Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2020 18:30 Appelsínugul stormviðvörun tekur gildi á föstudaginn Vísir/Vilhelm Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin „Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. Þetta sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um það óveður sem framundan er. Von er á mjög djúpri lægð á föstudaginn hér á landi sem búist er við að muni hafa víðtæk áhrif. Á sama tíma hafa fjölmiðlar ytra hafa sagt frá því að lægðin Dennis sé á leiðinni og hafa fjölmiðlar hér á landi gripið það á lofti og talað um Denna dæmalausa, eftir vinsælli teiknimyndafígúru. „Það hefur verið misskilningur með það að Bretar kalli þetta Dennis, Denni dæmalausi, það er hins vegar lægð sem kemur á laugardaginn. Hún verður hérna aðeins frá landinu og veldur meiri usla á Bretlandseyjum. Þess vegna fær hún nafn,“ sagði Einar. Líkt og sagt hefur frá er von á vonskuveðri á föstudaginn og er appelsínugul viðvörun í gildi á öllu landinu á föstudaginn. Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar og bendir Veðurstofa Íslands fólki á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni. Ekkert ferðaveður sé á meðan viðvaranirnar eru í gildi. Það er þó ekki Denna að kenna að sögn Einars, sem kemur sem fyrr segir á laugardaginn. Almennt er Einar ekki hrifinn af því að lægðir fái nöfn líkt og tíðkast víða í Evrópu. „Nei, við förum ekki að gefa lægðunum nöfn og alla vega ekki nöfn sem fólk ber líka. Hver vill bera ábyrgð á því að hafa verið lægðin Anna sem gekk hérna yfir og rústaði öllu,“ spurði Einar og sagði veðurfræðinga hér á landi almennt vera sammála um þessa nálgun. „Við veðurfræðingar hérna erum nokkuð sammála um það að gera það ekki. Þetta er komið úr nafnahefðinni með fellibylina til þess að forðast rugling en svo má gefa þessu nafn eins og Engihjallaveðrið eða Subaru-lægðina og þar fram eftir götunum eftir því hvernig tjónið varð.“ Fjölmiðlar Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. 12. febrúar 2020 16:58 Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. 12. febrúar 2020 12:10 Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin „Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. Þetta sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um það óveður sem framundan er. Von er á mjög djúpri lægð á föstudaginn hér á landi sem búist er við að muni hafa víðtæk áhrif. Á sama tíma hafa fjölmiðlar ytra hafa sagt frá því að lægðin Dennis sé á leiðinni og hafa fjölmiðlar hér á landi gripið það á lofti og talað um Denna dæmalausa, eftir vinsælli teiknimyndafígúru. „Það hefur verið misskilningur með það að Bretar kalli þetta Dennis, Denni dæmalausi, það er hins vegar lægð sem kemur á laugardaginn. Hún verður hérna aðeins frá landinu og veldur meiri usla á Bretlandseyjum. Þess vegna fær hún nafn,“ sagði Einar. Líkt og sagt hefur frá er von á vonskuveðri á föstudaginn og er appelsínugul viðvörun í gildi á öllu landinu á föstudaginn. Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar og bendir Veðurstofa Íslands fólki á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni. Ekkert ferðaveður sé á meðan viðvaranirnar eru í gildi. Það er þó ekki Denna að kenna að sögn Einars, sem kemur sem fyrr segir á laugardaginn. Almennt er Einar ekki hrifinn af því að lægðir fái nöfn líkt og tíðkast víða í Evrópu. „Nei, við förum ekki að gefa lægðunum nöfn og alla vega ekki nöfn sem fólk ber líka. Hver vill bera ábyrgð á því að hafa verið lægðin Anna sem gekk hérna yfir og rústaði öllu,“ spurði Einar og sagði veðurfræðinga hér á landi almennt vera sammála um þessa nálgun. „Við veðurfræðingar hérna erum nokkuð sammála um það að gera það ekki. Þetta er komið úr nafnahefðinni með fellibylina til þess að forðast rugling en svo má gefa þessu nafn eins og Engihjallaveðrið eða Subaru-lægðina og þar fram eftir götunum eftir því hvernig tjónið varð.“
Fjölmiðlar Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. 12. febrúar 2020 16:58 Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. 12. febrúar 2020 12:10 Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. 12. febrúar 2020 16:58
Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. 12. febrúar 2020 12:10
Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08