Fleiri Íslendingar hafna raunverulegum orsökum hlýnunar jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2020 15:57 Vísindamenn hafa vitað að athafnir manna vald hnattrænni hlýnun á jörðinni. Engu að síður fjölgar Íslendingum sem telja náttúrulegar orsakir fyrir hlýnuninni. Vísir/Getty Tæplega fimmtungur svarenda í nýrri skoðanakönnun Gallup telur að hlýnun jarðar undanfarna öld sé vegna náttúrulegra breytinga, þvert á vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytingum. Hlutfall þeirra hefur hækkað um níu prósentustig frá því að sambærileg könnun var gerð fyrir rúmu ári. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um um það bil eina gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Rannsóknir sýna að menn bera ábyrgð á allri þeirri hlýnun. Umhverfiskönnun Gallup bendir engu að síður til þess að fleiri Íslendingar hafni nú þekkingu vísindamanna á orsökum hnattrænnar hlýnunar. Þannig sögðust nú 23,2% svarenda telja að hækkun á hitastigi jarðar á síðustu öld sé meira vegna náttúrulegra breytinga í umhverfinu sem eru ekki af mannanna völdum í könnun sem var gerð í janúar. Hlutfallið var 14,2% þegar sömu spurningar var spurt í desember árið 2018. Tveir af hverjum þremur svarendum töldu að hlýnun væri vegna mengunar af völdum manna. Hlutfallið dróst saman um 9,4 prósentustig frá síðustu könnun. Svipað hlutfall sagðist ekki vita það, á bilinu 10-11% í hvorri könnun. Sjá einnig: Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í tilkynningu frá Gallup kemur fram að viðhorfsbreytingin sé almenn en þeim sem aðhyllast náttúrulegar orsakir hlýnunar fjölgaði mest hjá fólki á aldrinum 45-55 ára, um 20%. Frekari niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á umhverfisráðstefnu Gallup sem verður haldin í næstu viku. Merki hafa verið um að afneitun á vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum hafi vaxið ásmegin á Íslandi undanfarin. Umhverfisstofnun greip þannig til þess óvanalega ráðs að senda frá sér tilkynningu til að árétta að loftslagsbreytingar séu staðreynd í haust. Vísaði stofnunin til umræðu um að hlýnun af völdum manna eigi sér annað hvort ekki stað eða að umræða vísindamanna byggðist á ýkjum. Loftslagsmál Skoðanakannanir Vísindi Tengdar fréttir Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í óvanalegri tilkynningu á mánudag áréttaði Umhverfisstofnun raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Áréttingin kemur í kjölfar bakslags gegn loftslagsaðgerðum. 11. október 2019 09:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Tæplega fimmtungur svarenda í nýrri skoðanakönnun Gallup telur að hlýnun jarðar undanfarna öld sé vegna náttúrulegra breytinga, þvert á vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytingum. Hlutfall þeirra hefur hækkað um níu prósentustig frá því að sambærileg könnun var gerð fyrir rúmu ári. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um um það bil eina gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Rannsóknir sýna að menn bera ábyrgð á allri þeirri hlýnun. Umhverfiskönnun Gallup bendir engu að síður til þess að fleiri Íslendingar hafni nú þekkingu vísindamanna á orsökum hnattrænnar hlýnunar. Þannig sögðust nú 23,2% svarenda telja að hækkun á hitastigi jarðar á síðustu öld sé meira vegna náttúrulegra breytinga í umhverfinu sem eru ekki af mannanna völdum í könnun sem var gerð í janúar. Hlutfallið var 14,2% þegar sömu spurningar var spurt í desember árið 2018. Tveir af hverjum þremur svarendum töldu að hlýnun væri vegna mengunar af völdum manna. Hlutfallið dróst saman um 9,4 prósentustig frá síðustu könnun. Svipað hlutfall sagðist ekki vita það, á bilinu 10-11% í hvorri könnun. Sjá einnig: Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í tilkynningu frá Gallup kemur fram að viðhorfsbreytingin sé almenn en þeim sem aðhyllast náttúrulegar orsakir hlýnunar fjölgaði mest hjá fólki á aldrinum 45-55 ára, um 20%. Frekari niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á umhverfisráðstefnu Gallup sem verður haldin í næstu viku. Merki hafa verið um að afneitun á vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum hafi vaxið ásmegin á Íslandi undanfarin. Umhverfisstofnun greip þannig til þess óvanalega ráðs að senda frá sér tilkynningu til að árétta að loftslagsbreytingar séu staðreynd í haust. Vísaði stofnunin til umræðu um að hlýnun af völdum manna eigi sér annað hvort ekki stað eða að umræða vísindamanna byggðist á ýkjum.
Loftslagsmál Skoðanakannanir Vísindi Tengdar fréttir Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í óvanalegri tilkynningu á mánudag áréttaði Umhverfisstofnun raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Áréttingin kemur í kjölfar bakslags gegn loftslagsaðgerðum. 11. október 2019 09:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í óvanalegri tilkynningu á mánudag áréttaði Umhverfisstofnun raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Áréttingin kemur í kjölfar bakslags gegn loftslagsaðgerðum. 11. október 2019 09:00
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30