Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2020 21:01 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir vegna slökunar á samkomubanni á Íslandi í Safnahúsinu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. Hún segir að það hafi verið mistök af hálfu hópsins að stilla sér upp fyrir mynd sem í kjölfarið fór í mikla dreifingu á netinu. Mikið hefur verið rætt og ritað um hitting vinkvennanna og einhver telja að með athæfi sínu hafi Þórdís Kolbrún gerst brotleg við reglugerð byggða á sóttvarnalögum. Í viðtali við Ríkissjónvarpið í kvöld sagði hún mikilvægt að reglur um fjarlægðar- og samkomutakmarkanir væru skýrar, sem og markmið reglnanna. „Við vorum auðvitað mjög meðvitaðar um reglurnar og þegar við gengum inn á þennan veitingastað var ég meðvituð um að það væri tryggð tveggja metra regla í kring um okkar borð en taldi okkur heimilt að sitja saman við þetta borð. Það er í samræmi við þessa auglýsingu [auglýsingu sóttvarnalæknis] og ég held að það skipti bara máli að þetta sé skýrt. Umræðan fór auðvitað á flug um þetta mál í gær og olli misskilningi, þannig að það skiptir máli að reglurnar séu skýrar og markmiðið með þeim skýrt sömuleiðis.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag ekki telja að Þórdís og vinkvennahópurinn hefði gerst brotlegur við sóttvarnalög, þar sem auglýsing yfirvalda um sóttvarnareglur segðu ekki til um að tveir einstaklingar sem ekki deildu sama heimili þyrftu að viðhalda tveggja metra fjarlægð heldur þyrftu rekstraraðilar að tryggja að fólk gæti fengið sína tvo metra. Skilur hvernig málið kom við fólk „Ég skil vel hvernig þetta kom við fólk. Þessi myndataka af okkur saman í einum hópi, þrátt fyrir að strangt til tekið skiljist mér að það sé ekki brot á einhverjum reglum, var hún óþarfi og við hefðum ekki átt að taka hana. Mér þykir það leitt. Ég átta mig á því að ég er í framlínu og fronti og þetta er risastórt verkefni og okkur líður öllum allskonar,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún sagðist þá geta fullvissað fólk um að hún væri að gera sitt besta í þessum málum og hún muni áfram segja að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu helsta vopn þjóðarinnar í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, enda sé það hennar trú að svo sé. Ég sjálf fylgi því eftir eftir bestu getu. Aðspurð hvort fólk sem hefur hingað til haldið meira en tveggja metra fjarlægð frá öllum sem það deilir ekki heimili með sé að misskilja reglur sóttvarnayfirvalda segir Þórdís að almenna reglan kveði á um tveggja metra fjarlægð. „Eins og kemur fram í auglýsingu, almenna reglan er tveggja metra regla, við eigum að sýna fólki kurteisi og viðhalda tveggja metra reglu. Það er þá skylda rekstraraðila að fólk geti komið inn á veitingastað og viðhaldið þessari tveggja metra reglu. Að öðru leyti finnst mér þríeykið hafa svarað þessu ágætlega í dag. Eins og ég segi, ég tek þetta til mín og vanda mig en ég taldi mig að sjálfsögðu vera að fylgja reglum.“ Myndi ekki halda 100 manna fermingu Í ljósi þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi hafa rekstraraðilar sem og aðrir þurft að fresta eða aflýsa ýmsum viðburðum. Þar má nefna tónleika og skemmtanir, en einnig persónulegri viðburði eins og útskriftar- og fermingarveislur, auk jarðarfara. Þórdís Kolbrún segir stórt verkefni að finna út úr því hvernig samfélagið tekst á við faraldurinn. „Eins og áður hefur verið sagt: Þetta eru einstaklingsbundnar ákvarðanir og ég myndi sjálf ekki halda hundrað manna fermingarveislu en það er líka bara stórt verkefni að finna út úr því hvernig við gerum þetta saman. Eins og ég segi, ég átta mig á mínu hlutverki í því en veitingastaðir eru opnir og við höfum fylgst með því hvernig lögreglan meira að segja er að fara yfir það hvernig rekstur er innan þeirra. Það að hópar sitji saman, litlir, inni á veitingastað hefur að mér skilst verið samkvæmt reglunum,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti við að vinkvennahópurinn og starfsfólk veitingahússins hafi farið að öllu með gát. Saknaði vinkvenna af Skaganum Eins og fjallað hefur verið um sagðist Þórdís Kolbrún í Facebook-færslu vegna málsins hafa átt langþráðan frídag með æskuvinkonum sínum. Aðspurð hvort hún héldi ekki að öll þjóðin væri orðin langeygð eftir fríi frá veirunni sagðist hún ekki hafa meint að hún hafi þurft á frídeginum að halda sem slíkum. „Ég nefndi sérstaklega að ég hefði átt langþráðan dag með vinkonum mínum, vegna þess að þetta eru æskuvinkonur mínar sem ég hitti ekki oft, við búum í mismunandi bæjarfélögum og lifum okkar lífi. Við erum búin að fara í gegnum sumarfrí og vonandi hafa flestir átt ágæta daga en ég veit líka að við erum öll í mjög mismunandi stöðu. Það er ekki þannig að ég hafi svo ofboðslega þurft á þessu fríi að halda, heldur meira bara að ég saknaði vinkvenna minna af Skaganum,“ sagði Þórdís Kolbrún. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Mun leggja til skýrari útfærslu nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30 Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46 Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. Hún segir að það hafi verið mistök af hálfu hópsins að stilla sér upp fyrir mynd sem í kjölfarið fór í mikla dreifingu á netinu. Mikið hefur verið rætt og ritað um hitting vinkvennanna og einhver telja að með athæfi sínu hafi Þórdís Kolbrún gerst brotleg við reglugerð byggða á sóttvarnalögum. Í viðtali við Ríkissjónvarpið í kvöld sagði hún mikilvægt að reglur um fjarlægðar- og samkomutakmarkanir væru skýrar, sem og markmið reglnanna. „Við vorum auðvitað mjög meðvitaðar um reglurnar og þegar við gengum inn á þennan veitingastað var ég meðvituð um að það væri tryggð tveggja metra regla í kring um okkar borð en taldi okkur heimilt að sitja saman við þetta borð. Það er í samræmi við þessa auglýsingu [auglýsingu sóttvarnalæknis] og ég held að það skipti bara máli að þetta sé skýrt. Umræðan fór auðvitað á flug um þetta mál í gær og olli misskilningi, þannig að það skiptir máli að reglurnar séu skýrar og markmiðið með þeim skýrt sömuleiðis.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag ekki telja að Þórdís og vinkvennahópurinn hefði gerst brotlegur við sóttvarnalög, þar sem auglýsing yfirvalda um sóttvarnareglur segðu ekki til um að tveir einstaklingar sem ekki deildu sama heimili þyrftu að viðhalda tveggja metra fjarlægð heldur þyrftu rekstraraðilar að tryggja að fólk gæti fengið sína tvo metra. Skilur hvernig málið kom við fólk „Ég skil vel hvernig þetta kom við fólk. Þessi myndataka af okkur saman í einum hópi, þrátt fyrir að strangt til tekið skiljist mér að það sé ekki brot á einhverjum reglum, var hún óþarfi og við hefðum ekki átt að taka hana. Mér þykir það leitt. Ég átta mig á því að ég er í framlínu og fronti og þetta er risastórt verkefni og okkur líður öllum allskonar,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún sagðist þá geta fullvissað fólk um að hún væri að gera sitt besta í þessum málum og hún muni áfram segja að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu helsta vopn þjóðarinnar í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, enda sé það hennar trú að svo sé. Ég sjálf fylgi því eftir eftir bestu getu. Aðspurð hvort fólk sem hefur hingað til haldið meira en tveggja metra fjarlægð frá öllum sem það deilir ekki heimili með sé að misskilja reglur sóttvarnayfirvalda segir Þórdís að almenna reglan kveði á um tveggja metra fjarlægð. „Eins og kemur fram í auglýsingu, almenna reglan er tveggja metra regla, við eigum að sýna fólki kurteisi og viðhalda tveggja metra reglu. Það er þá skylda rekstraraðila að fólk geti komið inn á veitingastað og viðhaldið þessari tveggja metra reglu. Að öðru leyti finnst mér þríeykið hafa svarað þessu ágætlega í dag. Eins og ég segi, ég tek þetta til mín og vanda mig en ég taldi mig að sjálfsögðu vera að fylgja reglum.“ Myndi ekki halda 100 manna fermingu Í ljósi þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi hafa rekstraraðilar sem og aðrir þurft að fresta eða aflýsa ýmsum viðburðum. Þar má nefna tónleika og skemmtanir, en einnig persónulegri viðburði eins og útskriftar- og fermingarveislur, auk jarðarfara. Þórdís Kolbrún segir stórt verkefni að finna út úr því hvernig samfélagið tekst á við faraldurinn. „Eins og áður hefur verið sagt: Þetta eru einstaklingsbundnar ákvarðanir og ég myndi sjálf ekki halda hundrað manna fermingarveislu en það er líka bara stórt verkefni að finna út úr því hvernig við gerum þetta saman. Eins og ég segi, ég átta mig á mínu hlutverki í því en veitingastaðir eru opnir og við höfum fylgst með því hvernig lögreglan meira að segja er að fara yfir það hvernig rekstur er innan þeirra. Það að hópar sitji saman, litlir, inni á veitingastað hefur að mér skilst verið samkvæmt reglunum,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti við að vinkvennahópurinn og starfsfólk veitingahússins hafi farið að öllu með gát. Saknaði vinkvenna af Skaganum Eins og fjallað hefur verið um sagðist Þórdís Kolbrún í Facebook-færslu vegna málsins hafa átt langþráðan frídag með æskuvinkonum sínum. Aðspurð hvort hún héldi ekki að öll þjóðin væri orðin langeygð eftir fríi frá veirunni sagðist hún ekki hafa meint að hún hafi þurft á frídeginum að halda sem slíkum. „Ég nefndi sérstaklega að ég hefði átt langþráðan dag með vinkonum mínum, vegna þess að þetta eru æskuvinkonur mínar sem ég hitti ekki oft, við búum í mismunandi bæjarfélögum og lifum okkar lífi. Við erum búin að fara í gegnum sumarfrí og vonandi hafa flestir átt ágæta daga en ég veit líka að við erum öll í mjög mismunandi stöðu. Það er ekki þannig að ég hafi svo ofboðslega þurft á þessu fríi að halda, heldur meira bara að ég saknaði vinkvenna minna af Skaganum,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Mun leggja til skýrari útfærslu nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30 Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46 Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Mun leggja til skýrari útfærslu nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30
Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46
Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28