Stórt sár í húsþaki á Kjalarnesi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 12:19 Stórt sár er í þaki fjölbýlishússins. Vísir/jkj Ætla má að alvarlegasta foktjónið sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu, í hvassviðrinu sem gengið hefur yfir landið síðastliðinn sólarhring, hafi orðið á Kjalarnesi. Þar fauk stór hluti húsþaks við Jörfagrund og skyldi stórt sár eftir, eins og sjá má hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi kom steypt plata undir þakinu þó í veg fyrir það að veðurofsinn hafi náð inn í íbúðina þar fyrir neðan. Enn er töluvert hvassviðri á Kjalarnesi, vindhraði um 25 m/s og hafa vindhviður reglulega farið yfir 40 m/s. Til að mynda mældist vindhraðinn 62 m/s á sjötta tímanum í morgun. Þórður Bogason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu að ekki hafi verið talið óhætt að senda björgunarsveitar- eða slökkviliðsfólk á þakið til að varna frekar skemmdum. Hvassviðrið hafi verið slíkt á Kjalarnesi að það hafi ekki verið talið öruggt. Þeim hafi þó tekist að binda niður hluti þess, strengt „strappa“ um eina geymslu hússins. Íbúðin undir gatinu var þó mannlaus að sögn Þórðar því enginn sé búsettur þar. Viðtalið við hann í heild má sjá hér að neðan. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að björgunarsveitarfólk hafi staðið í ströngu á Kjalarnesi frá því í nótt. Þakplötur hafi bókstaflega fokið á haf út í mestu hviðunum.Fréttastofan greinir frá öllum nýjustu vendingum í rauntíma í Óveðursvaktinni. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Ætla má að alvarlegasta foktjónið sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu, í hvassviðrinu sem gengið hefur yfir landið síðastliðinn sólarhring, hafi orðið á Kjalarnesi. Þar fauk stór hluti húsþaks við Jörfagrund og skyldi stórt sár eftir, eins og sjá má hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi kom steypt plata undir þakinu þó í veg fyrir það að veðurofsinn hafi náð inn í íbúðina þar fyrir neðan. Enn er töluvert hvassviðri á Kjalarnesi, vindhraði um 25 m/s og hafa vindhviður reglulega farið yfir 40 m/s. Til að mynda mældist vindhraðinn 62 m/s á sjötta tímanum í morgun. Þórður Bogason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu að ekki hafi verið talið óhætt að senda björgunarsveitar- eða slökkviliðsfólk á þakið til að varna frekar skemmdum. Hvassviðrið hafi verið slíkt á Kjalarnesi að það hafi ekki verið talið öruggt. Þeim hafi þó tekist að binda niður hluti þess, strengt „strappa“ um eina geymslu hússins. Íbúðin undir gatinu var þó mannlaus að sögn Þórðar því enginn sé búsettur þar. Viðtalið við hann í heild má sjá hér að neðan. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að björgunarsveitarfólk hafi staðið í ströngu á Kjalarnesi frá því í nótt. Þakplötur hafi bókstaflega fokið á haf út í mestu hviðunum.Fréttastofan greinir frá öllum nýjustu vendingum í rauntíma í Óveðursvaktinni.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02