„Eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 22:15 Hnullungar svo langt sem augað eygir á vellinum í dag. Helgi Dan Stór hluti golfvallarins að Húsatóftum við Grindavík er undirlagður vatni og stóru grjóti eftir óveðrið sem gekk yfir landið í dag. Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segist hafa mestar áhyggjur af grjóthnullungunum sem skolaði á land en tjón á vellinum verður metið eftir helgi. Óveðrið í dag var einna verst á Suðurnesjum. Þar var víða allt á floti, til að mynda í Garði, og í Reykjanesbæ skolaði heilmiklu grjóti á land svo loka þurfti götum. Ekki bara sjór heldur líka grjót Húsatóftarvöllur liggur við þjóðveginn að Reykjanesvita vestan við Grindavík, steinsnar frá Bláa lóninu. Völlurinn er átján holur og tvískiptur, annar helmingurinn liggur fyrir ofan þjóðveginn og hinn fyrir neðan, við sjóinn. Síðarnefndi hluti vallarins er sá sem varð illa fyrir barðinu á óveðrinu í dag. Víkurfréttir greindu fyrstar miðla frá ástandinu á vellinum. „Við getum lítið gert í þessu, þetta er eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður og er náttúrulega bara mjög leiðinlegt að þurfa að sjá völlinn í þessu ástandi eins og hann er í dag,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur í samtali við Vísi. Eins og sjá má á þessari mynd er allt á floti á vellinum.Helgi Dan Líkt og sjá má af meðfylgjandi myndum er völlurinn nær undirlagður vatni og ljóst að einhverjar skemmdir hafa orðið á honum. Mestar áhyggjur hefur golfklúbburinn af grjóthnullungum sem skolað hefur á land. „Og ekki bara sjór heldur hefur grjóti rignt yfir. Við erum með nýjar flatir sem við höfum verið að rækta upp, sem við höfum ekki tekið í notkun og ætluðum að gera það í sumar. En það hefur fleiri hundruð kílóa grjóthnullungum skolað á land og þeir eru á flötunum núna,“ segir Helgi. Gefast ekkert upp í Grindavík Nú tekur við hreinsunarstarf og meta þarf tjón, sem ráðist verður í eftir helgi. „Ég kíkti aðeins á þetta í dag og þá var enn þá vitlaust veður. Maður þurfti eiginlega bara frá að hverfa vegna veðurs. En svo er þetta ekki bara grjót heldur líka rekaviður, netadræsur og alls konar drasl sem er komið þarna yfir völlinn.“ Helgi telur þó þrátt fyrir allt að ekki hafi orðið stórkostlegar skemmdir á vellinum, að minnsta kosti við fyrstu sýn. „En tíminn verður að leiða það í ljós og vonandi fáum við nokkra daga þar sem verður þurrt og veður lægir. Þá sígur úr vellinum og við getum betur skoðað og séð hvað það er í raun og veru sem hefur skemmst.“ Svona er umhorfs á Golfvellinum þegar hann er ekki undirlagður vatni.Golfklúbbur Grindavíkur Húsatóftarvöllur er lokaður um þessar mundir en opnar venjulega snemma á vorin. Helgi gerir ekki ráð fyrir að veðrið í dag setji nokkurt teljanlegt strik í þann reikning. „En það sem við höfum fram yfir aðra velli er að við höfum verið að opna fyrst á vorin, Suðurnesjavellirnir hafa verið að koma fyrstir, þannig að við höfum alla jafna verið að opna í byrjun apríl. Og það er ekkert því til fyrirstöðu að við gerum það, ef eitthvað er skemmt þá bara spilum við fram hjá því. Við gefumst ekkert upp í Grindavík. Við erum ekki þekkt fyrir það.“ Hér að neðan má sjá fleiri myndir af Húsatóftarvelli frá því í dag. Helgi Dan Helgi Dan Helgi Dan Golf Grindavík Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Stór hluti golfvallarins að Húsatóftum við Grindavík er undirlagður vatni og stóru grjóti eftir óveðrið sem gekk yfir landið í dag. Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segist hafa mestar áhyggjur af grjóthnullungunum sem skolaði á land en tjón á vellinum verður metið eftir helgi. Óveðrið í dag var einna verst á Suðurnesjum. Þar var víða allt á floti, til að mynda í Garði, og í Reykjanesbæ skolaði heilmiklu grjóti á land svo loka þurfti götum. Ekki bara sjór heldur líka grjót Húsatóftarvöllur liggur við þjóðveginn að Reykjanesvita vestan við Grindavík, steinsnar frá Bláa lóninu. Völlurinn er átján holur og tvískiptur, annar helmingurinn liggur fyrir ofan þjóðveginn og hinn fyrir neðan, við sjóinn. Síðarnefndi hluti vallarins er sá sem varð illa fyrir barðinu á óveðrinu í dag. Víkurfréttir greindu fyrstar miðla frá ástandinu á vellinum. „Við getum lítið gert í þessu, þetta er eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður og er náttúrulega bara mjög leiðinlegt að þurfa að sjá völlinn í þessu ástandi eins og hann er í dag,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur í samtali við Vísi. Eins og sjá má á þessari mynd er allt á floti á vellinum.Helgi Dan Líkt og sjá má af meðfylgjandi myndum er völlurinn nær undirlagður vatni og ljóst að einhverjar skemmdir hafa orðið á honum. Mestar áhyggjur hefur golfklúbburinn af grjóthnullungum sem skolað hefur á land. „Og ekki bara sjór heldur hefur grjóti rignt yfir. Við erum með nýjar flatir sem við höfum verið að rækta upp, sem við höfum ekki tekið í notkun og ætluðum að gera það í sumar. En það hefur fleiri hundruð kílóa grjóthnullungum skolað á land og þeir eru á flötunum núna,“ segir Helgi. Gefast ekkert upp í Grindavík Nú tekur við hreinsunarstarf og meta þarf tjón, sem ráðist verður í eftir helgi. „Ég kíkti aðeins á þetta í dag og þá var enn þá vitlaust veður. Maður þurfti eiginlega bara frá að hverfa vegna veðurs. En svo er þetta ekki bara grjót heldur líka rekaviður, netadræsur og alls konar drasl sem er komið þarna yfir völlinn.“ Helgi telur þó þrátt fyrir allt að ekki hafi orðið stórkostlegar skemmdir á vellinum, að minnsta kosti við fyrstu sýn. „En tíminn verður að leiða það í ljós og vonandi fáum við nokkra daga þar sem verður þurrt og veður lægir. Þá sígur úr vellinum og við getum betur skoðað og séð hvað það er í raun og veru sem hefur skemmst.“ Svona er umhorfs á Golfvellinum þegar hann er ekki undirlagður vatni.Golfklúbbur Grindavíkur Húsatóftarvöllur er lokaður um þessar mundir en opnar venjulega snemma á vorin. Helgi gerir ekki ráð fyrir að veðrið í dag setji nokkurt teljanlegt strik í þann reikning. „En það sem við höfum fram yfir aðra velli er að við höfum verið að opna fyrst á vorin, Suðurnesjavellirnir hafa verið að koma fyrstir, þannig að við höfum alla jafna verið að opna í byrjun apríl. Og það er ekkert því til fyrirstöðu að við gerum það, ef eitthvað er skemmt þá bara spilum við fram hjá því. Við gefumst ekkert upp í Grindavík. Við erum ekki þekkt fyrir það.“ Hér að neðan má sjá fleiri myndir af Húsatóftarvelli frá því í dag. Helgi Dan Helgi Dan Helgi Dan
Golf Grindavík Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira