Fótbolti

Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla

Sindri Sverrisson skrifar
Lionel Messi hugar að Ousmane Dembele sem verður lengi frá keppni vegna meiðsla.
Lionel Messi hugar að Ousmane Dembele sem verður lengi frá keppni vegna meiðsla. vísir/epa

Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á Evrópumótinu í sumar, en þar gætu heimsmeistararnir mögulega mætt Íslendingum.

Dembele gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í hægra læri í Finnlandi í dag og er áætlað að hann verði frá keppni í sex mánuði. Frakkinn gekkst undir aðgerð hjá sama lækni í september 2017 vegna sams konar meiðsla í vinstra læri.

Læknar spænska knattspyrnusambandsins munu nú meta eðli meiðsla Dembele en samkvæmt reglum á Spáni má Barcelona sækja sér leikmann til að fylla skarð hans ef mat læknanna er að hann verði frá keppni í meira en fimm mánuði. Samkvæmt frétt Marca er Willian Jose, leikmaður Real Sociedad, efstur á blaði Börsunga yfir þá leikmenn sem liðið vill fá vegna meiðsla Dembele og Luis Suárez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×