Náði einstökum myndum af baráttu hafarna um silung við Mývatn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 22:00 Á þessari mynd sem Gísli tók sést vel barátta arnanna um bráðina. Gísli Rafn Jónsson Gísli Rafn Jónsson, Mývetningur og bílstjóri, sem búsettur er á bænum Arnarnesi í Vogum við Mývatn náði einstökum myndum um hádegisbil í dag af tveimur haförnum sem hafa gert sig heimakomna við vatnið undanfarnar vikur. Hús Gísla stendur við þann hluta vatnsins þar sem ís leggur ekki yfir veturinn. Endur og álftir halda sig því þar um vetrartímann auk þess sem þar eru hrygningarstöðvar urriðans. Það er því grunnt á silunginn og annar örninn nýtti sér það í dag þegar hann náði að veiða einn upp úr vatninu. Þegar hann var kominn með bráðina í klærnar vildi hins vegar hinn haförninn sem var með í för fá sér fisk líka og freistaði því þess að ná silungnum af þeim sem veiddi. Silungurinn í klóm arnarins.gísli rafn jónsson Afar sjaldgæf sjón við vatnið Gísli myndaði baráttu arnanna um bráðina en sá sem veiddi náði að halda fisknum. Hann segir það hafa verið einstakt að verða vitni að baráttunni um silunginn en aðspurður hvort að hafernir séu algeng sjón við Mývatn svarar Gísli því neitandi. „Nei, það er nefnilega málið að þetta er afskaplega sjaldgæft. Það hefur svo sem gerst á undanförnum árum að það hafa slæðst svona einn og einn fugl, eins og gerist, eins og einhverjir flækingar, sem eru smástund en fara svo. En nú eru þessir tveir gaukar búnir að vera hér meira og minna síðan einhvern tímann fyrir jól,“ segir Gísli. Hann kveðst síðast hafa séð annan örninn fyrir þremur til fjórum dögum. Þá hafi örninn verið við veiðar en hálfpartinn í felum svo engin náðist myndin. Ernirnir voru ekki nema um 50 til 60 metra frá Gísla sem tók myndirnar frá húsinu sínu sem stendur um 40 metra frá vatninu.gísli rafn jónsson Um 50 til 60 frá örnunum Í dag hafi hins vegar hitt svo vel á að Gísli var akkúrat að koma heim í hádeginu þegar hann tók eftir örnunum úti á vatninu. „Þannig að ég hljóp inn, sótti myndavélina mína og rauk hér út á pallinn. Ég tek þetta bara frá húsinu mínu.“ Hús Gísla stendur um 40 metra frá vatninu svo ernirnir voru ansi nálægt honum, ekki nema um 50 til 60 metra. Hafernirnir sjást hér fyrir miðri mynd sem þústir á ísnum en endurnar fljúga fyrir ofan þá. Gísli segir endurnar venjulega ekki fljúga mikið á þessum árstíma en þegar ernirnir koma tvístrast þær um allt.gísli rafn jónsson Endurnar tvístrast um allt þegar ernirnir mæta Gísli segist hafa smá áhyggjur af því ef hafernirnir fari að gera sig heimakomna við vatnið til lengri tíma og þá aðallega vegna andanna sem eru við vatnið og andarunganna sem koma í vor. Hann segir að endurnar á vatninu séu venjulega ekki að fljúga á þessum árstíma en þegar ernirnir láti sjá sig tvístrist þær um allt, út og suður. „Þannig að ég held að þetta sé ekki alveg nógu gott sko. Ég vil nú frekar hafa endurnar heldur en hafernina. Af því að þetta er nú þekktasti andastaður í allri veröldinni, Mývatn er nú þannig, þannig að við vonum nú eiginlega að þeir fari nú að pakka saman,“ segir Gísli. Gísli deildi myndunum á Facebook-síðu sinni í dag og má sjá þær allar í færslunni hér fyrir neðan. Dýr Skútustaðahreppur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Gísli Rafn Jónsson, Mývetningur og bílstjóri, sem búsettur er á bænum Arnarnesi í Vogum við Mývatn náði einstökum myndum um hádegisbil í dag af tveimur haförnum sem hafa gert sig heimakomna við vatnið undanfarnar vikur. Hús Gísla stendur við þann hluta vatnsins þar sem ís leggur ekki yfir veturinn. Endur og álftir halda sig því þar um vetrartímann auk þess sem þar eru hrygningarstöðvar urriðans. Það er því grunnt á silunginn og annar örninn nýtti sér það í dag þegar hann náði að veiða einn upp úr vatninu. Þegar hann var kominn með bráðina í klærnar vildi hins vegar hinn haförninn sem var með í för fá sér fisk líka og freistaði því þess að ná silungnum af þeim sem veiddi. Silungurinn í klóm arnarins.gísli rafn jónsson Afar sjaldgæf sjón við vatnið Gísli myndaði baráttu arnanna um bráðina en sá sem veiddi náði að halda fisknum. Hann segir það hafa verið einstakt að verða vitni að baráttunni um silunginn en aðspurður hvort að hafernir séu algeng sjón við Mývatn svarar Gísli því neitandi. „Nei, það er nefnilega málið að þetta er afskaplega sjaldgæft. Það hefur svo sem gerst á undanförnum árum að það hafa slæðst svona einn og einn fugl, eins og gerist, eins og einhverjir flækingar, sem eru smástund en fara svo. En nú eru þessir tveir gaukar búnir að vera hér meira og minna síðan einhvern tímann fyrir jól,“ segir Gísli. Hann kveðst síðast hafa séð annan örninn fyrir þremur til fjórum dögum. Þá hafi örninn verið við veiðar en hálfpartinn í felum svo engin náðist myndin. Ernirnir voru ekki nema um 50 til 60 metra frá Gísla sem tók myndirnar frá húsinu sínu sem stendur um 40 metra frá vatninu.gísli rafn jónsson Um 50 til 60 frá örnunum Í dag hafi hins vegar hitt svo vel á að Gísli var akkúrat að koma heim í hádeginu þegar hann tók eftir örnunum úti á vatninu. „Þannig að ég hljóp inn, sótti myndavélina mína og rauk hér út á pallinn. Ég tek þetta bara frá húsinu mínu.“ Hús Gísla stendur um 40 metra frá vatninu svo ernirnir voru ansi nálægt honum, ekki nema um 50 til 60 metra. Hafernirnir sjást hér fyrir miðri mynd sem þústir á ísnum en endurnar fljúga fyrir ofan þá. Gísli segir endurnar venjulega ekki fljúga mikið á þessum árstíma en þegar ernirnir koma tvístrast þær um allt.gísli rafn jónsson Endurnar tvístrast um allt þegar ernirnir mæta Gísli segist hafa smá áhyggjur af því ef hafernirnir fari að gera sig heimakomna við vatnið til lengri tíma og þá aðallega vegna andanna sem eru við vatnið og andarunganna sem koma í vor. Hann segir að endurnar á vatninu séu venjulega ekki að fljúga á þessum árstíma en þegar ernirnir láti sjá sig tvístrist þær um allt, út og suður. „Þannig að ég held að þetta sé ekki alveg nógu gott sko. Ég vil nú frekar hafa endurnar heldur en hafernina. Af því að þetta er nú þekktasti andastaður í allri veröldinni, Mývatn er nú þannig, þannig að við vonum nú eiginlega að þeir fari nú að pakka saman,“ segir Gísli. Gísli deildi myndunum á Facebook-síðu sinni í dag og má sjá þær allar í færslunni hér fyrir neðan.
Dýr Skútustaðahreppur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira