Breytingin byrjar heima Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2020 08:00 Í fyrravetur sýndi Ríkissjónvarpið þættina hvað höfum við gert. Þeir vöktu verðskuldaða athygli. Í kjölfar þeirra ættum við að spyrja okkur: Hvað getum við gert? Okkur hefur lengi verið tamt að trúa því að á Íslandi væri eitt grænasta hagkerfi heimsins, lítil mengun og mikið frumkvæði í umhverfisvænum lifnaðarháttum. Að við lifðum í mikilli og meiri sátt við náttúruna en flestar aðrar þjóðir. Að til okkar mætti líta sem fyrirmyndar þegar kæmi að loftslagsmálum. En er þá öll sagan sögð? Ræktum við allt það grænmeti, eða framleiðum við öll þau matvæli sem við gætum? Nei langt í frá. Gætum við gert betur í fullnýtingu þeirra orku sem við framleiðum og notum? Já svo sannarlega. Erum við nógu framarlega þegar kemur að umhverfisvænum lausnum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki? Nei sennilega ekki. Græn orka er ekki allt ef hún er ekki notuð til umhverfisvænna verka. Sem einstaklingar er margt sem við getum gert. Við getum minnkað neyslu, endurunnið, endurnýtt. Við getum farið á milli með vistvænni hætti, gengið, hjólað eða notað almenningssamgöngur. Við getum tví- og þrímennt í bíla. Við getum borðað minna kjöt, meira grænmeti, meiri fisk. Við getum horft til þess hvaðan maturinn okkar kemur. Hefur hann ferðast meira en meðal Íslendingur ætti að gera á ári? Er maturinn okkar framleiddur í sátt við náttúruna? Ef okkur langar í bláber á miðjum vetri er þá ekki betra að þau komi frá Spáni en Perú, eða bara frosin íslensk? Ættum við að setja „ferðaskatt“ á matvæli? Kannski ekki, en við mættum alveg setja ferðatakmarkanir á þann mat sem við borðum. Til dæmis með það að markmiði að borða ekki víðförulan mat nema algerlega spari. Grænar lausnir og grænar ívilnanir En hvað með fyrirtæki og opinbera aðila? Ættu ekki fyrirtæki að verðlauna (eða ívilna með einhverjum hætti) þá starfsmenn sem nota umhverfisvæna ferðamáta til að komast í vinnu? Ættu fyrirtæki að kaupa rafmagnshjól fyrir starfsfólk til styttri ferða? Ættu sveitarfélögin að skipuleggja hverfi þannig að auðvelt sé að ganga og hjóla ? Ættu mötuneyti á vinnstöðum að leggja áherslu á nærfæði (e. slow food)? Ættu veitingastaðir að gera svipað? Svörin við þessum og ótal mörgum svipuðum grænum spurningum eru auðvitað, já. Ríki og sveitarfélög ættu svo sannarlega að stuðla að grænum lausnum og grænni nýsköpun. Nýsköpunarstyrkir fyrir grænar lausnir ættu að vera regla þegar kemur að styrkveitingum. Fyrirtæki og stofnanir sem draga úr kolefnislosun, binda meira, flokka meira, endurnýta meira ættu að geta fengið ívilnanir frá gjöldum, umfram lægri kolefnisgjöld. Við viljum kolefnishlutlaust Ísland fyrir árið 2040. Þangað til eru bara 20 ár. Við þurfum öll að byrja strax að draga úr eigin losun, fyrirtæki og stofnanir líka. Sumt er auðvelt, en annað erfiðara. Þar sem ekki eru tök á að draga úr losun eigum við að auka bindingu. En þetta byrjar allt á okkur sjálfum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ólafur Þór Gunnarsson Umhverfismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í fyrravetur sýndi Ríkissjónvarpið þættina hvað höfum við gert. Þeir vöktu verðskuldaða athygli. Í kjölfar þeirra ættum við að spyrja okkur: Hvað getum við gert? Okkur hefur lengi verið tamt að trúa því að á Íslandi væri eitt grænasta hagkerfi heimsins, lítil mengun og mikið frumkvæði í umhverfisvænum lifnaðarháttum. Að við lifðum í mikilli og meiri sátt við náttúruna en flestar aðrar þjóðir. Að til okkar mætti líta sem fyrirmyndar þegar kæmi að loftslagsmálum. En er þá öll sagan sögð? Ræktum við allt það grænmeti, eða framleiðum við öll þau matvæli sem við gætum? Nei langt í frá. Gætum við gert betur í fullnýtingu þeirra orku sem við framleiðum og notum? Já svo sannarlega. Erum við nógu framarlega þegar kemur að umhverfisvænum lausnum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki? Nei sennilega ekki. Græn orka er ekki allt ef hún er ekki notuð til umhverfisvænna verka. Sem einstaklingar er margt sem við getum gert. Við getum minnkað neyslu, endurunnið, endurnýtt. Við getum farið á milli með vistvænni hætti, gengið, hjólað eða notað almenningssamgöngur. Við getum tví- og þrímennt í bíla. Við getum borðað minna kjöt, meira grænmeti, meiri fisk. Við getum horft til þess hvaðan maturinn okkar kemur. Hefur hann ferðast meira en meðal Íslendingur ætti að gera á ári? Er maturinn okkar framleiddur í sátt við náttúruna? Ef okkur langar í bláber á miðjum vetri er þá ekki betra að þau komi frá Spáni en Perú, eða bara frosin íslensk? Ættum við að setja „ferðaskatt“ á matvæli? Kannski ekki, en við mættum alveg setja ferðatakmarkanir á þann mat sem við borðum. Til dæmis með það að markmiði að borða ekki víðförulan mat nema algerlega spari. Grænar lausnir og grænar ívilnanir En hvað með fyrirtæki og opinbera aðila? Ættu ekki fyrirtæki að verðlauna (eða ívilna með einhverjum hætti) þá starfsmenn sem nota umhverfisvæna ferðamáta til að komast í vinnu? Ættu fyrirtæki að kaupa rafmagnshjól fyrir starfsfólk til styttri ferða? Ættu sveitarfélögin að skipuleggja hverfi þannig að auðvelt sé að ganga og hjóla ? Ættu mötuneyti á vinnstöðum að leggja áherslu á nærfæði (e. slow food)? Ættu veitingastaðir að gera svipað? Svörin við þessum og ótal mörgum svipuðum grænum spurningum eru auðvitað, já. Ríki og sveitarfélög ættu svo sannarlega að stuðla að grænum lausnum og grænni nýsköpun. Nýsköpunarstyrkir fyrir grænar lausnir ættu að vera regla þegar kemur að styrkveitingum. Fyrirtæki og stofnanir sem draga úr kolefnislosun, binda meira, flokka meira, endurnýta meira ættu að geta fengið ívilnanir frá gjöldum, umfram lægri kolefnisgjöld. Við viljum kolefnishlutlaust Ísland fyrir árið 2040. Þangað til eru bara 20 ár. Við þurfum öll að byrja strax að draga úr eigin losun, fyrirtæki og stofnanir líka. Sumt er auðvelt, en annað erfiðara. Þar sem ekki eru tök á að draga úr losun eigum við að auka bindingu. En þetta byrjar allt á okkur sjálfum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun