Farþegar lýsa aðstæðum um borð í tyrknesku vélinni: „Það voru hróp og öskur“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2020 20:00 Rannsókn á aðdrögum slyssins stendur enn yfir. Vísir/AP Þrír eru nú látnir og 180 taldir slasaðir eftir flugslysið í Tyrklandi í gær þar sem farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Síðast var greint frá því í gærkvöldi að 157 væru taldir slasaðir eftir slysið sem átti sér stað á Sabiha Gokcen flugvellinum í Istanbúl. 183 voru um borð í vélinni frá tólf löndum. Tyrknesk yfirvöld segja að hinir látnu séu allir tyrkneskir ríkisborgarar. Farþegar þotunnar, sem var að gerð Boeing 737, lýsa því hvernig þeim fannst vélin lækka flug sitt með óvenjumiklum hraða sem hafi leitt til ofsahræðslu um borð. Mikil rigning og vindasamt var á flugvellinum við lendingu og rann flugvélin um fimmtíu til sextíu metra áður en hún lenti í þrjátíu metra djúpum skurði, að sögn yfirvalda. „Á þessum hraða held ég að hún hafi ekki náð að stöðva. Þetta gerðist allt á tveimur til þremur sekúndum,“ sagði Engin Demir, einn þeirra slösuðu, í samtali við AP-fréttastofuna. Hann segist um tíma hafa verið fastur undir braki sem féll á hann úr farangurshólfi vélarinnar. „Það voru hróp og öskur. Ég reyndi að róa fólkið í kringum mig niður. Hjálp barst fljótlega,“ bætti Demir við. Alper Kulu, annar farþegi vélarinnar, greindi frá því að vélin hafi sveiflast til og frá á flugbrautinni eftir lendingu áður en hún lenti í djúpum skurðinum. „Það voru hróp og ofsahræðsla. Allir voru að kalla eftir aðstoð. Ég heyrði tilkynnt um það að vélin gæti sprungið.“ Kulu var fljótur að koma sér úr vélinni þrátt fyrir að vera handleggsbrotinn og klifraði upp úr skurðinum af ótta við að vélin myndi springa. Slysið átti sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi. Fréttir af flugi Tyrkland Tengdar fréttir 120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39 Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. 5. febrúar 2020 21:02 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Þrír eru nú látnir og 180 taldir slasaðir eftir flugslysið í Tyrklandi í gær þar sem farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Síðast var greint frá því í gærkvöldi að 157 væru taldir slasaðir eftir slysið sem átti sér stað á Sabiha Gokcen flugvellinum í Istanbúl. 183 voru um borð í vélinni frá tólf löndum. Tyrknesk yfirvöld segja að hinir látnu séu allir tyrkneskir ríkisborgarar. Farþegar þotunnar, sem var að gerð Boeing 737, lýsa því hvernig þeim fannst vélin lækka flug sitt með óvenjumiklum hraða sem hafi leitt til ofsahræðslu um borð. Mikil rigning og vindasamt var á flugvellinum við lendingu og rann flugvélin um fimmtíu til sextíu metra áður en hún lenti í þrjátíu metra djúpum skurði, að sögn yfirvalda. „Á þessum hraða held ég að hún hafi ekki náð að stöðva. Þetta gerðist allt á tveimur til þremur sekúndum,“ sagði Engin Demir, einn þeirra slösuðu, í samtali við AP-fréttastofuna. Hann segist um tíma hafa verið fastur undir braki sem féll á hann úr farangurshólfi vélarinnar. „Það voru hróp og öskur. Ég reyndi að róa fólkið í kringum mig niður. Hjálp barst fljótlega,“ bætti Demir við. Alper Kulu, annar farþegi vélarinnar, greindi frá því að vélin hafi sveiflast til og frá á flugbrautinni eftir lendingu áður en hún lenti í djúpum skurðinum. „Það voru hróp og ofsahræðsla. Allir voru að kalla eftir aðstoð. Ég heyrði tilkynnt um það að vélin gæti sprungið.“ Kulu var fljótur að koma sér úr vélinni þrátt fyrir að vera handleggsbrotinn og klifraði upp úr skurðinum af ótta við að vélin myndi springa. Slysið átti sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi.
Fréttir af flugi Tyrkland Tengdar fréttir 120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39 Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. 5. febrúar 2020 21:02 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39
Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. 5. febrúar 2020 21:02