Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 11:07 Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. RARIK Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. Enn eru rafmagnstruflanir á landinu eftir óveðrið sem gekk yfir landið í gær. Íbúar á Suðurlandi austan Þjórsár voru beðnir um að spara rafmagn vegna bilana í kerfi Landsnets í morgun. RARIK segir að langflestir þeirra þúsunda sem misstu rafmagn á svæði fyrirtækisins í gær séu komnir með það aftur. Um hundrað rafmagnsstaurar RARIK brotnuðu í óveðrinu og var einnig eitthvað um vírslit og sláarbrot, að því er segir í stöðuyfirliti á vefsíðu fyrirtækisins í morgun. Alls misstu um 5.600 heimili og vinnustaðir rafmagn, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Langflestir séu komnir með rafmagn aftur. Einn bær í Hvalfirði er sagður rafmagnlaus en að gert verði vil bilun í dag ef aðstæður leyfa. Á vef Landsnets kemur fram að Hellulína 1 hafi leyst út þegar reynt var að setja hana inn að lokinni viðgerð í morgun. Áfram er leitað að bilun og því verði áfram „takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku“ á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Unnið var við viðgerðir hjá RARIK á Suðurlandi til klukkan fimm í morgun og var þráðurinn tekinn aftur upp klukkan átta. Í Vestur-Skaftafellssýslu er rafmagnslaust fyrir neðan Eystra-Hraun en töluvert er sagt af skemmdum einangrum og fleiru á þeim slóðum. Einnig er rafmagnslaust á Kaldrananesi og sumarhúsum í Neðri-Dal í Mýrdal. Um 26 staurar hafi brotnað milli Álftavers og Hrífuness. Rafstöð verði sett upp við Laufskálavörðu takist ekki að spennusetja línuna fljótlega. Í Rangárvallasýslu voru nokkrir bæir enn rafmagnslausir í morgun en vonast var til þess að rafmagn kæmist aftur á fljótt. Sums staðar var þegar búið að setja upp varaaflstöð eða það stóð til. Orkumál Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. 14. febrúar 2020 19:22 Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. 14. febrúar 2020 10:12 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. Enn eru rafmagnstruflanir á landinu eftir óveðrið sem gekk yfir landið í gær. Íbúar á Suðurlandi austan Þjórsár voru beðnir um að spara rafmagn vegna bilana í kerfi Landsnets í morgun. RARIK segir að langflestir þeirra þúsunda sem misstu rafmagn á svæði fyrirtækisins í gær séu komnir með það aftur. Um hundrað rafmagnsstaurar RARIK brotnuðu í óveðrinu og var einnig eitthvað um vírslit og sláarbrot, að því er segir í stöðuyfirliti á vefsíðu fyrirtækisins í morgun. Alls misstu um 5.600 heimili og vinnustaðir rafmagn, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Langflestir séu komnir með rafmagn aftur. Einn bær í Hvalfirði er sagður rafmagnlaus en að gert verði vil bilun í dag ef aðstæður leyfa. Á vef Landsnets kemur fram að Hellulína 1 hafi leyst út þegar reynt var að setja hana inn að lokinni viðgerð í morgun. Áfram er leitað að bilun og því verði áfram „takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku“ á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Unnið var við viðgerðir hjá RARIK á Suðurlandi til klukkan fimm í morgun og var þráðurinn tekinn aftur upp klukkan átta. Í Vestur-Skaftafellssýslu er rafmagnslaust fyrir neðan Eystra-Hraun en töluvert er sagt af skemmdum einangrum og fleiru á þeim slóðum. Einnig er rafmagnslaust á Kaldrananesi og sumarhúsum í Neðri-Dal í Mýrdal. Um 26 staurar hafi brotnað milli Álftavers og Hrífuness. Rafstöð verði sett upp við Laufskálavörðu takist ekki að spennusetja línuna fljótlega. Í Rangárvallasýslu voru nokkrir bæir enn rafmagnslausir í morgun en vonast var til þess að rafmagn kæmist aftur á fljótt. Sums staðar var þegar búið að setja upp varaaflstöð eða það stóð til.
Orkumál Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. 14. febrúar 2020 19:22 Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. 14. febrúar 2020 10:12 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Rafmagni sló út hjá Norðuráli og Elkem á Grundartanga Rafmagni sló út í báðum kerskálum álvers Norðuráls á Grundartanga í Hvalfirði í skamma stund nú í kvöld. 14. febrúar 2020 19:22
Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19
Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. 14. febrúar 2020 10:12