Håland getur ekki hætt að skora | Alfreð lagði upp sigurmark Augsburg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. febrúar 2020 16:30 Erling Braut Håland og Jadon Sancho fóru mikinn að venju í liði Dortmund í dag. Vísir/Getty Bayern München tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar, um stundar sakir allavega, með öruggum 3-1 útisigri á Mainz 05 í dag. Þá heldur Erling Braut Håland áfram að raða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund en liðið vann 4-0 sigur á Union Berlín á heimavelli sínum. Að lokum vann Augsburg góðan 2-1 sigur á Werder Bremen þar sem Alfreð Finnbogason lagði upp sigurmark leiksins á 82. mínútu. Bayern München heimsótti Mainz 05 á Opel völlinn og gerði út um leikinn á fyrstu 26 mínútum leiksins. Á 8. mínútu leiksins skoraði markavélin frá Póllandi, Robert Lewandowski, og aðeins sex mínútum síðar tvöfaldaði Thomas Müller forystu gestanna. Thiago bætti svo við þriðja markinu þegar aðeins 26 mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir það gáfu Bæjarar aðeins eftir og Jeremiah St Juste minnkaði muninn í blálok fyrri hálfleiks. Ekkert var skorað í þeim síðari og lokatölur því 3-1 fyrir Bayern München sem fer í toppsæti deildarinnar. RB Leipzig geta endurheimt toppsætið takist þeim að landa sigri á Borussia Mönchengladbach í leik sem hefst klukkan 17:30. Borussia Dortmund vann einkar öruggan 5-0 sigur á Union Berlín í dag. Jadon Sancho kom heimamönnum í Dortmund yfir á 13. mínútu og fimm mínútum síðar hafði norska undrabarnið, Erling Braut Håland, tvöfaldað forystuna. Á þeim tímapunkti hafði Håland alls sex mörk fyrir Dortmund á aðeins 77 mínútum, og það í sjö skotum.Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari bættu Dortmund við þremur mörgum. Marco Reus skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Axel Witsel. Það var svo títtnefndur Håland sem skoraði fimmta og síðasta markið. Lokatölur 5-0 og Dortmund komið upp í 3. sæti deildarinnar með 38 stig þegar 20 umferðum er lokið. Augsburg lenti undir gegn Werder Bremen á 23. mínútu er Tin Jedvaj varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan var þannig allt fram á 67. mínútu leiksins er Florian Niederlechner jafnaði metin á 67. mínútu. Það var svo á 82. mínútu sem Alfreð lagði knöttinn snyrtilega á Ruben Vargas sem skoraði og staðan orðin 2-1. Þar við sat en með sigri dagsins fer Augsburg upp í 9. sætið með 26 stig.Önnur úrslitFortuna Dusseldorf 1-1 Eintracht Frankfurt Hoffenheim 2-1 Bayer Leverkusen Þýski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjá meira
Bayern München tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar, um stundar sakir allavega, með öruggum 3-1 útisigri á Mainz 05 í dag. Þá heldur Erling Braut Håland áfram að raða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund en liðið vann 4-0 sigur á Union Berlín á heimavelli sínum. Að lokum vann Augsburg góðan 2-1 sigur á Werder Bremen þar sem Alfreð Finnbogason lagði upp sigurmark leiksins á 82. mínútu. Bayern München heimsótti Mainz 05 á Opel völlinn og gerði út um leikinn á fyrstu 26 mínútum leiksins. Á 8. mínútu leiksins skoraði markavélin frá Póllandi, Robert Lewandowski, og aðeins sex mínútum síðar tvöfaldaði Thomas Müller forystu gestanna. Thiago bætti svo við þriðja markinu þegar aðeins 26 mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir það gáfu Bæjarar aðeins eftir og Jeremiah St Juste minnkaði muninn í blálok fyrri hálfleiks. Ekkert var skorað í þeim síðari og lokatölur því 3-1 fyrir Bayern München sem fer í toppsæti deildarinnar. RB Leipzig geta endurheimt toppsætið takist þeim að landa sigri á Borussia Mönchengladbach í leik sem hefst klukkan 17:30. Borussia Dortmund vann einkar öruggan 5-0 sigur á Union Berlín í dag. Jadon Sancho kom heimamönnum í Dortmund yfir á 13. mínútu og fimm mínútum síðar hafði norska undrabarnið, Erling Braut Håland, tvöfaldað forystuna. Á þeim tímapunkti hafði Håland alls sex mörk fyrir Dortmund á aðeins 77 mínútum, og það í sjö skotum.Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari bættu Dortmund við þremur mörgum. Marco Reus skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Axel Witsel. Það var svo títtnefndur Håland sem skoraði fimmta og síðasta markið. Lokatölur 5-0 og Dortmund komið upp í 3. sæti deildarinnar með 38 stig þegar 20 umferðum er lokið. Augsburg lenti undir gegn Werder Bremen á 23. mínútu er Tin Jedvaj varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan var þannig allt fram á 67. mínútu leiksins er Florian Niederlechner jafnaði metin á 67. mínútu. Það var svo á 82. mínútu sem Alfreð lagði knöttinn snyrtilega á Ruben Vargas sem skoraði og staðan orðin 2-1. Þar við sat en með sigri dagsins fer Augsburg upp í 9. sætið með 26 stig.Önnur úrslitFortuna Dusseldorf 1-1 Eintracht Frankfurt Hoffenheim 2-1 Bayer Leverkusen
Þýski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjá meira