Ætla að tvöfalda fæðingarorlof finnskra feðra Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 12:31 Frá fundi finnsku ríkisstjórnarinnar. Vísir/EPA Ríkisstjórn Finnlands kynnti í dag áform um að nærri því tvöfalda fæðingarorlof feðra og gera það jafnlagt og mæðra. Með breytingunni fá finnskir foreldrar nærri því sjö mánuði hvort í fæðingarorlof sem þeir geta dreift að hluta til á milli sín. Aino-Kaisa Pekonen, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Finnlands, sagði að markmið breytinganna væri að auka jafnrétti kynjanna og að reyna að hressa upp á hnignandi fæðingartíðni í landinu. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar sem var kynnt í gær kom fram að fæðingartíðnin í Finnlandi, Íslandi og Noregi væri í sögulegu lágmarki. Fram að þessu hafa finnskir foreldrar átt rétt á samtals um tólf og hálfum mánuði af tengjutengdu fæðingarorlofi. Mæður hafa átt rétt á 4,2 mánuðum í orlof en feður 2,2. Saman hafa foreldrar haft möguleikann á að ráðstafa um sex mánuðum til viðbótar. Með breytingunni verður heildartími fæðingarorlofs foreldra um fjórtán mánuðir, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Hægt verður að færa 69 daga, um helmingi fæðingarorlofs annars foreldrisins, á milli foreldra og þá fá barnshafandi konur rétt á fæðingarorlofi allt að mánuði fyrir settan dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Einstæðir foreldrar fá rétt á að nýta fæðingarorlof beggja. Nýfæddum börnum fækkaði um fimmtung frá 2010 til 2018. Pekonen vísaði til þess að fæðingartíðni hefði aukist í Svíþjóð og á Íslandi eftir að feður fengu aukna möguleika á fæðingarorlofi. Aðeins 10% finnskra feðra nýttu sér rétt til fæðingarorlofs eftir að þeir fengu hann fyrst árið 2003 en hlutfallið jókst upp í tæpan þriðjung eftir að orlofsrétturinn var lengdur tíu árum síðar. Núverandi ríkisstjórn Finnlands sem tók við völdum í desember er skipuð fimm stjórnmálaflokkunum sem eru allir undir forystu kvenna. Fjórar þeirra eru yngri en 35 ára gamlar. Fyrri ríkisstjórn mið- og hægriflokka féll frá umbótum á fæðingarorlofi vegna kostnaðar við þær. Nýju breytingarnar eiga að taka gildi ekki síðar en á næsta ári. Áætlaður kostnaður við þær er metinn um hundrað milljónir evra, jafnvirði um 13,8 milljarða íslenskra króna. Finnland Fæðingarorlof Tengdar fréttir Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Innflytjendur tryggðu endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem glímdu annars við fólksfækkun samkvæmt nýrri norrænni skýrslu. 4. febrúar 2020 11:15 Finnska þingið samþykkti Sönnu Marin Meirihluti finnskra þingmanna greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að Sanna Marin verði nýr forsætisráðherra Finnlands. 10. desember 2019 13:15 Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Ríkisstjórn Finnlands kynnti í dag áform um að nærri því tvöfalda fæðingarorlof feðra og gera það jafnlagt og mæðra. Með breytingunni fá finnskir foreldrar nærri því sjö mánuði hvort í fæðingarorlof sem þeir geta dreift að hluta til á milli sín. Aino-Kaisa Pekonen, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Finnlands, sagði að markmið breytinganna væri að auka jafnrétti kynjanna og að reyna að hressa upp á hnignandi fæðingartíðni í landinu. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar sem var kynnt í gær kom fram að fæðingartíðnin í Finnlandi, Íslandi og Noregi væri í sögulegu lágmarki. Fram að þessu hafa finnskir foreldrar átt rétt á samtals um tólf og hálfum mánuði af tengjutengdu fæðingarorlofi. Mæður hafa átt rétt á 4,2 mánuðum í orlof en feður 2,2. Saman hafa foreldrar haft möguleikann á að ráðstafa um sex mánuðum til viðbótar. Með breytingunni verður heildartími fæðingarorlofs foreldra um fjórtán mánuðir, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Hægt verður að færa 69 daga, um helmingi fæðingarorlofs annars foreldrisins, á milli foreldra og þá fá barnshafandi konur rétt á fæðingarorlofi allt að mánuði fyrir settan dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Einstæðir foreldrar fá rétt á að nýta fæðingarorlof beggja. Nýfæddum börnum fækkaði um fimmtung frá 2010 til 2018. Pekonen vísaði til þess að fæðingartíðni hefði aukist í Svíþjóð og á Íslandi eftir að feður fengu aukna möguleika á fæðingarorlofi. Aðeins 10% finnskra feðra nýttu sér rétt til fæðingarorlofs eftir að þeir fengu hann fyrst árið 2003 en hlutfallið jókst upp í tæpan þriðjung eftir að orlofsrétturinn var lengdur tíu árum síðar. Núverandi ríkisstjórn Finnlands sem tók við völdum í desember er skipuð fimm stjórnmálaflokkunum sem eru allir undir forystu kvenna. Fjórar þeirra eru yngri en 35 ára gamlar. Fyrri ríkisstjórn mið- og hægriflokka féll frá umbótum á fæðingarorlofi vegna kostnaðar við þær. Nýju breytingarnar eiga að taka gildi ekki síðar en á næsta ári. Áætlaður kostnaður við þær er metinn um hundrað milljónir evra, jafnvirði um 13,8 milljarða íslenskra króna.
Finnland Fæðingarorlof Tengdar fréttir Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Innflytjendur tryggðu endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem glímdu annars við fólksfækkun samkvæmt nýrri norrænni skýrslu. 4. febrúar 2020 11:15 Finnska þingið samþykkti Sönnu Marin Meirihluti finnskra þingmanna greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að Sanna Marin verði nýr forsætisráðherra Finnlands. 10. desember 2019 13:15 Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Innflytjendur tryggðu endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem glímdu annars við fólksfækkun samkvæmt nýrri norrænni skýrslu. 4. febrúar 2020 11:15
Finnska þingið samþykkti Sönnu Marin Meirihluti finnskra þingmanna greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að Sanna Marin verði nýr forsætisráðherra Finnlands. 10. desember 2019 13:15
Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48