Vísar því á bug að vera „eyland í eigin flokki“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 17:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar beindu margir hverjir fyrirspurn sinni til dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þar sem útlendingamál voru ofarlega á baugi. Ráðherra kynnti í gær breytingar sem fela í sér að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. Þar af leiðandi var pakistanska drengnum Muhammed og foreldrum hans ekki vísað úr landi í gær líkt og til stóð.Sjá einnig:Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, byrjaði á því að hrósa ráðherra fyrir að bregðast við. Skrefið sem tekið var í gær hafi verið mikilvægt. Þó þurfi að gera enn betur að mati Þorgerðar og benti hún á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi vel farið með stjórn í dómsmálaráðuneytinu sem útlendingamálin heyra undir. Þá kvaðst hún óttast það að Áslaug Arna væri „eyland að vissu leyti í sínum flokki hvað þessi mál varðar,“ líkt og Þorgerður orðaði það. „Ég vil láta hana vita að hún á stuðning Viðreisnar í því að breyta lögunum í þá veru að þau verði einmitt mennskari og mannúðlegri,“ sagði Þorgerður. Áslaug Arna vísaði þeim vangaveltum Þorgerðar alfarið á bug. „Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu af því að það var hæstvirtur dómsmálaráðherra, þá innanríkisráðherra Hanna Birna, sem leiddi þá vinnu að skipa hér þverpólitískri þingmannanefnd sem hæstvirtur fyrrverandi ráðherra, Ólöf Nordal, tók við og kláraði þessi lög sem við vinnum eftir í dag,“ sagði Áslaug. „Það var mikilvæg skref í málefnum útlendinga og ég sé ekki betur en að það hafi verið skýr stefna Sjálfstæðisflokksins og þeirra ráðherra að koma þessum málum þannig að þau séu rædd af yfirvegun og af þeim móð að ná öllum saman í þessum viðkvæma málaflokki,“ sagði Áslaug enn fremur. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sótti einnig hart að dómsmálaráðherra og spurði meðal annars Áslaug Arna hygðist falla frá frumvarpi sem boðað var í tíð forvera hennar í embætti, Sigríðar Á. Andersen. „Fyrirrennari ráðherra lagði fram frumvarp sem skerðir frekar réttindi og kjör þeirra sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd. Ég spyr því ráðherra: Mun hún setja það frumvarp til hliðar og veita þingmannanefndinni umboð til að bæta stöðuna eða á þingmannanefndin kannski að taka viðmið af því frumvarpi sem gerir endurupptöku mála erfiðari?“ spurði Logi. Hann ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu þar sem honum þótti Áslaug Arna koma sér undan því að svara. „Það frumvarp sem háttvirtur þingmaður vísar til var til umfjöllunar í þverpólitísku þingmannanefndinni fyrr í haust til þess að fá umræðu um það og ábendingar ef einhverjar væru. Það frumvarp lýtur að miklu leyti til að hraða málsmeðferð, sér í lagi í verndarmálum,“ svaraði Áslaug meðal annars í síðara svari. „Það eru þessi verndarmál, þar sem aðili hefur fengið vernd annars staðar. Við erum ekki að senda til dæmis fólk, eins og háttvirtur þingmaður nefndi, til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglunnar því hætt er við 2010,“ sagði Áslaug. Sagði hún kerfið það vel upp byggt að hægt væri að leggja einstaklingsbundið mat á hvert og eitt mál. „Það gerist ekki sjálfkrafa og það hefur oft gerst í tilviki þess sem fólk hefur hlotið vernd annars staðar, að það hljóti samt efnismeðferð á Íslandi af því að það fari fram einstaklingsbundið mat og þannig viljum við að kerfið okkar virki,“ sagði Áslaug Arna. Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar beindu margir hverjir fyrirspurn sinni til dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þar sem útlendingamál voru ofarlega á baugi. Ráðherra kynnti í gær breytingar sem fela í sér að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. Þar af leiðandi var pakistanska drengnum Muhammed og foreldrum hans ekki vísað úr landi í gær líkt og til stóð.Sjá einnig:Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, byrjaði á því að hrósa ráðherra fyrir að bregðast við. Skrefið sem tekið var í gær hafi verið mikilvægt. Þó þurfi að gera enn betur að mati Þorgerðar og benti hún á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi vel farið með stjórn í dómsmálaráðuneytinu sem útlendingamálin heyra undir. Þá kvaðst hún óttast það að Áslaug Arna væri „eyland að vissu leyti í sínum flokki hvað þessi mál varðar,“ líkt og Þorgerður orðaði það. „Ég vil láta hana vita að hún á stuðning Viðreisnar í því að breyta lögunum í þá veru að þau verði einmitt mennskari og mannúðlegri,“ sagði Þorgerður. Áslaug Arna vísaði þeim vangaveltum Þorgerðar alfarið á bug. „Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu af því að það var hæstvirtur dómsmálaráðherra, þá innanríkisráðherra Hanna Birna, sem leiddi þá vinnu að skipa hér þverpólitískri þingmannanefnd sem hæstvirtur fyrrverandi ráðherra, Ólöf Nordal, tók við og kláraði þessi lög sem við vinnum eftir í dag,“ sagði Áslaug. „Það var mikilvæg skref í málefnum útlendinga og ég sé ekki betur en að það hafi verið skýr stefna Sjálfstæðisflokksins og þeirra ráðherra að koma þessum málum þannig að þau séu rædd af yfirvegun og af þeim móð að ná öllum saman í þessum viðkvæma málaflokki,“ sagði Áslaug enn fremur. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sótti einnig hart að dómsmálaráðherra og spurði meðal annars Áslaug Arna hygðist falla frá frumvarpi sem boðað var í tíð forvera hennar í embætti, Sigríðar Á. Andersen. „Fyrirrennari ráðherra lagði fram frumvarp sem skerðir frekar réttindi og kjör þeirra sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd. Ég spyr því ráðherra: Mun hún setja það frumvarp til hliðar og veita þingmannanefndinni umboð til að bæta stöðuna eða á þingmannanefndin kannski að taka viðmið af því frumvarpi sem gerir endurupptöku mála erfiðari?“ spurði Logi. Hann ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu þar sem honum þótti Áslaug Arna koma sér undan því að svara. „Það frumvarp sem háttvirtur þingmaður vísar til var til umfjöllunar í þverpólitísku þingmannanefndinni fyrr í haust til þess að fá umræðu um það og ábendingar ef einhverjar væru. Það frumvarp lýtur að miklu leyti til að hraða málsmeðferð, sér í lagi í verndarmálum,“ svaraði Áslaug meðal annars í síðara svari. „Það eru þessi verndarmál, þar sem aðili hefur fengið vernd annars staðar. Við erum ekki að senda til dæmis fólk, eins og háttvirtur þingmaður nefndi, til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglunnar því hætt er við 2010,“ sagði Áslaug. Sagði hún kerfið það vel upp byggt að hægt væri að leggja einstaklingsbundið mat á hvert og eitt mál. „Það gerist ekki sjálfkrafa og það hefur oft gerst í tilviki þess sem fólk hefur hlotið vernd annars staðar, að það hljóti samt efnismeðferð á Íslandi af því að það fari fram einstaklingsbundið mat og þannig viljum við að kerfið okkar virki,“ sagði Áslaug Arna.
Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira