Lögin Almyrkvi, með Dimmu, og Klukkan tifar, Með Ísold og Helgu, komust áfram á fyrri undanúrslitakvöldi Söngvakeppni Ríkisútvarpsins þar sem valið er hvaða tónlistarmenn munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision.
Fimm lög voru sungin í kvöld. Það voru lögin Ævintýri með Kid Isak, Augun Þín með Brynja Mary, Almyrkvi með Dimmu, Elta þig með Elísabet Ormslev og Klukkan tifar með Ísold og Helgu.
Seinni undanúrslitin fara fram næsta laugardag. Yfirlit yfir lögin sem keppa þá má sjá hér.
Tvö lög einnig valin næsta laugardag og munu þau fjögur lög þá komast í úrslit, auk eins lags til viðbótar sem framkvæmdastjórn keppninnar hefur möguleika á að bæta við.