Annað rútufyrirtækjanna innheimtir og greiðir vask en hitt ekki Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2020 14:30 Björn Ragnarsson hjá Kynnisferðum telur þetta óheppilegt, að hans fyrirtæki greiði virðisaukaskatt en Airport Direct ekki. Kynnisferðamenn eru afar ósáttir við að Hópbílar leggi ekki virðisaukaskatt (vsk) á flugvallaakstur og greiði til ríkissjóðs meðan þeir sjálfir hafa gert svo frá árinu 2016. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir að þeim hafi nýverið orðið þessa áskynja og eru nú með málið til rannsóknar innan sinna vébanda með það fyrir augum að senda sérstakt erindi vegna þess til Ríkisskattstjóra. Airport Direct, annað af tveimur rútufyrirtækjum í eigu Hópbíla sem er með samning við Isavia um aðstöðu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, innheimtir ekki virðisaukaskatt af fargjöldum meðan hitt fyrirtækið, Flybus (flugrútan), í eigu Kynnisferða, gerir það. Eftir því sem næst verður komist veita fyrirtækin sömu þjónustu sem er akstur með farþega milli flugstöðvarinnar og Reykjavíkur. Þó fargjöld Flybus séu hærri en hjá Airport Direct, þá fær Flybus minna í sinn hlut vegna virðisaukaskattsins sem það innheimtir og skilar í ríkissjóð. Snýst um túlkun á orðinu almenningssamgöngur Vísir hefur beint fyrirspurn til Ríkisskattstjóra vegna málsins en fékk þau svör að erindinu yrði vísað áfram innan þar innan húss en að Ríkisskattstjóri myndi ekki tjá sig um málefni einstakra fyrirtækja. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Kynnisferða en fyrirtækið hefur túlkað það sem svo að því beri að innheimta og greiða vask af þessum akstri. Björn Ragnarsson segir að það sé ekki fyrr en nýverið að þeir komust að því að helsti samkeppnisaðilinn er ekki að leggja vsk á fargjöld sín né þá heldur greiða slíkan skatt. „Já,“ segir Björn í samtali við Vísi. Við höfum metið það svo að af þessari starfsemi beri að greiða virðisaukaskatt og við höfum gert það. Ég hef tekið eftir því að Airport Direct er ekki að innheimta virðisaukaskatt.“ Björn útskýrir að það sé vissulega heimild til staðar í lögum um virðisaukaskatt að almenningssamgöngur séu undanþegnar honum. Þetta snýst þá um túlkun á hvað séu almenningssamgöngur; flutningur á láði, legi og lofti, eftir ákveðnum fyrir fram gefinni áætlun. „Strætó á landsbyggð er ekki í vsk, innanlandsflug ekki og skiptar skoðanir eru um hvort flugvallaflutningar falli undir það,“ segir Björn til dæmis. Hafa greitt hundruð milljóna í vsk „Við höfum metið það svo að þetta bæri okkur að gera. Þegar og eftir að Hópferðabílar fóru inn í virðisaukaskattskerfið 2016, en fyrir þann tíma var akstur hópferðabíla undanþeginn eins og leigubílar sem eru ekki í vsk kerfinu. En, eftir 2016 fórum við inn í vsk kerfið og höfum verið með allan okkar rekstur inni í því kerfi, sem snýr að rútuakstri.“ Björn segir öðru máli gegna um undirverktaka svo sem þeirra sem sinna strætó-akstri sem eru hreinar og klárar almenningssamgöngur. En, rútuferðir frá flugvellinum ekki. Airport Direct innheimtir og greiðir ekki vsk-skatt og getur því boðið lægri fargjöld frá Leifsstöð en þó borið meira úr býtum en samkeppnisaðilinn.visir/egill „Við höfum metið það svo að það falli ekki undir lög um virðisaukaskatt meðal annars af því að um er að ræða samkeppnisakstur; fleiri en einn aðili starfa á þeim markaði.“ Aðspurður hversu mikið fyrirtækið hefur greitt á þessu tímabili í virðisaukaskatt til ríkissjóðs, þá hefur Björn það ekki á takteinum. Um er að ræða einhverjar hundruð milljóna. „En auðvitað verður að horfa til þess að þegar þú innheimtir ekki vsk þá máttu ekki nýta þér innskatt á móti. Ef þeir eru að gera þetta rétt mega þeir ekki innskatta þvott, bensín og annan rekstrarkostnað. Þú verður að velja annað hvort. En þetta eru einhverjar nokkur hundruð milljónir brúttó, vaskur af starfseminni en svo höfum við hef nýtt innskatt móti rekstrarkostnaði.“ Eru að rannsaka málið En, hafa þeir hjá Kynnisferðum fengið eitthvað álit á því hvort þeim beri að greiða þennan skatt eða hvort fyrir liggi einhverjar leiðbeiningar þar um frá Ríkisskattstjóra? „Nei. Það er ekki langt síðan við vissum af þessu með Airport Direct, en við erum að skoða þetta með okkar endurskoðendum og lögfræðingum, hvort þetta standist sem þeir eru að gera og hvort þetta falli utan virðisaukaskattkerfisins. Eða hvort við erum að gera rétt. Við erum að skoða þetta með okkar skattasérfræðingum. Svo getur vel verið að við leitum álits hjá Ríkisskattstjóra, ef eitthvað er ekki á hreinu hvernig þetta á að vera. Við leggjum uppúr því að gera þetta rétt. Og hafa eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Björn. En, málið er nú til vinnslu innan fyrirtækisins. Samkeppnin í ferðaþjónustunni fer harðnandi. Við Leifsstöð eru tvö rútufyrirtæki með aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum beint út úr flugsstöðinni.visir/egill Fargjöldin eru að einhverju leyti breytileg, og fara til dæmis eftir því hvort keypt er á netinu eða ekki. En, um það bil lítur dæmið þannig út að fargjald aðra leið með Airport Direct kostar 3.000 kr. og enginn vsk er inni í því. Fargjald aðra leið með Flybus kostar 3.299 krónur. Þar af er vsk 654 kr (11 prósent vsk) og fær Flybus því í sinn hlut 2.645 kr. eða 355 kr. minna en Airport Direct. Um nákvæmlega sömu þjónustuna er að ræða, akstur milli samgöngumiðstöðva rútufyrirtækjanna og flugstöðvarinnar. Ójöfn samkeppni Það hlýtur að vera súrt að horfa til þessa í samkeppnisrekstri? „Já, óheppilegt að þessir aðilar sem eru að keppa séu ekki að starfa í sama umhverfi varðandi virðisaukaskatt,“ segir Björn. Hann telur vert að þeir sem eru í samkeppni sitji við sama borð. Airport Direct er í eigu Hópbíla, sem eru í eigu Horns 3, sem er fjárfestingasjóður í stýringu Landsbréfa, en Landsbréf eru í eigu ríkisbankans Landsbankans. Aðaleigendur Horns 3 eru lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og fagfjárfestar. Kynnisferðir eru að 65 prósentum í eigu Alfa hf., félags sem heldur utan um hlut svokallaðra Engeyinga og viðskiptafélaga þeirra en 35 prósent eru í eigu fagfjárfestingasjóðsins Stefnis. Kynnisferðir og Hópbílar sömdu við Isavia um aðstöðu fyrir farþegaflutninga við komuhlið FLE eftir útboð á þjónustunni. Fyrirtækin hófu starfsemi eftir þessum nýju samningum 1. mars 2018. Kynnisferðir sömdu um að greiða Isavia 41,2 prósent af seldum farmiðum frá flugstöðinni og Hópbílar sömdu um að greiða 33 prósent. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Kynnisferðamenn eru afar ósáttir við að Hópbílar leggi ekki virðisaukaskatt (vsk) á flugvallaakstur og greiði til ríkissjóðs meðan þeir sjálfir hafa gert svo frá árinu 2016. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir að þeim hafi nýverið orðið þessa áskynja og eru nú með málið til rannsóknar innan sinna vébanda með það fyrir augum að senda sérstakt erindi vegna þess til Ríkisskattstjóra. Airport Direct, annað af tveimur rútufyrirtækjum í eigu Hópbíla sem er með samning við Isavia um aðstöðu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, innheimtir ekki virðisaukaskatt af fargjöldum meðan hitt fyrirtækið, Flybus (flugrútan), í eigu Kynnisferða, gerir það. Eftir því sem næst verður komist veita fyrirtækin sömu þjónustu sem er akstur með farþega milli flugstöðvarinnar og Reykjavíkur. Þó fargjöld Flybus séu hærri en hjá Airport Direct, þá fær Flybus minna í sinn hlut vegna virðisaukaskattsins sem það innheimtir og skilar í ríkissjóð. Snýst um túlkun á orðinu almenningssamgöngur Vísir hefur beint fyrirspurn til Ríkisskattstjóra vegna málsins en fékk þau svör að erindinu yrði vísað áfram innan þar innan húss en að Ríkisskattstjóri myndi ekki tjá sig um málefni einstakra fyrirtækja. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Kynnisferða en fyrirtækið hefur túlkað það sem svo að því beri að innheimta og greiða vask af þessum akstri. Björn Ragnarsson segir að það sé ekki fyrr en nýverið að þeir komust að því að helsti samkeppnisaðilinn er ekki að leggja vsk á fargjöld sín né þá heldur greiða slíkan skatt. „Já,“ segir Björn í samtali við Vísi. Við höfum metið það svo að af þessari starfsemi beri að greiða virðisaukaskatt og við höfum gert það. Ég hef tekið eftir því að Airport Direct er ekki að innheimta virðisaukaskatt.“ Björn útskýrir að það sé vissulega heimild til staðar í lögum um virðisaukaskatt að almenningssamgöngur séu undanþegnar honum. Þetta snýst þá um túlkun á hvað séu almenningssamgöngur; flutningur á láði, legi og lofti, eftir ákveðnum fyrir fram gefinni áætlun. „Strætó á landsbyggð er ekki í vsk, innanlandsflug ekki og skiptar skoðanir eru um hvort flugvallaflutningar falli undir það,“ segir Björn til dæmis. Hafa greitt hundruð milljóna í vsk „Við höfum metið það svo að þetta bæri okkur að gera. Þegar og eftir að Hópferðabílar fóru inn í virðisaukaskattskerfið 2016, en fyrir þann tíma var akstur hópferðabíla undanþeginn eins og leigubílar sem eru ekki í vsk kerfinu. En, eftir 2016 fórum við inn í vsk kerfið og höfum verið með allan okkar rekstur inni í því kerfi, sem snýr að rútuakstri.“ Björn segir öðru máli gegna um undirverktaka svo sem þeirra sem sinna strætó-akstri sem eru hreinar og klárar almenningssamgöngur. En, rútuferðir frá flugvellinum ekki. Airport Direct innheimtir og greiðir ekki vsk-skatt og getur því boðið lægri fargjöld frá Leifsstöð en þó borið meira úr býtum en samkeppnisaðilinn.visir/egill „Við höfum metið það svo að það falli ekki undir lög um virðisaukaskatt meðal annars af því að um er að ræða samkeppnisakstur; fleiri en einn aðili starfa á þeim markaði.“ Aðspurður hversu mikið fyrirtækið hefur greitt á þessu tímabili í virðisaukaskatt til ríkissjóðs, þá hefur Björn það ekki á takteinum. Um er að ræða einhverjar hundruð milljóna. „En auðvitað verður að horfa til þess að þegar þú innheimtir ekki vsk þá máttu ekki nýta þér innskatt á móti. Ef þeir eru að gera þetta rétt mega þeir ekki innskatta þvott, bensín og annan rekstrarkostnað. Þú verður að velja annað hvort. En þetta eru einhverjar nokkur hundruð milljónir brúttó, vaskur af starfseminni en svo höfum við hef nýtt innskatt móti rekstrarkostnaði.“ Eru að rannsaka málið En, hafa þeir hjá Kynnisferðum fengið eitthvað álit á því hvort þeim beri að greiða þennan skatt eða hvort fyrir liggi einhverjar leiðbeiningar þar um frá Ríkisskattstjóra? „Nei. Það er ekki langt síðan við vissum af þessu með Airport Direct, en við erum að skoða þetta með okkar endurskoðendum og lögfræðingum, hvort þetta standist sem þeir eru að gera og hvort þetta falli utan virðisaukaskattkerfisins. Eða hvort við erum að gera rétt. Við erum að skoða þetta með okkar skattasérfræðingum. Svo getur vel verið að við leitum álits hjá Ríkisskattstjóra, ef eitthvað er ekki á hreinu hvernig þetta á að vera. Við leggjum uppúr því að gera þetta rétt. Og hafa eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Björn. En, málið er nú til vinnslu innan fyrirtækisins. Samkeppnin í ferðaþjónustunni fer harðnandi. Við Leifsstöð eru tvö rútufyrirtæki með aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum beint út úr flugsstöðinni.visir/egill Fargjöldin eru að einhverju leyti breytileg, og fara til dæmis eftir því hvort keypt er á netinu eða ekki. En, um það bil lítur dæmið þannig út að fargjald aðra leið með Airport Direct kostar 3.000 kr. og enginn vsk er inni í því. Fargjald aðra leið með Flybus kostar 3.299 krónur. Þar af er vsk 654 kr (11 prósent vsk) og fær Flybus því í sinn hlut 2.645 kr. eða 355 kr. minna en Airport Direct. Um nákvæmlega sömu þjónustuna er að ræða, akstur milli samgöngumiðstöðva rútufyrirtækjanna og flugstöðvarinnar. Ójöfn samkeppni Það hlýtur að vera súrt að horfa til þessa í samkeppnisrekstri? „Já, óheppilegt að þessir aðilar sem eru að keppa séu ekki að starfa í sama umhverfi varðandi virðisaukaskatt,“ segir Björn. Hann telur vert að þeir sem eru í samkeppni sitji við sama borð. Airport Direct er í eigu Hópbíla, sem eru í eigu Horns 3, sem er fjárfestingasjóður í stýringu Landsbréfa, en Landsbréf eru í eigu ríkisbankans Landsbankans. Aðaleigendur Horns 3 eru lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og fagfjárfestar. Kynnisferðir eru að 65 prósentum í eigu Alfa hf., félags sem heldur utan um hlut svokallaðra Engeyinga og viðskiptafélaga þeirra en 35 prósent eru í eigu fagfjárfestingasjóðsins Stefnis. Kynnisferðir og Hópbílar sömdu við Isavia um aðstöðu fyrir farþegaflutninga við komuhlið FLE eftir útboð á þjónustunni. Fyrirtækin hófu starfsemi eftir þessum nýju samningum 1. mars 2018. Kynnisferðir sömdu um að greiða Isavia 41,2 prósent af seldum farmiðum frá flugstöðinni og Hópbílar sömdu um að greiða 33 prósent.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira