Demókratar íhuga að stefna Bolton til að bera vitni Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 15:46 Bolton vildi ekki bera vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar en skaut skyndilega upp kollinum þegar réttarhöldin yfir Trump stóðu sem hæst. Vísir/EPA Líklegt er að demókratar sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings stefni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump forseta, til að bera vitni og haldi áfram rannsókn á forsetanum eftir að hann verður sýknaður af kæru um embættisbrot í öldungadeild þingsins. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump af kæru um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins og bindi enda á réttarhöldin yfir forsetanum þegar í dag. Engin ný vitni voru kölluð til og engin ný gögn voru lögð fram við réttarhöldin. Atkvæðagreiðsla um sekt eða sýknu er á dagskránni um klukkan 21:00 að íslenskum tíma, að sögn Washington Post. Sýkna öldungadeildarinnar virðist þó ekki ætla að marka endalok rannsóknarinnar á meintum embættisbrotum Trump í tengslum við þrýsting hans á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, segir að demókratar muni „líklega“ stefna Bolton til að bera vitni og halda frekari rannsóknum áfram. „Mér finnst það líklegt, já,“ sagði Nadler við fréttamann CNN-fréttastöðvarinnar í dag. Breaking: House Judiciary Chairman Jerry Nadler says House Democrats will “likely” subpoena John Bolton and continue with more investigations after today. “I think it's likely yes,” he told @mkraju.— Jim Sciutto (@jimsciutto) February 5, 2020 Bolton, sem hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump í fússi í september, neitaði að bera vitni sjálfviljugur í rannsókn fulltrúadeildarinnar. Demókratar kusu að stefna honum ekki til að bera vitni til þess að draga rannsóknina ekki á langinn á meðan beðið væri niðurstöðu dómstóla um hvort Bolton væri skylt að verða við henni. Á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stóð í öldungadeildinni sagðist Bolton skyndilega tilbúinn að bera vitni. New York Times hafði þá greint frá fullyrðingum Bolton um að Trump hafi sjálfur skilyrt hundruð milljóna hernaðaraðstoð til Úkraínu við að þarlend stjórnvöld féllust á rannsóknir sem hefðu gagnast forsetanum pólitískt. Fullyrðingarnar komu fram í handriti að bók sem Bolton skrifaði og Hvíta húsið hafði fengið til umsagnar. Embættismenn sem báru vitni í réttarhöldunum lýstu þrýstingsherferð Trump og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns forsetans, gegn úkraínskum stjórnvöldum sem miðaði að því að fá þau til að tilkynna um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum í haust. Enginn þeirra gat þó borið afdráttarlaust vitni um að Trump hefði persónulega staðið að herferðinni þó að það hafi verið skilningur þeirra. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31. janúar 2020 23:55 Trump að öllum líkindum sýknaður á miðvikudag Allar líkur eru á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði sýknaður af ákærum um embættisbrot í öldungadeild bandaríska þingsins, eftir að republikanar felldu tillögu demókrata um að vitni yrðu kölluð til yfirheyrslu vegna málsins í gærkvöldi. 1. febrúar 2020 21:08 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Líklegt er að demókratar sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings stefni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump forseta, til að bera vitni og haldi áfram rannsókn á forsetanum eftir að hann verður sýknaður af kæru um embættisbrot í öldungadeild þingsins. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump af kæru um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins og bindi enda á réttarhöldin yfir forsetanum þegar í dag. Engin ný vitni voru kölluð til og engin ný gögn voru lögð fram við réttarhöldin. Atkvæðagreiðsla um sekt eða sýknu er á dagskránni um klukkan 21:00 að íslenskum tíma, að sögn Washington Post. Sýkna öldungadeildarinnar virðist þó ekki ætla að marka endalok rannsóknarinnar á meintum embættisbrotum Trump í tengslum við þrýsting hans á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, segir að demókratar muni „líklega“ stefna Bolton til að bera vitni og halda frekari rannsóknum áfram. „Mér finnst það líklegt, já,“ sagði Nadler við fréttamann CNN-fréttastöðvarinnar í dag. Breaking: House Judiciary Chairman Jerry Nadler says House Democrats will “likely” subpoena John Bolton and continue with more investigations after today. “I think it's likely yes,” he told @mkraju.— Jim Sciutto (@jimsciutto) February 5, 2020 Bolton, sem hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump í fússi í september, neitaði að bera vitni sjálfviljugur í rannsókn fulltrúadeildarinnar. Demókratar kusu að stefna honum ekki til að bera vitni til þess að draga rannsóknina ekki á langinn á meðan beðið væri niðurstöðu dómstóla um hvort Bolton væri skylt að verða við henni. Á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stóð í öldungadeildinni sagðist Bolton skyndilega tilbúinn að bera vitni. New York Times hafði þá greint frá fullyrðingum Bolton um að Trump hafi sjálfur skilyrt hundruð milljóna hernaðaraðstoð til Úkraínu við að þarlend stjórnvöld féllust á rannsóknir sem hefðu gagnast forsetanum pólitískt. Fullyrðingarnar komu fram í handriti að bók sem Bolton skrifaði og Hvíta húsið hafði fengið til umsagnar. Embættismenn sem báru vitni í réttarhöldunum lýstu þrýstingsherferð Trump og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns forsetans, gegn úkraínskum stjórnvöldum sem miðaði að því að fá þau til að tilkynna um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum í haust. Enginn þeirra gat þó borið afdráttarlaust vitni um að Trump hefði persónulega staðið að herferðinni þó að það hafi verið skilningur þeirra.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31. janúar 2020 23:55 Trump að öllum líkindum sýknaður á miðvikudag Allar líkur eru á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði sýknaður af ákærum um embættisbrot í öldungadeild bandaríska þingsins, eftir að republikanar felldu tillögu demókrata um að vitni yrðu kölluð til yfirheyrslu vegna málsins í gærkvöldi. 1. febrúar 2020 21:08 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48
Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31. janúar 2020 23:55
Trump að öllum líkindum sýknaður á miðvikudag Allar líkur eru á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði sýknaður af ákærum um embættisbrot í öldungadeild bandaríska þingsins, eftir að republikanar felldu tillögu demókrata um að vitni yrðu kölluð til yfirheyrslu vegna málsins í gærkvöldi. 1. febrúar 2020 21:08