Sportpakkinn: Mercedes í sérflokki enn eina ferðina Arnar Björnsson skrifar 19. febrúar 2020 22:30 Fyrsta æfing fyrir Ástralíukappaksturinn í formúlunni var í Barcelona í dag. Þar fengu ökuþórarnir að reyna vélfákana sem nota á keppnistíðinni. Fyrsti kappaksturinn verður í Ástralíu 15. mars og keppnistíðinni lýkur í Abu Dhabi 29. nóvember, þá verður 21. umferðin. Þegar er búið að blása af kappakurinn í Kína sem fyrirhugaður var um miðjan apríl. Keppnin í ár verður sú 71. í röðinni. Núna hefur æfingadögunum verið fækkað niður í 6 og því skiptir máli að nýta þá vel. Einn þeirra sem ekki gat æft í dag var Sebastian Vettel, hann var veikur. Liðsfélagi hans hjá Ferrari Charles Leclerc náði sjöunda besta tíma á æfingunni í dag. Miðað við æfinguna í dag eru Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Valteri Bottas í sérflokki. Heimsmeistarinn Hamilton náði bestum tíma í dag, varð 0,337 sekúndum á undan félaga sínum Bottas. Mexikóinn, Sergio Perez, náði þriðja besta tímanum. Perez varð í tíunda sæti á síðustu keppnistíð þar sem hann endaði tvisvar í sjötta sæti. Hann ekur fyrir Racing Point-liðið. Max Verstappen á Red Bull náði fjórða besta tímanum á æfingunum í dag. Hann endaði í fjórða sæti á síðustu keppnistíð, varð 48 stigum á eftir Bottas í keppni um heimsmeistaratitilinn. Í næstu sætum komu Daniil Kvyat (Alpha Tauri), Carlos Sainz (McLaren) og Renault ökumennirnir Daniel Ricciardo og Esteban Ocon sem náðu sjöunda og áttunda besta tímanum í dag. Æfingar halda áfram í Barcelona til 21. febrúar. Formúla Sportpakkinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fyrsta æfing fyrir Ástralíukappaksturinn í formúlunni var í Barcelona í dag. Þar fengu ökuþórarnir að reyna vélfákana sem nota á keppnistíðinni. Fyrsti kappaksturinn verður í Ástralíu 15. mars og keppnistíðinni lýkur í Abu Dhabi 29. nóvember, þá verður 21. umferðin. Þegar er búið að blása af kappakurinn í Kína sem fyrirhugaður var um miðjan apríl. Keppnin í ár verður sú 71. í röðinni. Núna hefur æfingadögunum verið fækkað niður í 6 og því skiptir máli að nýta þá vel. Einn þeirra sem ekki gat æft í dag var Sebastian Vettel, hann var veikur. Liðsfélagi hans hjá Ferrari Charles Leclerc náði sjöunda besta tíma á æfingunni í dag. Miðað við æfinguna í dag eru Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Valteri Bottas í sérflokki. Heimsmeistarinn Hamilton náði bestum tíma í dag, varð 0,337 sekúndum á undan félaga sínum Bottas. Mexikóinn, Sergio Perez, náði þriðja besta tímanum. Perez varð í tíunda sæti á síðustu keppnistíð þar sem hann endaði tvisvar í sjötta sæti. Hann ekur fyrir Racing Point-liðið. Max Verstappen á Red Bull náði fjórða besta tímanum á æfingunum í dag. Hann endaði í fjórða sæti á síðustu keppnistíð, varð 48 stigum á eftir Bottas í keppni um heimsmeistaratitilinn. Í næstu sætum komu Daniil Kvyat (Alpha Tauri), Carlos Sainz (McLaren) og Renault ökumennirnir Daniel Ricciardo og Esteban Ocon sem náðu sjöunda og áttunda besta tímanum í dag. Æfingar halda áfram í Barcelona til 21. febrúar.
Formúla Sportpakkinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira