Nýr leikmaður Bayern ökklabraut eina af stjörnum liðsins á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 20:45 Álvaro Odriozola kom til Bayern München í síðasta mánuði. Getty/Alex Grimm Alvaro Odriozola er nýkominn til þýska stórliðsins Bayern München en virðist hafa verið aðeins of kappsamur á æfingu liðsins í dag. Þýska blaðið Bild greindi frá því að Alvaro Odriozola hafi ökklabrotið Króatann Ivan Perisic á æfingu liðsins í dag. Ivan Perisic verður frá í að minnsta kosti einn mánuð vegna meiðslanna. Hansi Flick, sem tók tímabundið við liði Bayern München, staðfesti meiðsli leikmannsins á Twitter-síðu Bayern. ℹ️ Hansi #Flick: "Ivan's ankle has to be screwed together. It will take around four weeks for the injury to heal, then he'll begin recovery training."https://t.co/qnA5e8KgQW#ComeBackStronger— FC Bayern English (@FCBayernEN) February 4, 2020 Meiðslin voru að sjálfsögðu slys því Alvaro Odriozola ætlaði aldrei að meiða liðsfélaga sinn. „Við héldum fyrst að þetta væri ekki svo slæmt en svo kom brotið í ljós þegar ökklinn var skoðaður betur,“ sagði Hansi Flick. „Svona hlutir gerast í fótboltanum en auðvitað hefðum við viljað sjá þetta fara öðruvísi,“ sagði Flick. Bayern fékk Alvaro Odriozola á láni frá Real Madrid en hann hafði aðeins spilað fjóra deildarleiki með Real á leiktíðinni. January 22: Alvaro Odriozola joins Bayern Munich February 4: Odriozola fractures Ivan Perisic's ankle in training, reports Bildpic.twitter.com/94iVTBooy4— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 Alvaro Odriozola er 24 ára gamall hægri bakvörður sem kom til Real Madrid frá Real Sociedad árið 2018. Hann hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Spán og skoraði eitt mark. Ivan Perisic er 31 árs gamall og er með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í fimmtán leikjum með Bayern München í þýsku deildinni á þessu tímabili. Það eru líka góðar fréttir af leikmannamálum Bayern því Serge Gnabry hefur náð sér að fullu og það styttist í endurkomu Kingsley Coman. Bayern München er komið aftur í efsta sæti þýsku deildarinnar eftir sex sigurleiki í röð en liðið var í 5. sæti fyrir sex umferðum síðan. Liðið mætir Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fyrri leikurinn er í London 25. febrúar. Þýski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Alvaro Odriozola er nýkominn til þýska stórliðsins Bayern München en virðist hafa verið aðeins of kappsamur á æfingu liðsins í dag. Þýska blaðið Bild greindi frá því að Alvaro Odriozola hafi ökklabrotið Króatann Ivan Perisic á æfingu liðsins í dag. Ivan Perisic verður frá í að minnsta kosti einn mánuð vegna meiðslanna. Hansi Flick, sem tók tímabundið við liði Bayern München, staðfesti meiðsli leikmannsins á Twitter-síðu Bayern. ℹ️ Hansi #Flick: "Ivan's ankle has to be screwed together. It will take around four weeks for the injury to heal, then he'll begin recovery training."https://t.co/qnA5e8KgQW#ComeBackStronger— FC Bayern English (@FCBayernEN) February 4, 2020 Meiðslin voru að sjálfsögðu slys því Alvaro Odriozola ætlaði aldrei að meiða liðsfélaga sinn. „Við héldum fyrst að þetta væri ekki svo slæmt en svo kom brotið í ljós þegar ökklinn var skoðaður betur,“ sagði Hansi Flick. „Svona hlutir gerast í fótboltanum en auðvitað hefðum við viljað sjá þetta fara öðruvísi,“ sagði Flick. Bayern fékk Alvaro Odriozola á láni frá Real Madrid en hann hafði aðeins spilað fjóra deildarleiki með Real á leiktíðinni. January 22: Alvaro Odriozola joins Bayern Munich February 4: Odriozola fractures Ivan Perisic's ankle in training, reports Bildpic.twitter.com/94iVTBooy4— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 Alvaro Odriozola er 24 ára gamall hægri bakvörður sem kom til Real Madrid frá Real Sociedad árið 2018. Hann hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Spán og skoraði eitt mark. Ivan Perisic er 31 árs gamall og er með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í fimmtán leikjum með Bayern München í þýsku deildinni á þessu tímabili. Það eru líka góðar fréttir af leikmannamálum Bayern því Serge Gnabry hefur náð sér að fullu og það styttist í endurkomu Kingsley Coman. Bayern München er komið aftur í efsta sæti þýsku deildarinnar eftir sex sigurleiki í röð en liðið var í 5. sæti fyrir sex umferðum síðan. Liðið mætir Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fyrri leikurinn er í London 25. febrúar.
Þýski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira