Heilbrigð ungmenni sem geta tekist á við áskoranir 21. aldarinnar Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 16:00 Auglýst hefur verið eftir umsóknum í þróunarsjóð grunnskóla í Garðabæ sjötta árið í röð. Markmið sjóðsins er að stuðla að öflugu og framsæknu skólastarfi í Garðabæ og gefa fagfólki tækifæri til þess að sjá góðar hugmyndir verða að veruleika í starfi með börnum og ungmennum. Megináhersla við úthlutun styrkja að þessu sinni er á vellíðan, læsi og framsækna kennsluhætti. Vellíðan grundvöllur lífsgæða og árangurs Aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú er á vellíðan sem grundvöll lífsgæða og árangurs. Rannsóknir sýna að þetta er þáttur sem vert er að taka föstum tökum þar sem streitu-, álags- og kvíðamein hafa í auknum mæli neikvæð áhrif á lífsgæði og þar með árangur einstaklinga í nútíma samfélagi. Áherslan felst í að þjálfa færni nemenda til að takast á við áskoranir nútímasamfélags svo sem áreiti, hraða, streitu og kvíða með viðurkenndum aðferðum sem styðja við vellíðan og árangur. Er þar meðal annars átt við hugleiðslu, íhugun, sjálfseflingu, seigluþjálfun og heilsueflandi lífsstíl. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem búa yfir seiglu og hugarró hafa meira þol til að mæta áreiti, hraða og streitu og eru jafnvel hæfari til að skapa nýjungar og leysa flókin mál. Þetta er þáttur sem vert er að huga að og afar mikilvægt er að þegar nemendur ljúka skyldunámi séu þeir sterkir og heilbirgðir einstaklingar á sál og líkama þannig að þeir geti notið sín í frekara námi og störfum, náð árangri og tekist á við áskoranir nútímasamfélags. Læsi Önnur aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú lýtur að því að tryggja læsi skólabarna. Þar er horft til að þess að auðga enn frekar fjölbreyttar aðferðir til að efla læsi, lesskilning, yndislestur og orðaforða. Sérstök áhersla er á nemendur sem standa höllum fæti miðað við jafnaldra t.d. með snemmtækri íhlutun, samvinnu við foreldra og nýtingu mælikvarða á sviðinu. Framsæknir kennsluhættir Í síbreytilegu samfélagi þurfa kennsluhættir að taka mið af tækniþróun og þroska þá færni nemenda sem reynir á að grunnskólanámi loknu. Tækni- og teymiskennsla er mikilvæg auk þess sem samvinna nemenda eflir félags- og samskiptafærni þeirra. Kennsluhættir sem taka mið af þessum þáttum undirbúa nemendur undir framtíðina. Framsæknustu háskólar heims þjálfa margir hverjir nemendur sína sérstaklega í hóp- og samvinnu þar sem mikið reynir á þá færni í atvinnulífinu. Nám sem styður við trú á eigin getu, frumkvæði og sköpunarkraft skapar sterka einstaklinga. Úthlutað hefur verið 125 milljónum til yfir 100 verkefna innan grunnskóla Garðabæjar Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar var stofnaður árið 2015 og árlega hefur verið úthlutað 25 milljónum til þróunarverkefna eða samtals 125 milljónum síðast liðin fimm ár. Má þar nefna verkefni sem snúa að læsi, fjölbreyttum kennsluháttum, upplýsingatækni, vendikennslu, fagmennsku og innra mati á gæðum skólastarfs, vellíðan, félags- og samskiptahæfni nemenda, tómstundastarfi og starfsemi félagsmiðstöðva. Áhersluþættir í takt við áskoranir og styrkleika Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar skilgreinir áherslur Þróunarsjóðs við úthlutun hverju sinni. Þá er m.a. horft til áskorana og styrkleika í skólasamfélaginu og vísbendinga rannsóknarniðurstaðna á líðan og stöðu ungmenna. Í Garðabæ er val um grunnskóla og við úthlutun er lögð áhersla á að verkefnin geti styrkt sérstöðu hvers skóla. Við afgreiðslu er einnig horft til tengingar við aðalnámsskrá, fræðasamfélagið og samstarfs milli skóla og skólastiga. Aukið fjármagn til sjóðsins Við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020 var ákveðið að bæta 3 milljónum við sjóðinn. Frá upphafi hefur verið úthlutað 25 milljónum árlega til þróunarverkefna grunnskólanna, en nú í fyrsta skipti verður úthlutað 28 milljónum. Við þessa ákvörðun var horft til þess að íbúum og skólabörnum fer fjölgandi í bænum. Urriðaholtsskóli tók nýlega til starfa sem grunnskóli í bænum, en í Garðabæ eru sex grunnskólar á vegum bæjarins auk tveggja sjálfstætt starfandi grunnskóla og allir þessir átta skólar geta sótt um styrki í Þróunarsjóð grunnskóla Garðabæjar. Þá liggur fyrir að þróunarverkefnin hafa nýst mjög vel í skólastarfinu og telja starfsmenn skólanna og stjórnendur þau afar mikilvægan þátt í þróun og framsækni skólastarfsins. Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Auglýst hefur verið eftir umsóknum í þróunarsjóð grunnskóla í Garðabæ sjötta árið í röð. Markmið sjóðsins er að stuðla að öflugu og framsæknu skólastarfi í Garðabæ og gefa fagfólki tækifæri til þess að sjá góðar hugmyndir verða að veruleika í starfi með börnum og ungmennum. Megináhersla við úthlutun styrkja að þessu sinni er á vellíðan, læsi og framsækna kennsluhætti. Vellíðan grundvöllur lífsgæða og árangurs Aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú er á vellíðan sem grundvöll lífsgæða og árangurs. Rannsóknir sýna að þetta er þáttur sem vert er að taka föstum tökum þar sem streitu-, álags- og kvíðamein hafa í auknum mæli neikvæð áhrif á lífsgæði og þar með árangur einstaklinga í nútíma samfélagi. Áherslan felst í að þjálfa færni nemenda til að takast á við áskoranir nútímasamfélags svo sem áreiti, hraða, streitu og kvíða með viðurkenndum aðferðum sem styðja við vellíðan og árangur. Er þar meðal annars átt við hugleiðslu, íhugun, sjálfseflingu, seigluþjálfun og heilsueflandi lífsstíl. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem búa yfir seiglu og hugarró hafa meira þol til að mæta áreiti, hraða og streitu og eru jafnvel hæfari til að skapa nýjungar og leysa flókin mál. Þetta er þáttur sem vert er að huga að og afar mikilvægt er að þegar nemendur ljúka skyldunámi séu þeir sterkir og heilbirgðir einstaklingar á sál og líkama þannig að þeir geti notið sín í frekara námi og störfum, náð árangri og tekist á við áskoranir nútímasamfélags. Læsi Önnur aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú lýtur að því að tryggja læsi skólabarna. Þar er horft til að þess að auðga enn frekar fjölbreyttar aðferðir til að efla læsi, lesskilning, yndislestur og orðaforða. Sérstök áhersla er á nemendur sem standa höllum fæti miðað við jafnaldra t.d. með snemmtækri íhlutun, samvinnu við foreldra og nýtingu mælikvarða á sviðinu. Framsæknir kennsluhættir Í síbreytilegu samfélagi þurfa kennsluhættir að taka mið af tækniþróun og þroska þá færni nemenda sem reynir á að grunnskólanámi loknu. Tækni- og teymiskennsla er mikilvæg auk þess sem samvinna nemenda eflir félags- og samskiptafærni þeirra. Kennsluhættir sem taka mið af þessum þáttum undirbúa nemendur undir framtíðina. Framsæknustu háskólar heims þjálfa margir hverjir nemendur sína sérstaklega í hóp- og samvinnu þar sem mikið reynir á þá færni í atvinnulífinu. Nám sem styður við trú á eigin getu, frumkvæði og sköpunarkraft skapar sterka einstaklinga. Úthlutað hefur verið 125 milljónum til yfir 100 verkefna innan grunnskóla Garðabæjar Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar var stofnaður árið 2015 og árlega hefur verið úthlutað 25 milljónum til þróunarverkefna eða samtals 125 milljónum síðast liðin fimm ár. Má þar nefna verkefni sem snúa að læsi, fjölbreyttum kennsluháttum, upplýsingatækni, vendikennslu, fagmennsku og innra mati á gæðum skólastarfs, vellíðan, félags- og samskiptahæfni nemenda, tómstundastarfi og starfsemi félagsmiðstöðva. Áhersluþættir í takt við áskoranir og styrkleika Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar skilgreinir áherslur Þróunarsjóðs við úthlutun hverju sinni. Þá er m.a. horft til áskorana og styrkleika í skólasamfélaginu og vísbendinga rannsóknarniðurstaðna á líðan og stöðu ungmenna. Í Garðabæ er val um grunnskóla og við úthlutun er lögð áhersla á að verkefnin geti styrkt sérstöðu hvers skóla. Við afgreiðslu er einnig horft til tengingar við aðalnámsskrá, fræðasamfélagið og samstarfs milli skóla og skólastiga. Aukið fjármagn til sjóðsins Við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020 var ákveðið að bæta 3 milljónum við sjóðinn. Frá upphafi hefur verið úthlutað 25 milljónum árlega til þróunarverkefna grunnskólanna, en nú í fyrsta skipti verður úthlutað 28 milljónum. Við þessa ákvörðun var horft til þess að íbúum og skólabörnum fer fjölgandi í bænum. Urriðaholtsskóli tók nýlega til starfa sem grunnskóli í bænum, en í Garðabæ eru sex grunnskólar á vegum bæjarins auk tveggja sjálfstætt starfandi grunnskóla og allir þessir átta skólar geta sótt um styrki í Þróunarsjóð grunnskóla Garðabæjar. Þá liggur fyrir að þróunarverkefnin hafa nýst mjög vel í skólastarfinu og telja starfsmenn skólanna og stjórnendur þau afar mikilvægan þátt í þróun og framsækni skólastarfsins. Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun