Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2020 22:15 Jóhann Snorri Bjarnason, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Sogssvæði, staddur framan við Ljósafossstöð. Stöð 2/Einar Árnason. Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. Þótt virkjanabyggðin við Sogsvirkjanir sé núna horfin styðja stöðvarnar enn við sveitabyggðina í kring. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þær eru þrjár; Ljósafoss-, Írafoss- og Steingrímsstöð, byggðar á árunum 1935 til 1963. Sú elsta, Ljósafossstöð, er svo gömul að það kom í hlut Danakonungs að leggja hornstein að henni árið 1936. Ljósafossvirkjun hóf raforkuframleiðslu árið 1937 og var þá stærsta virkjun Íslands.Stöð 2/Einar Árnason. „Hún er keyrð á fullum afköstum alla daga, þessi virkjun,“ sagði Jóhann Snorri Bjarnason, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Sogssvæði, staddur í vélasal Ljósafossvirkjunar. Samt sér varla á vélunum þótt komnar séu á níræðisaldur. „Það er allt upprunalegt; vatnspípurnar, vatnshjólin og túrbínurnar og allur þessi mekaníski búnaður.“ Séð yfir vélasal Ljósafossvirkjunar.Stöð 2/Einar Árnason. Áður en ný tækni fækkaði starfsfólki bjuggu á annað hundrað manns í virkjanasamfélagi við Sogið. Þórunn Oddsdóttir, sem bjó við Steingrímsstöð þar sem eiginmaður hennar starfaði sem vélfræðingur, segist hafa upplifað þennan tíma sem góðan. „Og börnin segja það: Það voru forréttindi að fá að alast upp í svona samfélagi,“ sagði Þórunn. Þórunn Oddsdóttir, fyrrverandi íbúi við Steingrímsstöð.Stöð 2/Einar Árnason. Sextán manns starfa núna við Sogsvirkjanir. Ingólfur Örn Jónsson er meðal þeirra en hann og kona hans, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsness- og Grafningshrepps, reistu íbúðarhús í landi Bíldsfells, hæfilega stutt frá vinnustaðnum Írafossvirkjun. „Já, já. Það er mjög stutt fyrir mig að fara. Ég hef bæði gengið og hjólað þangað, - keyri nú oftast,“ sagði Ingólfur, sem er viðhaldsstjóri Sogsvirkjana. Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason. En hve lengi mun virkjun eins og Ljósafossstöð endast? „Þetta er búið að endast í 80 ár og þetta eru bara fyrstu 80 árin. Við eigum að geta látið þetta endast í árhundruð,“ svaraði Jóhann stöðvarstjóri. -Heldurðu að þær séu búnar að borga sig upp, þessar virkjanir? „Mörgum sinnum. Mörgum sinnum. Já, já, já. Þetta er bara gull fyrir þjóðarbúið að láta þetta mala hérna.“ Séð yfir Ljósafossvirkjun í átt að Írafossvirkjun. Grímsnes er vinstra megin en Grafningur hægra megin.Stöð 2/Einar Árnason. Fjallað var um Sogsvirkjanir og mannlíf í Grafningi í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsnes- og Grafningshreppur Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Silungsveiðin úr Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir. Eftir að murtuveiðin hætti er bleikjan verðmætust fyrir bændur. 14. febrúar 2020 21:15 Þá var bara mokað þegar sýna þurfti tignum gesti Þingvelli Þingvallasveit var talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin. Og þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli. 15. febrúar 2020 16:56 Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. 31. júlí 2019 11:28 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. Þótt virkjanabyggðin við Sogsvirkjanir sé núna horfin styðja stöðvarnar enn við sveitabyggðina í kring. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þær eru þrjár; Ljósafoss-, Írafoss- og Steingrímsstöð, byggðar á árunum 1935 til 1963. Sú elsta, Ljósafossstöð, er svo gömul að það kom í hlut Danakonungs að leggja hornstein að henni árið 1936. Ljósafossvirkjun hóf raforkuframleiðslu árið 1937 og var þá stærsta virkjun Íslands.Stöð 2/Einar Árnason. „Hún er keyrð á fullum afköstum alla daga, þessi virkjun,“ sagði Jóhann Snorri Bjarnason, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Sogssvæði, staddur í vélasal Ljósafossvirkjunar. Samt sér varla á vélunum þótt komnar séu á níræðisaldur. „Það er allt upprunalegt; vatnspípurnar, vatnshjólin og túrbínurnar og allur þessi mekaníski búnaður.“ Séð yfir vélasal Ljósafossvirkjunar.Stöð 2/Einar Árnason. Áður en ný tækni fækkaði starfsfólki bjuggu á annað hundrað manns í virkjanasamfélagi við Sogið. Þórunn Oddsdóttir, sem bjó við Steingrímsstöð þar sem eiginmaður hennar starfaði sem vélfræðingur, segist hafa upplifað þennan tíma sem góðan. „Og börnin segja það: Það voru forréttindi að fá að alast upp í svona samfélagi,“ sagði Þórunn. Þórunn Oddsdóttir, fyrrverandi íbúi við Steingrímsstöð.Stöð 2/Einar Árnason. Sextán manns starfa núna við Sogsvirkjanir. Ingólfur Örn Jónsson er meðal þeirra en hann og kona hans, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsness- og Grafningshrepps, reistu íbúðarhús í landi Bíldsfells, hæfilega stutt frá vinnustaðnum Írafossvirkjun. „Já, já. Það er mjög stutt fyrir mig að fara. Ég hef bæði gengið og hjólað þangað, - keyri nú oftast,“ sagði Ingólfur, sem er viðhaldsstjóri Sogsvirkjana. Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason. En hve lengi mun virkjun eins og Ljósafossstöð endast? „Þetta er búið að endast í 80 ár og þetta eru bara fyrstu 80 árin. Við eigum að geta látið þetta endast í árhundruð,“ svaraði Jóhann stöðvarstjóri. -Heldurðu að þær séu búnar að borga sig upp, þessar virkjanir? „Mörgum sinnum. Mörgum sinnum. Já, já, já. Þetta er bara gull fyrir þjóðarbúið að láta þetta mala hérna.“ Séð yfir Ljósafossvirkjun í átt að Írafossvirkjun. Grímsnes er vinstra megin en Grafningur hægra megin.Stöð 2/Einar Árnason. Fjallað var um Sogsvirkjanir og mannlíf í Grafningi í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsnes- og Grafningshreppur Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Silungsveiðin úr Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir. Eftir að murtuveiðin hætti er bleikjan verðmætust fyrir bændur. 14. febrúar 2020 21:15 Þá var bara mokað þegar sýna þurfti tignum gesti Þingvelli Þingvallasveit var talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin. Og þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli. 15. febrúar 2020 16:56 Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. 31. júlí 2019 11:28 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45
Silungsveiðin úr Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir. Eftir að murtuveiðin hætti er bleikjan verðmætust fyrir bændur. 14. febrúar 2020 21:15
Þá var bara mokað þegar sýna þurfti tignum gesti Þingvelli Þingvallasveit var talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin. Og þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli. 15. febrúar 2020 16:56
Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. 31. júlí 2019 11:28