Fótbolti

Dort­mund opnaði klá­súlu í samingi Can og er búið að kaupa hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emre Can í búningi Dortmund.
Emre Can í búningi Dortmund. vísir/getty

Emre Can er genginn í raðir Dortmund frá Juventus. Hann skrifar undir fjögurra ára samning við liðið sem heldur honum hjá félaginu til ársins 2024.

Can var lánaður frá Juventus til Dortmund í janúarglugganum en nú hefur Dortmund ákveðið að virkja klásúlu í samningi Can og kaupir hann á 26 milljónir evra.

Can er því kominn aftur heim til Þýskalands en frá því að hann yfirgaf Leverkusen árið 2014 hefur hann leikið með Liverpool og Juventus. Hann lék með Liverpool frá 2014 til 2018 og svo í eitt og hálft ár með Juventus.







Dortmund mætir PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en fyrri leikur liðanna fer fram í Þýskalandi í kvöld.

Can hefur spilað tvo leiki frá því að hann kom til Dortmund í janúar og skoraði meðal annars draumamark gegn Leverkusen í 4-3 tapi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×