Jóhann Bjarni: „Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er“ Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2020 13:40 Jóhann Bjarni og Eyrýn Björk með börnunum við Svartafoss. „Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Þetta segir Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, í opinni færslu á Facebook. Hann greinir frá því að hann og sambýliskona hans, Eyrún Björk Jóhannsdóttir, auk tveggja barna þeirra – annað níu ára og hitt níu mánaða – hafi smitast af kórónuveirunni á dögunum. Sýni fimm ára dóttur þeirra hafi hins vegar reynst neikvætt. Í færslunni segir hann frá því fjölskyldan sé í einangrun á Austurlandi þar sem þau greindust. „Við höfum það þokkalegt og erum með frekar lítil einkenni. Eyrún var veik í nokkra daga áður en hún fór í sýnatöku á Egilsstöðum á fimmtudag og greindist með smit. Við hin fórum í skimun í kjölfarið. Ekkert okkar er með mikil einkenni. Við getum ekki annað en vonað að það haldist þannig.“ Níu mánaða dóttirin brött með lítil einkenni Jóhann Bjarni segir að kornabarnið sem greindist með kórónuveirusmit á landinu sé dóttir þeirra hjóna. „Hún er hins vegar brött, með lítil sem engin einkenni, og ætlar að sjálfsögðu að vinna bug á þessu. Við höfum ekki hugmynd um hvar eða hvernig við smituðumst. Við höfum verið á mjög löngu ferðalagi um landið, og vorum á Norðurlandi í ca. viku nokkrum dögum áður en Eyrún fékk fyrstu einkenni. Okkur grunar að við höfum smitast þar; líklega á Akureyri, Húsavík eða Mývatni. Enginn vina okkar sem við hittum á þessum stöðum er hins vegar smitaður, að því er við best vitum. Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Fimmtán í sóttkví Jóhann Bjarni segir ennfremur frá því að fimmtán manns hafi þurft að fara í sóttkví vegna tengsla við fjölskyldina dagana áður en smitið greindist. „Það er ömurlegt, en auðvitað algjörlega nauðsynlegt. Vonandi tekst með því að koma í veg fyrir að smitið dreifist áfram. Heilbrigðisyfirvöld hafa haldið mjög vel utan um okkur síðan þetta kom í ljós - bæði heilbrigðisstofnunin hér fyrir austan, covid-göngudeildin á LSH, Barnaspítalinn og smitrakningarteymið. Þetta fólk á allt mikið hrós skilið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
„Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Þetta segir Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, í opinni færslu á Facebook. Hann greinir frá því að hann og sambýliskona hans, Eyrún Björk Jóhannsdóttir, auk tveggja barna þeirra – annað níu ára og hitt níu mánaða – hafi smitast af kórónuveirunni á dögunum. Sýni fimm ára dóttur þeirra hafi hins vegar reynst neikvætt. Í færslunni segir hann frá því fjölskyldan sé í einangrun á Austurlandi þar sem þau greindust. „Við höfum það þokkalegt og erum með frekar lítil einkenni. Eyrún var veik í nokkra daga áður en hún fór í sýnatöku á Egilsstöðum á fimmtudag og greindist með smit. Við hin fórum í skimun í kjölfarið. Ekkert okkar er með mikil einkenni. Við getum ekki annað en vonað að það haldist þannig.“ Níu mánaða dóttirin brött með lítil einkenni Jóhann Bjarni segir að kornabarnið sem greindist með kórónuveirusmit á landinu sé dóttir þeirra hjóna. „Hún er hins vegar brött, með lítil sem engin einkenni, og ætlar að sjálfsögðu að vinna bug á þessu. Við höfum ekki hugmynd um hvar eða hvernig við smituðumst. Við höfum verið á mjög löngu ferðalagi um landið, og vorum á Norðurlandi í ca. viku nokkrum dögum áður en Eyrún fékk fyrstu einkenni. Okkur grunar að við höfum smitast þar; líklega á Akureyri, Húsavík eða Mývatni. Enginn vina okkar sem við hittum á þessum stöðum er hins vegar smitaður, að því er við best vitum. Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Fimmtán í sóttkví Jóhann Bjarni segir ennfremur frá því að fimmtán manns hafi þurft að fara í sóttkví vegna tengsla við fjölskyldina dagana áður en smitið greindist. „Það er ömurlegt, en auðvitað algjörlega nauðsynlegt. Vonandi tekst með því að koma í veg fyrir að smitið dreifist áfram. Heilbrigðisyfirvöld hafa haldið mjög vel utan um okkur síðan þetta kom í ljós - bæði heilbrigðisstofnunin hér fyrir austan, covid-göngudeildin á LSH, Barnaspítalinn og smitrakningarteymið. Þetta fólk á allt mikið hrós skilið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira