússland er að einhverju leyti litli bróðir Rússlands en það er engin leið fyrir Rússland að líta fram hjá þeim atburðum sem gerast í Hvíta-Rússlandi. Þeir geta ekki látið landið bara fljóta inn í einhverja upplausn án þess að stíga þar inn í með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur. Hann segir að margt við stöðuna sem uppi er í Minsk megi færa yfir á Moskvu. Því geti atburðir sem eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi lýst Pútín upp í röngu ljósi. „Ef við sjáum fram á einhvers konar fall Lúkasjenkó, þá geta sjónir næst beinst að Pútín.“ Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Lukasjenko, þurfa að víkja úr embætti. 16. ágúst 2020 09:53 Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Forseti Hvíta Rússlands hefur veitt Rússum heimild til að kveða niður ólguna sem þar hefur geisað frá forsetakosningunum um síðustu helgi. Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. Mótmælin í Minsk í dag eru talin þau fjölmennustu í sögu Hvíta-Rússlands. Þar er þess krafist að Alexander Lúkasjenkó forseti taki staf sinn og hatt en það hyggst hann ekki gera. Heldur nýtir hann stafinn til að berja niður mótmæli af hörku. Mótmælendur segja að brögð hafi verið í tafli í forsetakosningum um liðna helgi. Útgönguspár sem stuðningsmenn mótframbjóðandans, Svetlönu Tíkanovskaju, stóðu fyrir á kjördag sýndu fram á stórsigur hennar. Tölurnar úr kjörkössunum voru hins vegar ekki í samræmi við þær niðurstöður. Lúkasjenkó forseti hafði hlotið 80 prósent atkvæða, sem Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur telur eðlilegt að efast um. „Kosningar í Hvíta-Rússlandi hafa ekki verið frjálsar á undanförnum árum, svo því sé alveg til haga haldið, og þessar kosningar voru heldur ekki frjálsar,“ segir Eiríkur. Þó yfirstandandi mótmæli gegn forsetanum séu viðamikil segir Eiríkur að andófið sé ekki nýtilkomið í 26 ára valdatíð Lúkasjenkó. „Það hafa verið andófsmenn í Hvíta-Rússlandi í gegn um alla þess tíð. Margir þeirra hafa þurft að flýja land.“ Í þeirra hópi er frambjóðandinn Tíkanovskaja sem flúði til Litháens. Þaðan hefur hún sent stuðningsmönnum sínum myndbandsyfirlýsingar og biðlað til stjórnvalda að stöðva ofbeldi gegn mótmælendum. Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu hefur lýst stuðningi við mótmælendur og segir að forsetinn þurfi að víkja. Lúkasjenkó greindi hins vegar frá því í gær að hann hefði boðið rússneskum stjórnvöldum að skerast í leikinn til að tryggja stöðugleika í Hvíta-Rússlandi. Það kæmi Eiríki ekki á óvart ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti þiggur boðið. Þessi mynd af Pútín og Lúkasjenkó var tekin í heimsókn þess síðarnefnda til Rússlands í sumar.Alexei Nikolsky/Getty „Hvíta-Rússland er að einhverju leyti litli bróðir Rússlands en það er engin leið fyrir Rússland að líta fram hjá þeim atburðum sem gerast í Hvíta-Rússlandi. Þeir geta ekki látið landið bara fljóta inn í einhverja upplausn án þess að stíga þar inn í með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur. Hann segir að margt við stöðuna sem uppi er í Minsk megi færa yfir á Moskvu. Því geti atburðir sem eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi lýst Pútín upp í röngu ljósi. „Ef við sjáum fram á einhvers konar fall Lúkasjenkó, þá geta sjónir næst beinst að Pútín.“
Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Lukasjenko, þurfa að víkja úr embætti. 16. ágúst 2020 09:53 Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Lukasjenko, þurfa að víkja úr embætti. 16. ágúst 2020 09:53
Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20