Aldrei á ævinni verið svona hrædd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 15:02 Eins og sjá má er hlaðan afar illa farin. Írena Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. „Þetta var hrikalegt. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Það var bara eins og allt væri að springa. Ég er ekki veðurhrædd en ég hef aldrei verið svona hrædd,“ segir Írena Sif í samtali við Vísi. „Ég var sem sagt heima hjá mér á gamla bænum. Ég vakna klukkan þrjú í nótt og finnst eins og húsið sé að springa!“ Írena leit út og sá að dyrnar á hlöðunni sem stendur gegnt bænum var opin. Hún rauk út til að loka dyrunum og reyna að koma í veg fyrir skemmdir. „Ég ætlaði að reyna að bjarga einhverju sem er að fjúka en fýk með og á tré. Svo lít ég upp og sé að framhliðin á hlöðunni er farin.“ Gistiheimili þeirra Írenu og Jorge er hvíta húsið til vinstri á myndinni. Til hægri er hlaðan þaðan sem allt fýkur út sem getur fokið.Írena Sif Kolniðamyrkur var á þessum tíma í nótt og ekki tók betra við. Rafmagnið fór af og vatnið sömuleiðis. Sambandslaust var. Írena þakkar fyrir að engir gestir voru á gistiheimilinu. „Sem betur fer höfðu tveir gestir sem ætluðu að vera hjá okkur afbókað,“ segir Írena. Þau hafi því haft lokað, sem betur fer. Írena segir sig og eiginmann sinn hafa upplifað sig pínulítil. „Það var alveg myrkur og ég hef aldrei upplifað svona veðurótta. Mér leið eins og ég væri svo lítil. Þrýstingurinn sem myndaðist þegar ég labbaði inn í hlöðuna...mér fannst ég vera að springa. Svo sá maður að maður gat ekkert gert neitt.“ Framhliðin er svo gott sem farin af hlöðunni.Írena Sif Björgunarsveitarfólk hafi komið við á öllum bæjunum á Rangárvöllum og gert hvað þau gátu. Eitthvað var hægt að festa niður en annars lítið í stöðunni. Forgangur sé í sveitinni að huga að dýrum og byggingum sem hýsi þau. Svo hafi ekki verið í tilfelli hlöðu þeirra Írenu og Jorge. „Þar var sem betur fer ekkert sérstaklega verðmætt en þó aukaferðarúm, eitt málverk, púðar úr sófunum. Það fauk náttúrulega allt út.“ Skemmdirnar eru miklar.Írena Sif Þau séu ekki búin að gera sér grein fyrir stöðunni. Þau eru með rafmagn og rafmagnskyndingu og því eru þau með heitt vatn. Á Hvolsvelli er þó enn hitavatnslaust. Fjölskylda Írenu komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hundurinn Spori sló í gegn. Hann er í eigu Kjartans Benediktssonar, föður Írenu. Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. „Þetta var hrikalegt. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Það var bara eins og allt væri að springa. Ég er ekki veðurhrædd en ég hef aldrei verið svona hrædd,“ segir Írena Sif í samtali við Vísi. „Ég var sem sagt heima hjá mér á gamla bænum. Ég vakna klukkan þrjú í nótt og finnst eins og húsið sé að springa!“ Írena leit út og sá að dyrnar á hlöðunni sem stendur gegnt bænum var opin. Hún rauk út til að loka dyrunum og reyna að koma í veg fyrir skemmdir. „Ég ætlaði að reyna að bjarga einhverju sem er að fjúka en fýk með og á tré. Svo lít ég upp og sé að framhliðin á hlöðunni er farin.“ Gistiheimili þeirra Írenu og Jorge er hvíta húsið til vinstri á myndinni. Til hægri er hlaðan þaðan sem allt fýkur út sem getur fokið.Írena Sif Kolniðamyrkur var á þessum tíma í nótt og ekki tók betra við. Rafmagnið fór af og vatnið sömuleiðis. Sambandslaust var. Írena þakkar fyrir að engir gestir voru á gistiheimilinu. „Sem betur fer höfðu tveir gestir sem ætluðu að vera hjá okkur afbókað,“ segir Írena. Þau hafi því haft lokað, sem betur fer. Írena segir sig og eiginmann sinn hafa upplifað sig pínulítil. „Það var alveg myrkur og ég hef aldrei upplifað svona veðurótta. Mér leið eins og ég væri svo lítil. Þrýstingurinn sem myndaðist þegar ég labbaði inn í hlöðuna...mér fannst ég vera að springa. Svo sá maður að maður gat ekkert gert neitt.“ Framhliðin er svo gott sem farin af hlöðunni.Írena Sif Björgunarsveitarfólk hafi komið við á öllum bæjunum á Rangárvöllum og gert hvað þau gátu. Eitthvað var hægt að festa niður en annars lítið í stöðunni. Forgangur sé í sveitinni að huga að dýrum og byggingum sem hýsi þau. Svo hafi ekki verið í tilfelli hlöðu þeirra Írenu og Jorge. „Þar var sem betur fer ekkert sérstaklega verðmætt en þó aukaferðarúm, eitt málverk, púðar úr sófunum. Það fauk náttúrulega allt út.“ Skemmdirnar eru miklar.Írena Sif Þau séu ekki búin að gera sér grein fyrir stöðunni. Þau eru með rafmagn og rafmagnskyndingu og því eru þau með heitt vatn. Á Hvolsvelli er þó enn hitavatnslaust. Fjölskylda Írenu komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hundurinn Spori sló í gegn. Hann er í eigu Kjartans Benediktssonar, föður Írenu.
Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira