Segir ekki þingmanni sæmandi að saka heila atvinnugrein um glæpastarfsemi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 20:00 Félag atvinnurekenda segir þingmann Sjálfstæðisflokksins bera heila atvinnugrein þungum og órökstuddum sökum með því að segja blómaheildsala stunda misnotkun og smygl. Ásakanirnar séu þingmanninum ekki til sóma og réttast væri að hann bæðist afsökunar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti færslu á Facebook síðu sinni í vikunni þar sem hann segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Kallaði hann eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist undrandi yfir þessum ummælum Haraldar.Sjá einnig: Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum „Ég get ekki útilokað að það hafi verið farið á svig við reglur í einhverjum tilvikum, en að bera það í rauninni á alla atvinnugreinina án þess að nefna rök eða dæmi er býsna bratt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Blómaverslun í landinu hafi árum saman kvartað undan háum tollum sem oft leggist á tegundir sem séu ekki einu sinni ræktaðar á Íslandi að sögn Ólafs. „Við í samstarfi við 25 fyrirtæki í blómaverslun skrifuðum fjármálaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu bréf, fórum fram á endurskoðun, fórum á fund, þar eru þessi mál rædd fram og aftur. Þessu er vel tekið,“ segir Ólafur. Það erindi eigi ekkert skylt við meinta brotastarfsemi en Haraldur segir í færslu sinni að hann telji eðlilegt að upplýsa um slíkt áður en ráðist verði í breytingar á starfsskilyrðum blómaframleiðenda. Ólafur tekur þó undir að rétt sé að rannsaka það ef uppi er grunur um brot á lögum og reglum. „Það er bara eins og í öðru. Ef það er ekki farið eftir lögum landsins þá á að upplýsa það og beita þeim refsingum sem við eiga. En að halda því fram að heil atvinnugrein stundi glæpastarfsemi, það er bara ekki sæmandi þingmanni. Það er svo einfalt mál,“ segir Ólafur. Alþingi Landbúnaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Félag atvinnurekenda segir þingmann Sjálfstæðisflokksins bera heila atvinnugrein þungum og órökstuddum sökum með því að segja blómaheildsala stunda misnotkun og smygl. Ásakanirnar séu þingmanninum ekki til sóma og réttast væri að hann bæðist afsökunar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti færslu á Facebook síðu sinni í vikunni þar sem hann segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Kallaði hann eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist undrandi yfir þessum ummælum Haraldar.Sjá einnig: Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum „Ég get ekki útilokað að það hafi verið farið á svig við reglur í einhverjum tilvikum, en að bera það í rauninni á alla atvinnugreinina án þess að nefna rök eða dæmi er býsna bratt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Blómaverslun í landinu hafi árum saman kvartað undan háum tollum sem oft leggist á tegundir sem séu ekki einu sinni ræktaðar á Íslandi að sögn Ólafs. „Við í samstarfi við 25 fyrirtæki í blómaverslun skrifuðum fjármálaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu bréf, fórum fram á endurskoðun, fórum á fund, þar eru þessi mál rædd fram og aftur. Þessu er vel tekið,“ segir Ólafur. Það erindi eigi ekkert skylt við meinta brotastarfsemi en Haraldur segir í færslu sinni að hann telji eðlilegt að upplýsa um slíkt áður en ráðist verði í breytingar á starfsskilyrðum blómaframleiðenda. Ólafur tekur þó undir að rétt sé að rannsaka það ef uppi er grunur um brot á lögum og reglum. „Það er bara eins og í öðru. Ef það er ekki farið eftir lögum landsins þá á að upplýsa það og beita þeim refsingum sem við eiga. En að halda því fram að heil atvinnugrein stundi glæpastarfsemi, það er bara ekki sæmandi þingmanni. Það er svo einfalt mál,“ segir Ólafur.
Alþingi Landbúnaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira