Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 06:32 Vörður stendur vaktina við Sjúkrahús Margrétar prinsessu í Hong Kong, þar sem 39 ára karlmaður lést af völdum Wuhan-veirunnar. Vísir/EPA Stjórnvöld í Hong Kong hafa staðfest fyrsta andlátið í sjálfsstjórnarhéraðinu af völdum Wuhan-kórónaveirunnar. Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá kínverskum heilbrigðisyfirvöldum. Tvö andlát vegna veirunnar hafa nú verið skráð utan meginlands Kína. Um helgina lést karlmaður á Filippseyjum og í nótt greindu fjölmiðlar í Hong Kong frá andláti 39 ára karlmanns. Maðurinn var með undirliggjandi, langvinnan sjúkdóm og dvaldi í tvo daga í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín, í janúar. Hann greindist með veiruna 31. janúar og var á þeim tímapunkti þrettánda staðfesta tilfellið í Hong Kong. Alls hafa fimmtán greinst með veiruna í sjálfsstjórnarhéraðinu og yfir 150 tilfelli eru staðfest utan Kína. Mikil ólga er meðal heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað að fullu til að hefta útbreiðslu veirunnar og tryggja öryggi stéttarinnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans lögðu niður störf í gær vegna þessa og verkföll héldu áfram í dag. Yfirvöld í Hong Kong hafa að hluta gengið að kröfum stéttarinnar. Öllum nema tveimur leiðum inn í Hong Kong frá Kína á láði og legi hefur nú verið lokað. Þá hefur þjónusta á sjúkrahúsum verið skert í gær og í dag vegna verkfallanna. Forsætisnefnd Kína viðurkenndi í gærkvöldi alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni, sem talin er eiga upptök sín á markaði í Wuhan. Yfirvöld tilkynntu í gær að hrint yrði af stað átaki í viðleitni til að loka slíkum mörkuðum, sem víða eru starfræktir ólöglega í Kína. Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kína sakar Bandaríkin um að ala á ótta Kínversk yfirvöld saka Bandaríkin um að valda ofsahræðslu vegna viðbragða bandarískra yfirvalda við kórónaveirunni. Bandaríkin lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar á föstudaginn. 3. febrúar 2020 16:30 Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17 Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02 Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 3. febrúar 2020 06:42 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Stjórnvöld í Hong Kong hafa staðfest fyrsta andlátið í sjálfsstjórnarhéraðinu af völdum Wuhan-kórónaveirunnar. Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá kínverskum heilbrigðisyfirvöldum. Tvö andlát vegna veirunnar hafa nú verið skráð utan meginlands Kína. Um helgina lést karlmaður á Filippseyjum og í nótt greindu fjölmiðlar í Hong Kong frá andláti 39 ára karlmanns. Maðurinn var með undirliggjandi, langvinnan sjúkdóm og dvaldi í tvo daga í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín, í janúar. Hann greindist með veiruna 31. janúar og var á þeim tímapunkti þrettánda staðfesta tilfellið í Hong Kong. Alls hafa fimmtán greinst með veiruna í sjálfsstjórnarhéraðinu og yfir 150 tilfelli eru staðfest utan Kína. Mikil ólga er meðal heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað að fullu til að hefta útbreiðslu veirunnar og tryggja öryggi stéttarinnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans lögðu niður störf í gær vegna þessa og verkföll héldu áfram í dag. Yfirvöld í Hong Kong hafa að hluta gengið að kröfum stéttarinnar. Öllum nema tveimur leiðum inn í Hong Kong frá Kína á láði og legi hefur nú verið lokað. Þá hefur þjónusta á sjúkrahúsum verið skert í gær og í dag vegna verkfallanna. Forsætisnefnd Kína viðurkenndi í gærkvöldi alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni, sem talin er eiga upptök sín á markaði í Wuhan. Yfirvöld tilkynntu í gær að hrint yrði af stað átaki í viðleitni til að loka slíkum mörkuðum, sem víða eru starfræktir ólöglega í Kína.
Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kína sakar Bandaríkin um að ala á ótta Kínversk yfirvöld saka Bandaríkin um að valda ofsahræðslu vegna viðbragða bandarískra yfirvalda við kórónaveirunni. Bandaríkin lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar á föstudaginn. 3. febrúar 2020 16:30 Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17 Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02 Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 3. febrúar 2020 06:42 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Kína sakar Bandaríkin um að ala á ótta Kínversk yfirvöld saka Bandaríkin um að valda ofsahræðslu vegna viðbragða bandarískra yfirvalda við kórónaveirunni. Bandaríkin lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar á föstudaginn. 3. febrúar 2020 16:30
Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17
Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02
Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 3. febrúar 2020 06:42
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent