Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2020 16:46 Kelly hershöfðingi var starfsmannastjóri Hvíta húss Trump frá júlí 2017 til janúar 2019. Vísir/EPA Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins brást rétt við þegar hann gerði yfirboðurum sínum viðvart um það sem hann taldi vafasamt framferði Donald Trump Bandaríkjaforseta í símtali við forseta Úkraínu, að mati Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Kelly viðurkennir jafnframt að hann hafi aldrei haft trú á fundum sem Trump átti við einræðisherra Norður-Kóreu. Alexander Vindman, ofursta í Bandaríkjaher og sérfræðingi í málefnum Úkraínu hjá þjóðaröryggisráðinu, var vísað á dyr í Hvíta húsinu á föstudag. Hann bar vitni um símtal Trump forseta við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsökuðu hvort Trump hefði framið embættisbrot í nóvember. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu í kjölfarið en öldungadeildin sýknaði hann í síðustu viku. Vindman var á meðal embættismanna sem hlýddu á símtal Trump og Zelenskíj en hann tilkynnti yfirmanni sínum í kjölfarið að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu þegar hann þrýsti á Zelenskíj að rannsaka pólitískan keppinaut sinn. Trump forseti hefur hellt úr skálum reiði sinnar yfir Vindman undanfarna daga og ýjað að því að Bandaríkjaher ætti að refsa honum. Ekki er ljóst á hvaða forsendum vill að herinn agi Vindman. Taldi orð Trump jafngilda „ólöglegri skipun“ John Kelly, sem var starfsmannastjóri Hvíta húss Trump frá 2017 til byrjunar árs 2019, kom Vindman til varnar í fyrirlestri í Drew-háskólanum í New Jersey í gærkvöldi. Taldi Kelly, sem var hershöfðingi í Bandaríkjaher, að Vindman hafi einfaldlega fylgt þjálfun sem hann fékk í hernum, að sögn tímaritsins The Atlantic. „Hann gerði nákvæmlega það sem við kennum þeim að gera frá vöggu til grafar. Hann fór og sagði yfirmanni sínum það sem hann heyrði,“ sagði Kelly um viðbrögð Vindman við símtali Trump og Zelenskíj. Trump forseti hefur ítrekað fullyrt að símtal hans við Zelenskíj hafi verið „fullkomið“, jafnvel þó að minnisblað sem Hvíta húsið birti sjálft um símtalið sýni að Trump þrýsti á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Kelly virtist ekki á sama máli og fyrrverandi húsbóndi hans í Hvíta húsinu. Trump hafi breytt stefnu Bandaríkjanna gegn Úkraínu gagngert með því að skilyrða hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við að Úkraínumennirnir hæfu rannsókn á pólitískum keppinauti hans. Vindman hafi haft rétt fyrir sér að gera yfirmanni sínum viðvart um það. Það sem Vindman heyrði Trump segja Zelenskíj að hann vildi rannsókn á Biden hafi í reynd verið „ólögleg skipun“. „Við kennum þeim: „Ekki fylgja ólöglegum skipunum og ef þú færð slíka bentu þeim sem gefur þér hana að það sé ólögleg skipun og segðu síðan yfirmanni þínum“,“ sagði Kelly um þjálfun Vindman. Alexander Vindman, nú fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins og sérfræðingur í málefnum Úkraínu.AP/Andrew Harnik Sagði Kim hafa leikið sér að Bandaríkjastjórn Það var ekki aðeins um Úkraínuhneykslið sem Kelly greindi á við Trump. Hann var spurður út í umleitanir Trump til að fá Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að gefa kjarnavopn sín upp á bátinn. Kelly sagði að þær tilraunir hafi verið gagnslausar. „Hann á aldrei eftir að láta kjarnavopnin af hendi. Trump forseti reyndi, það er ein leið til að orða það, en það virkaði ekki. Ég er yfirleitt bjartsýnismaður en ég er líka raunsæismaður og ég taldi aldrei að Kim ætti eftir að gera nokkuð annað en að leika með okkur um hríð og hann gerði það nokkuð vel,“ sagði Kelly en Trump fundaði í tvígang með Kim, fyrstur Bandaríkjaforseta, í fyrra skiptið á meðan Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Úkraína Tengdar fréttir Sondland einnig vikið úr starfi Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. 8. febrúar 2020 08:59 Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. 7. febrúar 2020 22:57 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins brást rétt við þegar hann gerði yfirboðurum sínum viðvart um það sem hann taldi vafasamt framferði Donald Trump Bandaríkjaforseta í símtali við forseta Úkraínu, að mati Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Kelly viðurkennir jafnframt að hann hafi aldrei haft trú á fundum sem Trump átti við einræðisherra Norður-Kóreu. Alexander Vindman, ofursta í Bandaríkjaher og sérfræðingi í málefnum Úkraínu hjá þjóðaröryggisráðinu, var vísað á dyr í Hvíta húsinu á föstudag. Hann bar vitni um símtal Trump forseta við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsökuðu hvort Trump hefði framið embættisbrot í nóvember. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu í kjölfarið en öldungadeildin sýknaði hann í síðustu viku. Vindman var á meðal embættismanna sem hlýddu á símtal Trump og Zelenskíj en hann tilkynnti yfirmanni sínum í kjölfarið að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu þegar hann þrýsti á Zelenskíj að rannsaka pólitískan keppinaut sinn. Trump forseti hefur hellt úr skálum reiði sinnar yfir Vindman undanfarna daga og ýjað að því að Bandaríkjaher ætti að refsa honum. Ekki er ljóst á hvaða forsendum vill að herinn agi Vindman. Taldi orð Trump jafngilda „ólöglegri skipun“ John Kelly, sem var starfsmannastjóri Hvíta húss Trump frá 2017 til byrjunar árs 2019, kom Vindman til varnar í fyrirlestri í Drew-háskólanum í New Jersey í gærkvöldi. Taldi Kelly, sem var hershöfðingi í Bandaríkjaher, að Vindman hafi einfaldlega fylgt þjálfun sem hann fékk í hernum, að sögn tímaritsins The Atlantic. „Hann gerði nákvæmlega það sem við kennum þeim að gera frá vöggu til grafar. Hann fór og sagði yfirmanni sínum það sem hann heyrði,“ sagði Kelly um viðbrögð Vindman við símtali Trump og Zelenskíj. Trump forseti hefur ítrekað fullyrt að símtal hans við Zelenskíj hafi verið „fullkomið“, jafnvel þó að minnisblað sem Hvíta húsið birti sjálft um símtalið sýni að Trump þrýsti á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Kelly virtist ekki á sama máli og fyrrverandi húsbóndi hans í Hvíta húsinu. Trump hafi breytt stefnu Bandaríkjanna gegn Úkraínu gagngert með því að skilyrða hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við að Úkraínumennirnir hæfu rannsókn á pólitískum keppinauti hans. Vindman hafi haft rétt fyrir sér að gera yfirmanni sínum viðvart um það. Það sem Vindman heyrði Trump segja Zelenskíj að hann vildi rannsókn á Biden hafi í reynd verið „ólögleg skipun“. „Við kennum þeim: „Ekki fylgja ólöglegum skipunum og ef þú færð slíka bentu þeim sem gefur þér hana að það sé ólögleg skipun og segðu síðan yfirmanni þínum“,“ sagði Kelly um þjálfun Vindman. Alexander Vindman, nú fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins og sérfræðingur í málefnum Úkraínu.AP/Andrew Harnik Sagði Kim hafa leikið sér að Bandaríkjastjórn Það var ekki aðeins um Úkraínuhneykslið sem Kelly greindi á við Trump. Hann var spurður út í umleitanir Trump til að fá Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að gefa kjarnavopn sín upp á bátinn. Kelly sagði að þær tilraunir hafi verið gagnslausar. „Hann á aldrei eftir að láta kjarnavopnin af hendi. Trump forseti reyndi, það er ein leið til að orða það, en það virkaði ekki. Ég er yfirleitt bjartsýnismaður en ég er líka raunsæismaður og ég taldi aldrei að Kim ætti eftir að gera nokkuð annað en að leika með okkur um hríð og hann gerði það nokkuð vel,“ sagði Kelly en Trump fundaði í tvígang með Kim, fyrstur Bandaríkjaforseta, í fyrra skiptið á meðan Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Úkraína Tengdar fréttir Sondland einnig vikið úr starfi Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. 8. febrúar 2020 08:59 Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. 7. febrúar 2020 22:57 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Sondland einnig vikið úr starfi Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. 8. febrúar 2020 08:59
Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. 7. febrúar 2020 22:57
Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15