Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 10:30 Einstaklingur sem stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði í dag má búast við því að setjast í helgan stein í kringum árið 2070. Ef jarðarbúar ætla að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C þurfa um það leyti að vera 20 ár síðan losun gróðurhúsalofttegunda náðist niður í núll. Á þessari einu starfsævi mun því eiga sér stað algjör umbylting á öllum lifnaðarháttum mannkyns – með góðu eða illu. Þessi breyting getur orðið með illu, það er með því að sigur vinnist ekki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og samfélagið þurfi að bregðast við neikvæðum afleiðingum hamfarahlýnunar. En hún getur líka orðið með góðu, með því að neysluvenjur og framleiðsluhættir breytist þannig að mannkyn nái að lifa innan þeirra marka sem náttúran setur okkur. Þegar svona miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar hefur það áhrif á alla langtímahugsun og stefnumörkun. Þetta birtist einna skýrast hjá þeim sem fjárfesta til langs tíma. Þar má nefna norska olíusjóðinn, sem á síðasta ári ákvað að losa sig við fjárfestingar í olíu- og gasfyrirtækjum að verðmæti um 7,5 milljarða dollara. Reyndar var þessi ákvörðun ekki tekin af umhverfisástæðum, heldur vegna þess að stjórn sjóðsins mat þessa fjárfestingarleið einfaldlega of áhættusama. Olíusjóðurinn er er varasjóður norsku þjóðarinnar fyrir framtíðina – og til að hann standi undir því hlutverki er ekki hægt að fjárfesta í iðnaði fortíðar. Fullkomlega óljós staða í dag Hvar standa íslensku lífeyrissjóðirnir í þessum samanburði? Þar hefur þjóðin safnað gríðarlegum fjármunum fyrir framtíðina. Eignir lífeyrissjóða voru um fimm þúsund milljarðar króna í lok síðasta árs – eða nærri tvöföld landsframleiðsla Íslands. Samkvæmt lögum er lífeyrissjóðum gert að setja sér fjárfestingarstefnu sem hafi hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Þar er þeim skylt að setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Óhjákvæmilegt er að taka tillit til áhrifa loftslagsbreytinga á langtímafjárfestingar og það að snúa sér að grænni fjárfestingakostum gæti vissulega verið framlag lífeyrissjóðanna til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum – og þar með hluti af siðferðislegum viðmiðum sjóðanna. Í ljósi þessa spurði ég fjármálaráðherra fyrir nokkrum misserum hvort hann teldi að lagaramminn tryggði það að fjárfestingar lífeyrissjóða þjóni loftslagsmarkmiðum og markmiðum um sjálfbærni, og hvort nægjanlegt gagnsæi ríkti um það hvort fjárfestingar sjóðanna uppfylltu þau markmið. Ráðherrann taldi engan hafa sérstakan áhuga á því að styðja við mengandi uppbyggingu og jafnframt að ekki skorti upp á gagnsæið þegar kæmi að eignasafni lífeyrissjóðanna. Það varð til þess að ég lagði fram skriflega fyrirspurn til ráðherra til að kalla fram þær upplýsingar sem fjármálaráðuneytið hefði um hlutdeild fjárfestinga lífeyrissjóðanna sem bundin væri í starfsemi sem felst í vinnslu eða sölu jarðefnaeldnseytis. Þá kom annað hljóð í skrokkinn og ráðherrann gat engu svarað, þar sem ráðuneytið gæti ekki kallað eftir þessum upplýsingum frá lífeyrissjóðunum. Sumsé: Ríkið veit ekki hver staðan er. Og upplýsingarnar sem almenningur getur kallað fram eru ekki mikið ítarlegri. Á síðasta ári óskaði Alda - félag um sjálfbærni eftir upplýsingum um það hvort íslensk fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum eða fyrirtækjum sem fjárfesta í eða vinna að verkefnum tengdum leit eða vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þau svör sem þangað hafa borist eru fæst afdráttarlaus, en benda sum til þess að lífeyrissjóðir kunni að eiga slíkar fjárfestingar, a.m.k. í gegnum hlutabréfasjóði. Umbylting er nauðsynleg Á næstu árum þarf að umbylta öllu efnahagskerfi heimsins. Það er hluti af þeim aðgerðum sem eru einfaldlega nauðsynlegar til að koma í veg fyrir hamfarahlýnun og eitthvað sem ríki heims hafa sammælst um að gera til að mæta Parísarsáttmálanum. Þeir aðilar á fjármálamarkaði sem fjárfesta til langs tíma þyrftu í raun nú þegar að vera langt komnir á þá braut að hætta fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis og tengdum iðnaði, því fjárfestingar sem ekki taka tillit til loftslagsbreytinga verða áhættusamri með hverju árinu sem líður. Slík umskipti fela auk þess í sér mikil tækifæri, þar sem gríðarleg uppbygging er fyrirsjáanleg í loftslags- og orkutengdum verkefnum á næstu árum. Þannig geta fjárfestar séð fara saman sjálfbærni, nýsköpun og góð fjárfestingartækifæri. Í síðustu viku birtist á vef Alþingis tillaga mín um að útfæra verkfæri í þágu þessa: takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Með tillögunni er lagt til að fjármálaráðherra skipi starfshóp sérfræðinga á sviði sjálfbærni og fjárfestinga sem hafi það hlutverk að skoða og koma með tillögur að útfærslu á banni við fjárfestingum í fyrirtækjum sem tengjast vinnslu jarðefnaeldsneytis sem eykur losun gróðurhúsalofttegunda. Af fyrri svörum ráðherrans að dæma, sem og þeim svörum sem borist hafa í fjárlosunarátaki Öldunnar, er mikil þörf á slíku samtali á milli hins opinbera og fjárfesta um leiðir til að losa fé úr starfsemi sem veldur hlýnun jarðar og færa það yfir í grænar lausnir. Með grænni fjárfestingum geta lífeyrissjóðir ekki aðeins unnið að áhyggjulausu ævikvöldi sjóðfélaga með því að tryggja þeim framfærslu að lokinni starfsævinni, heldur líka með því að leggja sitt af mörkum til þess að lífvænlegt verði á jörðinni þegar að töku ellilífeyris kemur. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Einstaklingur sem stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði í dag má búast við því að setjast í helgan stein í kringum árið 2070. Ef jarðarbúar ætla að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C þurfa um það leyti að vera 20 ár síðan losun gróðurhúsalofttegunda náðist niður í núll. Á þessari einu starfsævi mun því eiga sér stað algjör umbylting á öllum lifnaðarháttum mannkyns – með góðu eða illu. Þessi breyting getur orðið með illu, það er með því að sigur vinnist ekki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og samfélagið þurfi að bregðast við neikvæðum afleiðingum hamfarahlýnunar. En hún getur líka orðið með góðu, með því að neysluvenjur og framleiðsluhættir breytist þannig að mannkyn nái að lifa innan þeirra marka sem náttúran setur okkur. Þegar svona miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar hefur það áhrif á alla langtímahugsun og stefnumörkun. Þetta birtist einna skýrast hjá þeim sem fjárfesta til langs tíma. Þar má nefna norska olíusjóðinn, sem á síðasta ári ákvað að losa sig við fjárfestingar í olíu- og gasfyrirtækjum að verðmæti um 7,5 milljarða dollara. Reyndar var þessi ákvörðun ekki tekin af umhverfisástæðum, heldur vegna þess að stjórn sjóðsins mat þessa fjárfestingarleið einfaldlega of áhættusama. Olíusjóðurinn er er varasjóður norsku þjóðarinnar fyrir framtíðina – og til að hann standi undir því hlutverki er ekki hægt að fjárfesta í iðnaði fortíðar. Fullkomlega óljós staða í dag Hvar standa íslensku lífeyrissjóðirnir í þessum samanburði? Þar hefur þjóðin safnað gríðarlegum fjármunum fyrir framtíðina. Eignir lífeyrissjóða voru um fimm þúsund milljarðar króna í lok síðasta árs – eða nærri tvöföld landsframleiðsla Íslands. Samkvæmt lögum er lífeyrissjóðum gert að setja sér fjárfestingarstefnu sem hafi hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Þar er þeim skylt að setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Óhjákvæmilegt er að taka tillit til áhrifa loftslagsbreytinga á langtímafjárfestingar og það að snúa sér að grænni fjárfestingakostum gæti vissulega verið framlag lífeyrissjóðanna til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum – og þar með hluti af siðferðislegum viðmiðum sjóðanna. Í ljósi þessa spurði ég fjármálaráðherra fyrir nokkrum misserum hvort hann teldi að lagaramminn tryggði það að fjárfestingar lífeyrissjóða þjóni loftslagsmarkmiðum og markmiðum um sjálfbærni, og hvort nægjanlegt gagnsæi ríkti um það hvort fjárfestingar sjóðanna uppfylltu þau markmið. Ráðherrann taldi engan hafa sérstakan áhuga á því að styðja við mengandi uppbyggingu og jafnframt að ekki skorti upp á gagnsæið þegar kæmi að eignasafni lífeyrissjóðanna. Það varð til þess að ég lagði fram skriflega fyrirspurn til ráðherra til að kalla fram þær upplýsingar sem fjármálaráðuneytið hefði um hlutdeild fjárfestinga lífeyrissjóðanna sem bundin væri í starfsemi sem felst í vinnslu eða sölu jarðefnaeldnseytis. Þá kom annað hljóð í skrokkinn og ráðherrann gat engu svarað, þar sem ráðuneytið gæti ekki kallað eftir þessum upplýsingum frá lífeyrissjóðunum. Sumsé: Ríkið veit ekki hver staðan er. Og upplýsingarnar sem almenningur getur kallað fram eru ekki mikið ítarlegri. Á síðasta ári óskaði Alda - félag um sjálfbærni eftir upplýsingum um það hvort íslensk fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum eða fyrirtækjum sem fjárfesta í eða vinna að verkefnum tengdum leit eða vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þau svör sem þangað hafa borist eru fæst afdráttarlaus, en benda sum til þess að lífeyrissjóðir kunni að eiga slíkar fjárfestingar, a.m.k. í gegnum hlutabréfasjóði. Umbylting er nauðsynleg Á næstu árum þarf að umbylta öllu efnahagskerfi heimsins. Það er hluti af þeim aðgerðum sem eru einfaldlega nauðsynlegar til að koma í veg fyrir hamfarahlýnun og eitthvað sem ríki heims hafa sammælst um að gera til að mæta Parísarsáttmálanum. Þeir aðilar á fjármálamarkaði sem fjárfesta til langs tíma þyrftu í raun nú þegar að vera langt komnir á þá braut að hætta fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis og tengdum iðnaði, því fjárfestingar sem ekki taka tillit til loftslagsbreytinga verða áhættusamri með hverju árinu sem líður. Slík umskipti fela auk þess í sér mikil tækifæri, þar sem gríðarleg uppbygging er fyrirsjáanleg í loftslags- og orkutengdum verkefnum á næstu árum. Þannig geta fjárfestar séð fara saman sjálfbærni, nýsköpun og góð fjárfestingartækifæri. Í síðustu viku birtist á vef Alþingis tillaga mín um að útfæra verkfæri í þágu þessa: takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Með tillögunni er lagt til að fjármálaráðherra skipi starfshóp sérfræðinga á sviði sjálfbærni og fjárfestinga sem hafi það hlutverk að skoða og koma með tillögur að útfærslu á banni við fjárfestingum í fyrirtækjum sem tengjast vinnslu jarðefnaeldsneytis sem eykur losun gróðurhúsalofttegunda. Af fyrri svörum ráðherrans að dæma, sem og þeim svörum sem borist hafa í fjárlosunarátaki Öldunnar, er mikil þörf á slíku samtali á milli hins opinbera og fjárfesta um leiðir til að losa fé úr starfsemi sem veldur hlýnun jarðar og færa það yfir í grænar lausnir. Með grænni fjárfestingum geta lífeyrissjóðir ekki aðeins unnið að áhyggjulausu ævikvöldi sjóðfélaga með því að tryggja þeim framfærslu að lokinni starfsævinni, heldur líka með því að leggja sitt af mörkum til þess að lífvænlegt verði á jörðinni þegar að töku ellilífeyris kemur. Höfundur er þingmaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun