Segir ekki þingmanni sæmandi að saka heila atvinnugrein um glæpastarfsemi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 20:00 Félag atvinnurekenda segir þingmann Sjálfstæðisflokksins bera heila atvinnugrein þungum og órökstuddum sökum með því að segja blómaheildsala stunda misnotkun og smygl. Ásakanirnar séu þingmanninum ekki til sóma og réttast væri að hann bæðist afsökunar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti færslu á Facebook síðu sinni í vikunni þar sem hann segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Kallaði hann eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist undrandi yfir þessum ummælum Haraldar.Sjá einnig: Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum „Ég get ekki útilokað að það hafi verið farið á svig við reglur í einhverjum tilvikum, en að bera það í rauninni á alla atvinnugreinina án þess að nefna rök eða dæmi er býsna bratt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Blómaverslun í landinu hafi árum saman kvartað undan háum tollum sem oft leggist á tegundir sem séu ekki einu sinni ræktaðar á Íslandi að sögn Ólafs. „Við í samstarfi við 25 fyrirtæki í blómaverslun skrifuðum fjármálaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu bréf, fórum fram á endurskoðun, fórum á fund, þar eru þessi mál rædd fram og aftur. Þessu er vel tekið,“ segir Ólafur. Það erindi eigi ekkert skylt við meinta brotastarfsemi en Haraldur segir í færslu sinni að hann telji eðlilegt að upplýsa um slíkt áður en ráðist verði í breytingar á starfsskilyrðum blómaframleiðenda. Ólafur tekur þó undir að rétt sé að rannsaka það ef uppi er grunur um brot á lögum og reglum. „Það er bara eins og í öðru. Ef það er ekki farið eftir lögum landsins þá á að upplýsa það og beita þeim refsingum sem við eiga. En að halda því fram að heil atvinnugrein stundi glæpastarfsemi, það er bara ekki sæmandi þingmanni. Það er svo einfalt mál,“ segir Ólafur. Alþingi Landbúnaður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Félag atvinnurekenda segir þingmann Sjálfstæðisflokksins bera heila atvinnugrein þungum og órökstuddum sökum með því að segja blómaheildsala stunda misnotkun og smygl. Ásakanirnar séu þingmanninum ekki til sóma og réttast væri að hann bæðist afsökunar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti færslu á Facebook síðu sinni í vikunni þar sem hann segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Kallaði hann eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist undrandi yfir þessum ummælum Haraldar.Sjá einnig: Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum „Ég get ekki útilokað að það hafi verið farið á svig við reglur í einhverjum tilvikum, en að bera það í rauninni á alla atvinnugreinina án þess að nefna rök eða dæmi er býsna bratt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Blómaverslun í landinu hafi árum saman kvartað undan háum tollum sem oft leggist á tegundir sem séu ekki einu sinni ræktaðar á Íslandi að sögn Ólafs. „Við í samstarfi við 25 fyrirtæki í blómaverslun skrifuðum fjármálaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu bréf, fórum fram á endurskoðun, fórum á fund, þar eru þessi mál rædd fram og aftur. Þessu er vel tekið,“ segir Ólafur. Það erindi eigi ekkert skylt við meinta brotastarfsemi en Haraldur segir í færslu sinni að hann telji eðlilegt að upplýsa um slíkt áður en ráðist verði í breytingar á starfsskilyrðum blómaframleiðenda. Ólafur tekur þó undir að rétt sé að rannsaka það ef uppi er grunur um brot á lögum og reglum. „Það er bara eins og í öðru. Ef það er ekki farið eftir lögum landsins þá á að upplýsa það og beita þeim refsingum sem við eiga. En að halda því fram að heil atvinnugrein stundi glæpastarfsemi, það er bara ekki sæmandi þingmanni. Það er svo einfalt mál,“ segir Ólafur.
Alþingi Landbúnaður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira