Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 07:19 Læknirinn Li Wenliang varaði við veirunni í desember. Weibo Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. Li Wenliang var 34 ára gamall augnlæknir á sjúkrahúsi í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín. Hann sendi öðrum læknum viðvörun vegna útbreiðslu kórónuveirunnar 30. desember. Ráðlagði hann læknunum að klæðast hlífðarklæðum til að forðast smit. Sjá einnig: Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Lögreglumenn höfðu í kjölfarið afskipti af Li og skipuðu honum að hætta því. Li var látinn skrifar undir bréf þar sem hann var sakaður um að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Yfirvöld báðu Li síðar afsökunar. Skömmu síðar smitaðist Li af veirunni. Hann greindist loks með hana 30. janúar, veiktist alvarlega og lést í gær. „Ég skil ekki“ Kínverjar minnast nú Li í færslum á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á miðlinum í gær og notendur kröfðu margir kínversk yfirvöld um frekari afsökunarbeiðni vegna málsins og sökuðu embættismenn um þöggunartilburði. Þá var einnig töluvert um það að fólk birti myndir af sér með skurðgrímur fyrir vitunum í minningu Li. Á skurðgrímurnar hafði gjarnan verið ritað: „Ég skil ekki“ eða „Við munum aldrei gleyma“. Notendur notuðu jafnframt margir tækifærið til að berjast fyrir auknu tjáningarfrelsi í Kína en færslur þess efnis hlutu ekki náð fyrir augum lögreglu og voru fjarlægðar, að því er segir í frétt Guardian um málið. Tvær helstu stofnanir spillingarlögreglu í Kína brugðust báðar við málinu með sameiginlegri yfirlýsingu á vefsíðum sínum í gær. Yfirlýsingin var stutt; í henni kom einungis fram að fulltrúar stofnananna yrðu sendir til Wuhan til að rannsaka þau „vandamál sem almenningur hefði vakið máls á varðandi Li Wenliang, lækni“. Yfirvöld í Kína hafa áður viðurkennt alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni. Þá hefur ítrekað verið greint frá óánægju Kínverja í garð stjórnvalda og þau sökuð um að gera lítið úr alvarleika faraldursins. Þá eru embættismenn sagðir hafa jafnvel gengið svo langt að þagga niður fréttir af veirunni, nú síðast í kringum andlát læknisins. Wuhan-veiran breiðist hratt út. Alls eru nú 636 látnir af völdum hennar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. Li Wenliang var 34 ára gamall augnlæknir á sjúkrahúsi í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín. Hann sendi öðrum læknum viðvörun vegna útbreiðslu kórónuveirunnar 30. desember. Ráðlagði hann læknunum að klæðast hlífðarklæðum til að forðast smit. Sjá einnig: Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Lögreglumenn höfðu í kjölfarið afskipti af Li og skipuðu honum að hætta því. Li var látinn skrifar undir bréf þar sem hann var sakaður um að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Yfirvöld báðu Li síðar afsökunar. Skömmu síðar smitaðist Li af veirunni. Hann greindist loks með hana 30. janúar, veiktist alvarlega og lést í gær. „Ég skil ekki“ Kínverjar minnast nú Li í færslum á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á miðlinum í gær og notendur kröfðu margir kínversk yfirvöld um frekari afsökunarbeiðni vegna málsins og sökuðu embættismenn um þöggunartilburði. Þá var einnig töluvert um það að fólk birti myndir af sér með skurðgrímur fyrir vitunum í minningu Li. Á skurðgrímurnar hafði gjarnan verið ritað: „Ég skil ekki“ eða „Við munum aldrei gleyma“. Notendur notuðu jafnframt margir tækifærið til að berjast fyrir auknu tjáningarfrelsi í Kína en færslur þess efnis hlutu ekki náð fyrir augum lögreglu og voru fjarlægðar, að því er segir í frétt Guardian um málið. Tvær helstu stofnanir spillingarlögreglu í Kína brugðust báðar við málinu með sameiginlegri yfirlýsingu á vefsíðum sínum í gær. Yfirlýsingin var stutt; í henni kom einungis fram að fulltrúar stofnananna yrðu sendir til Wuhan til að rannsaka þau „vandamál sem almenningur hefði vakið máls á varðandi Li Wenliang, lækni“. Yfirvöld í Kína hafa áður viðurkennt alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni. Þá hefur ítrekað verið greint frá óánægju Kínverja í garð stjórnvalda og þau sökuð um að gera lítið úr alvarleika faraldursins. Þá eru embættismenn sagðir hafa jafnvel gengið svo langt að þagga niður fréttir af veirunni, nú síðast í kringum andlát læknisins. Wuhan-veiran breiðist hratt út. Alls eru nú 636 látnir af völdum hennar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28
Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent