Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2020 22:00 Flugvöllurinn við Qaqortoq, samkvæmt teikningu frá flugvallafélagi Grænlands, Kalaallit Airports. Mynd/Kalaallit Airports. Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. Ístak er í hópi fimm verktaka sem grænlensk stjórnvöld hafa boðið að taka þátt í útboðinu. Grafískt myndband af aðflugi til vallarins var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Flugvöllurinn í Narsarsuaq hefur til þessa verið aðalflugvöllur Suður-Grænlands en þangað er áætlunarflug á sumrin frá Reykjavík. Þaðan þarf hins vegar að sigla í tvo tíma til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Grænlendingar gera ráð fyrir að þotur sem þurfa styttri braut, eins og Airbus A220, geti notað Qaqortoq-flugvöll.Mynd/Kalaallit Airports. Grænlensk stjórnvöld undirbúa því gerð flugvallar skammt utan við bæinn. Þar er gert ráð fyrir 1.500 metra langri flugbraut og 30 metra breiðri, sem gæti tekið við smærri farþegaþotum eins og Airbus A220. Eftir forval hafa fimm verktakafyrirtæki nú fengið boð um að gera tilboð í verkið og er Ístak í þeim hópi í samstarfi við eiganda sinn, danska verktakafyrirtækið Aarsleff, að því er Sermitsiaq greinir frá. Tilboð verða opnuð í maí og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í sumar en Qaqortoq-flugvöllurinn á að vera tilbúinn í árslok 2023. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en flugvöllurinn í Qaqortoq verður með 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Þetta verður þriðja risaverkefnið í flugvallargerð sem Grænlendingar hefja á skömmum tíma.Sjá viðtal við Kim Kielsen hér: Flugvallauppbygging Grænlands að hefjast Síðastliðið haust var byrjað að sprengja fyrir 2.200 metra langri flugbraut við höfuðstaðinn Nuuk og á dögunum var hafist handa við flugvallargerð í Ilulissat en þar verður einnig lögð 2.200 metra braut. Þessu til viðbótar áforma Grænlendingar gerð átta smærri innanlandsvalla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka Spennandi tímar fara í hönd á Grænlandi með mikilli uppbyggingu. Framkvæmdastjóri Ístaks segir að þar séu framundan stór verkefni, sem fyrirtækið vilji taka þátt í. 26. desember 2019 21:38 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. Ístak er í hópi fimm verktaka sem grænlensk stjórnvöld hafa boðið að taka þátt í útboðinu. Grafískt myndband af aðflugi til vallarins var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Flugvöllurinn í Narsarsuaq hefur til þessa verið aðalflugvöllur Suður-Grænlands en þangað er áætlunarflug á sumrin frá Reykjavík. Þaðan þarf hins vegar að sigla í tvo tíma til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Grænlendingar gera ráð fyrir að þotur sem þurfa styttri braut, eins og Airbus A220, geti notað Qaqortoq-flugvöll.Mynd/Kalaallit Airports. Grænlensk stjórnvöld undirbúa því gerð flugvallar skammt utan við bæinn. Þar er gert ráð fyrir 1.500 metra langri flugbraut og 30 metra breiðri, sem gæti tekið við smærri farþegaþotum eins og Airbus A220. Eftir forval hafa fimm verktakafyrirtæki nú fengið boð um að gera tilboð í verkið og er Ístak í þeim hópi í samstarfi við eiganda sinn, danska verktakafyrirtækið Aarsleff, að því er Sermitsiaq greinir frá. Tilboð verða opnuð í maí og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í sumar en Qaqortoq-flugvöllurinn á að vera tilbúinn í árslok 2023. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en flugvöllurinn í Qaqortoq verður með 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Þetta verður þriðja risaverkefnið í flugvallargerð sem Grænlendingar hefja á skömmum tíma.Sjá viðtal við Kim Kielsen hér: Flugvallauppbygging Grænlands að hefjast Síðastliðið haust var byrjað að sprengja fyrir 2.200 metra langri flugbraut við höfuðstaðinn Nuuk og á dögunum var hafist handa við flugvallargerð í Ilulissat en þar verður einnig lögð 2.200 metra braut. Þessu til viðbótar áforma Grænlendingar gerð átta smærri innanlandsvalla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka Spennandi tímar fara í hönd á Grænlandi með mikilli uppbyggingu. Framkvæmdastjóri Ístaks segir að þar séu framundan stór verkefni, sem fyrirtækið vilji taka þátt í. 26. desember 2019 21:38 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52
Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka Spennandi tímar fara í hönd á Grænlandi með mikilli uppbyggingu. Framkvæmdastjóri Ístaks segir að þar séu framundan stór verkefni, sem fyrirtækið vilji taka þátt í. 26. desember 2019 21:38
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40