Óvissa með framtíðarheimili mæðgnanna í Garði Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. febrúar 2020 21:30 Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í húsinu sem sést hér til hægri á mynd. Baldur/Jóhann Issi Hallgrímsson Mæðgur vöknuðu upp við vondan draum þegar hús þeirra í Garðinum var skyndilega í miðju hafi eftir að sjór hafði gengið á land. Mæðgurnar standa eftir heimilislausar en segja alla að vilja gerðir að hjálpa. Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í einbýlishúsi að Gerðavegi 2. Ingibjörg hafði sofið illa sökum óveðursins. Hún hafði náð nokkurra tíma svefn þegar dóttir hennar vakti hana klukkan 10 í morgun. „Ég sé bara flæða inn um útidyrnar niðri og ég, dálítið vitlaus, opna og það flæðir inn. Ég næ að loka og það byrjar bara að flæða mjög hratt inn. Það er bara að ná í símann, fara í skó, finna einhverjar buxur og hlaupa upp því ég stóð í vatni í raun upp á miðja kálfa. Þegar ég átta mig á þessu hringi ég strax í slökkvilið og bið um dælubíl. Ég var ekki búin að kíkja út, ég vissi ekki að ég væri í miðju hafi.“ Björgunarsveitin í Garði segir þrjú til fjögur hús hafa orðið fyrir þessu flóði. Húsið hennar Ingibjargar var það eina sem þurfti að yfirgefa. Hún segir öldurnar sem gengu á land hafa náð þriggja til fjögurra metra hæð. Komið þið til með að búa þarna aftur? „Maður bara vonar það besta. Þetta er örugglega ónýtt allt þarna niðri. En það er líka spurning um hvenær fjarar frá þannig að sé hægt að gera eitthvað. Hvenær verður hægt að tæma og hvenær verður hægt að dæla. Þannig að nú er bara að sitja og bíða.“ Ingibjörg segir algjöra óvissu ríkja um það hvar mæðgurnar munu halda heimili næstu vikurnar. „Allir náttúrulega búnir að hringja og bjóða okkur allt. Koma og gista, fá föt. Ég er bara í fötunum sem ég er í og það væsir ekkert um okkur núna. En þetta er heimilið okkar þannig að það er búinn að vera dálítill taugatitringur, sérstaklega hjá barninu.“ Hún hrósar björgunarsveitarmönnunum sem björguðu þeim og köttunum þeirra fjórum. „Það var ekkert vesen, það var bara ekkert nema lausnir. Rólegheit og engin læti. Þeir voru að vaða þarna með kisurnar í boxi og ekkert mál. Við vorum í öruggum höndum.“ Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Tengdar fréttir Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. 14. febrúar 2020 11:43 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. 14. febrúar 2020 13:08 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Mæðgur vöknuðu upp við vondan draum þegar hús þeirra í Garðinum var skyndilega í miðju hafi eftir að sjór hafði gengið á land. Mæðgurnar standa eftir heimilislausar en segja alla að vilja gerðir að hjálpa. Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í einbýlishúsi að Gerðavegi 2. Ingibjörg hafði sofið illa sökum óveðursins. Hún hafði náð nokkurra tíma svefn þegar dóttir hennar vakti hana klukkan 10 í morgun. „Ég sé bara flæða inn um útidyrnar niðri og ég, dálítið vitlaus, opna og það flæðir inn. Ég næ að loka og það byrjar bara að flæða mjög hratt inn. Það er bara að ná í símann, fara í skó, finna einhverjar buxur og hlaupa upp því ég stóð í vatni í raun upp á miðja kálfa. Þegar ég átta mig á þessu hringi ég strax í slökkvilið og bið um dælubíl. Ég var ekki búin að kíkja út, ég vissi ekki að ég væri í miðju hafi.“ Björgunarsveitin í Garði segir þrjú til fjögur hús hafa orðið fyrir þessu flóði. Húsið hennar Ingibjargar var það eina sem þurfti að yfirgefa. Hún segir öldurnar sem gengu á land hafa náð þriggja til fjögurra metra hæð. Komið þið til með að búa þarna aftur? „Maður bara vonar það besta. Þetta er örugglega ónýtt allt þarna niðri. En það er líka spurning um hvenær fjarar frá þannig að sé hægt að gera eitthvað. Hvenær verður hægt að tæma og hvenær verður hægt að dæla. Þannig að nú er bara að sitja og bíða.“ Ingibjörg segir algjöra óvissu ríkja um það hvar mæðgurnar munu halda heimili næstu vikurnar. „Allir náttúrulega búnir að hringja og bjóða okkur allt. Koma og gista, fá föt. Ég er bara í fötunum sem ég er í og það væsir ekkert um okkur núna. En þetta er heimilið okkar þannig að það er búinn að vera dálítill taugatitringur, sérstaklega hjá barninu.“ Hún hrósar björgunarsveitarmönnunum sem björguðu þeim og köttunum þeirra fjórum. „Það var ekkert vesen, það var bara ekkert nema lausnir. Rólegheit og engin læti. Þeir voru að vaða þarna með kisurnar í boxi og ekkert mál. Við vorum í öruggum höndum.“
Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Tengdar fréttir Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. 14. febrúar 2020 11:43 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. 14. febrúar 2020 13:08 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. 14. febrúar 2020 11:43
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24
Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. 14. febrúar 2020 13:08