Óveður 14. febrúar 2020

Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga
Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust.

Kynntu aðgerðir vegna fárviðris og aðra uppbyggingu innviða
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra ætla á blaðamannafundi í dag að fjalla um skýrslu áttakshóps um úrbætur á innviðum.

Þetta eru aðgerðirnar sem ráðast á í vegna fárviðris og snjóflóða
Flýta á jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku um allt land svo henni verði að mestu lokið árið 2025 í stað ársins 2035.

Menningarsögulegt stórtjón
Fréttamiðlar hafa allmikið fjallað um afleiðingar stórviðranna nú í vetur. Einn þáttur hefur þó þar orðið útundan, sem nauðsynlegt er að koma á framfæri enda um sameign þjóðarinnar að ræða.

Um tvö þúsund rúður brotnuðu í gróðurhúsi
Um tvö þúsund rúður brotnuðu í gróðurhúsi í Hrunamannahreppi í óðverinu 14. febrúar. Öll uppskera gróðurhússins skemmdist í kjölfarið.

Samanlagt tjón RARIK og Landsnets tæpar 800 milljónir króna
Mikið tjón RARIK og Landsets í lægðaganginum undanfarna mánuði.

Lognið fór svo hratt um Laugarás að það reif upp heilu trén
Páll M. Skúlason hefur birt myndir af eftirköstum óveðursins sem gekk yfir landið á föstudaginn í síðustu viku og áhrifum þess á byggingar og gróður í Laugarási í Bláskógabyggð. Þar má sjá að heilu trén hafa rifnað upp með rótum.

Óvissustigi vegna veðurs aflýst
Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðurs sem spáð var föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku.

Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins
Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli.

Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum
Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær.

Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi
Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn.

Allt að þrjátíu metra háar öldur á Norður-Atlantshafi
Samgöngur eru þegar farnar úr skorðum á Bretlandseyjum vegna lægðarinnar Dennis sem stefnir þangað.

Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn
Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær.

Varað við auknum líkum á sjávarflóðum
Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Vestfirði, Suður- og Suðausturland í kringum hádegi í dag.

Mikill fjöldi eldinga fylgdi lægðinni
Áhugavert er að skoða yfirlit yfir eldingar á Norður-Atlantshafi síðastliðna viku. Ísland er allajafna laust við eldingar en einhverjar breytingar urðu á því undanfarin sólarhring ef marka má eldingakort á vef Veðurstofu Íslands.

Óveðrið í dag mildaði höggið af „Denna dæmalausa“ á morgun
Það lægir í nótt en á morgun eru gular viðvaranir í gildi í nokkrum landshlutum.

„Eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður“
Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segist hafa mestar áhyggjur af grjóthnullungunum sem skolaði á land en tjón á vellinum verður metið eftir helgi.

Óvissa með framtíðarheimili mæðgnanna í Garði
Mæðgur vöknuðu upp við vondan draum þegar hús þeirra í Garðinum var skyndilega í miðju hafi eftir að sjór hafði gengið á land.

Ferðamenn nutu óveðursins í Reykjavík í dag
Erlendir ferðamenn í Reykjavík kipptu sér lítið upp við óveðrið sem gekk yfir í morgun. Nokkrir þeirra hreinlega nutu þess að upplifa alíslenska vetrarlægð.

800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum
Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum.

Mikið tjón víða um land eftir lægðina
Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum.

Líkleg heimsmetalægð nálgast landið
Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg.

Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis.

„Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“
Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm.

Aldrei á ævinni verið svona hrædd
Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi.

Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins
Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins.

Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti
Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði.

Stórt sár í húsþaki á Kjalarnesi
Ætla má að alvarlegasta foktjónið sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu, í hvassviðrinu sem gengið hefur yfir landið síðastliðinn sólarhring, hafi orðið á Kjalarnesi.

Fjúkandi ferðamenn við Hörpu
Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum.

Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins
Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins.