Sportpakkinn: Mercedes í sérflokki enn eina ferðina Arnar Björnsson skrifar 19. febrúar 2020 22:30 Fyrsta æfing fyrir Ástralíukappaksturinn í formúlunni var í Barcelona í dag. Þar fengu ökuþórarnir að reyna vélfákana sem nota á keppnistíðinni. Fyrsti kappaksturinn verður í Ástralíu 15. mars og keppnistíðinni lýkur í Abu Dhabi 29. nóvember, þá verður 21. umferðin. Þegar er búið að blása af kappakurinn í Kína sem fyrirhugaður var um miðjan apríl. Keppnin í ár verður sú 71. í röðinni. Núna hefur æfingadögunum verið fækkað niður í 6 og því skiptir máli að nýta þá vel. Einn þeirra sem ekki gat æft í dag var Sebastian Vettel, hann var veikur. Liðsfélagi hans hjá Ferrari Charles Leclerc náði sjöunda besta tíma á æfingunni í dag. Miðað við æfinguna í dag eru Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Valteri Bottas í sérflokki. Heimsmeistarinn Hamilton náði bestum tíma í dag, varð 0,337 sekúndum á undan félaga sínum Bottas. Mexikóinn, Sergio Perez, náði þriðja besta tímanum. Perez varð í tíunda sæti á síðustu keppnistíð þar sem hann endaði tvisvar í sjötta sæti. Hann ekur fyrir Racing Point-liðið. Max Verstappen á Red Bull náði fjórða besta tímanum á æfingunum í dag. Hann endaði í fjórða sæti á síðustu keppnistíð, varð 48 stigum á eftir Bottas í keppni um heimsmeistaratitilinn. Í næstu sætum komu Daniil Kvyat (Alpha Tauri), Carlos Sainz (McLaren) og Renault ökumennirnir Daniel Ricciardo og Esteban Ocon sem náðu sjöunda og áttunda besta tímanum í dag. Æfingar halda áfram í Barcelona til 21. febrúar. Formúla Sportpakkinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fyrsta æfing fyrir Ástralíukappaksturinn í formúlunni var í Barcelona í dag. Þar fengu ökuþórarnir að reyna vélfákana sem nota á keppnistíðinni. Fyrsti kappaksturinn verður í Ástralíu 15. mars og keppnistíðinni lýkur í Abu Dhabi 29. nóvember, þá verður 21. umferðin. Þegar er búið að blása af kappakurinn í Kína sem fyrirhugaður var um miðjan apríl. Keppnin í ár verður sú 71. í röðinni. Núna hefur æfingadögunum verið fækkað niður í 6 og því skiptir máli að nýta þá vel. Einn þeirra sem ekki gat æft í dag var Sebastian Vettel, hann var veikur. Liðsfélagi hans hjá Ferrari Charles Leclerc náði sjöunda besta tíma á æfingunni í dag. Miðað við æfinguna í dag eru Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Valteri Bottas í sérflokki. Heimsmeistarinn Hamilton náði bestum tíma í dag, varð 0,337 sekúndum á undan félaga sínum Bottas. Mexikóinn, Sergio Perez, náði þriðja besta tímanum. Perez varð í tíunda sæti á síðustu keppnistíð þar sem hann endaði tvisvar í sjötta sæti. Hann ekur fyrir Racing Point-liðið. Max Verstappen á Red Bull náði fjórða besta tímanum á æfingunum í dag. Hann endaði í fjórða sæti á síðustu keppnistíð, varð 48 stigum á eftir Bottas í keppni um heimsmeistaratitilinn. Í næstu sætum komu Daniil Kvyat (Alpha Tauri), Carlos Sainz (McLaren) og Renault ökumennirnir Daniel Ricciardo og Esteban Ocon sem náðu sjöunda og áttunda besta tímanum í dag. Æfingar halda áfram í Barcelona til 21. febrúar.
Formúla Sportpakkinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira