Perúsk kona hefur kært ríkið í von um að fá að enda líf sitt Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2020 22:45 Estrada og lögfræðingar hennar telja að dómsmálið gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að lögleiða líknardráp í Perú. Vísir/getty 43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. Nú er svo komið að Estrada liggur rúmföst allar sínar vökustundir og andar með hjálp öndunarvélar. Hún segir í samtali við Reuters fréttastofuna að líkami hennar sé í dag mjög veikburða og að hún vilji „deyja með reisn“ áður en hún hætti að ráða við veikindi sín. Vildi ekki taka áhættuna Estrada vill ekki fremja sjálfsvíg og segist jafnvel hafa íhugað að láta framkvæma verknaðinn ólöglega. „En það var áhætta í ljósi þess að ég get ekki látið neinn hjálpa mér að deyja. Ég get ekki beðið skyldmenni mín um að fremja glæp.“ Eins og víðast hvar telst líknardráp refsiverður glæpur í Perú og myndi hver sá sem endaði líf hennar eða aðstoðaði hana við að fremja sjálfsvíg hljóta fangelsisrefsingu. Embætti umboðsmanns almennings þar í landi rekur nú mál Estrada fyrir dómstólum. Byggja lögfræðingarnir mál sitt á því að með því að banna henni að enda eigið líf sé verið að brjóta gegn ákvæði perúsku stjórnarskrárinnar sem eigi að tryggja rétt fólks til þess að lifa með reisn. Mögulega skref í átt að lögleiðingu Estrada og lögfræðingar hennar telja að dómsmálið gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að lögleiða líknardráp í Perú. Hún segist ekki vita hvenær hún vilji enda líf sitt en að hún viti að ástand hennar eigi eftir að versna enn frekar. Raunar hafi barátta hennar fyrir því að fá að enda ævi sína á eigin forsendum fyllt hana nýjum þrótti. „Hvers vegna að deyja með reisn? Vegna þess að ég vil forðast þjáninguna. En mest af öllu vegna þess að þetta snýst um það hvernig ég lifi mínu eigin lífi, þetta er um frelsi. Mér finnst ég ekki vera frjáls núna. Ég hef ekki frelsið til þess að ráða yfir mínum eigin líkama.“ Perú Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. Nú er svo komið að Estrada liggur rúmföst allar sínar vökustundir og andar með hjálp öndunarvélar. Hún segir í samtali við Reuters fréttastofuna að líkami hennar sé í dag mjög veikburða og að hún vilji „deyja með reisn“ áður en hún hætti að ráða við veikindi sín. Vildi ekki taka áhættuna Estrada vill ekki fremja sjálfsvíg og segist jafnvel hafa íhugað að láta framkvæma verknaðinn ólöglega. „En það var áhætta í ljósi þess að ég get ekki látið neinn hjálpa mér að deyja. Ég get ekki beðið skyldmenni mín um að fremja glæp.“ Eins og víðast hvar telst líknardráp refsiverður glæpur í Perú og myndi hver sá sem endaði líf hennar eða aðstoðaði hana við að fremja sjálfsvíg hljóta fangelsisrefsingu. Embætti umboðsmanns almennings þar í landi rekur nú mál Estrada fyrir dómstólum. Byggja lögfræðingarnir mál sitt á því að með því að banna henni að enda eigið líf sé verið að brjóta gegn ákvæði perúsku stjórnarskrárinnar sem eigi að tryggja rétt fólks til þess að lifa með reisn. Mögulega skref í átt að lögleiðingu Estrada og lögfræðingar hennar telja að dómsmálið gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að lögleiða líknardráp í Perú. Hún segist ekki vita hvenær hún vilji enda líf sitt en að hún viti að ástand hennar eigi eftir að versna enn frekar. Raunar hafi barátta hennar fyrir því að fá að enda ævi sína á eigin forsendum fyllt hana nýjum þrótti. „Hvers vegna að deyja með reisn? Vegna þess að ég vil forðast þjáninguna. En mest af öllu vegna þess að þetta snýst um það hvernig ég lifi mínu eigin lífi, þetta er um frelsi. Mér finnst ég ekki vera frjáls núna. Ég hef ekki frelsið til þess að ráða yfir mínum eigin líkama.“
Perú Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira