Þörf á þéttari reglum: Lekar með gluggum helsta orsök rakaskemmda Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2020 07:00 Helstu niðurstöður Arnars eru að í hverri eign eru oftar en ekki fleiri en ein orsök fyrir rakaskemmdum. Algengustu orsakirnar eru lekar með gluggum og hurðum. Vísir/Vilhelm Helstu orsakir rakaskemmda í íbúðarhúsnæði eru lekar inn með gluggum, útihurðum, vatnsvörn baðherbergja, þök og hegðun íbúa. Þar að auki virðist sem að vankantar séu á leiðarvísum, reglugerðarkröfum og kennslu við ísetningu glugga hér á landi. Þetta kemur fram í tveimur lokaverkefnum í byggingartæknifræði HR sem birt voru í síðasta mánuði. Annað verkefnið, sem unnið var af Arnari Þór Hrólfssyni, snerist um að greina hverjar helstu orsakir rakaskemmda eru hér á landi og kortleggja í hvaða hluta húsnæðis þær koma helst fram. Til þess skoðaði Arnar 150 skoðunarskýrslur frá Verkfræðistofunni Eflu, sem geyma greiningu á rakavandamálum húsa. Hitt verkefnið var unnið af Bergþóri Inga Sigurðssyni og fjallar það um hvaða kröfur séu gerðar varðandi glugga og ísetningar þeirra á Íslandi. Báðir unnu þeir verkefnin hjá EFLU og nutu stuðnings og leiðbeiningar sérfræðinga fyrirtækisins. Helstu niðurstöður Arnars eru að í hverri eign eru oftar en ekki fleiri en ein orsök fyrir rakaskemmdum. Algengustu orsakirnar eru lekar með gluggum og hurðum. Sverrir Jóhannesson, Bergþór Ingi Sigurðsson, Arnar Þór Hrólfsson, Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og Eiríkur Ástvald Magnússon. Bergþór komst að þeirri niðurstöðu að endurskoða þurfi alla ferla sem snúa að gluggum til að tryggja endingu og takmarka leka. Til dæmis bendir hann á að samkvæmt Eurocode eigi framleiðendur glugga og hurða að framvísa leiðbeiningum fyrir ísetningu glugga og hurða og hvernig ganga eigi frá þeim til að tryggja þétt leika. Upplýsingar þessar má finna heimasíðum framleiðenda. „Þetta virðist þó ekki hafa skilað sér til Íslands, því skv. söluaðilum hér á landi hafa þeir engar upplýsingar um ísetningu né hvernig eigi að þétta í kringum glugga né hurðir. Þar er alfarið treyst á að fagaðilar setji gluggana og hurðirnar í og kunni vel til verka,“ segir í niðurstöðum Bergþórs. Þá snýr eini áfanginn sem kemur að gluggum og hurðum í iðnnámi að því hvernig smíða eigi glugga og hurðar. Mögulegt er að þeir sem lokið hafa sveinsprófi fari í gegnum allt námið og árs samning hjá meistara án þess að læra eitthvað um ísetningu glugga né hurða. Við skoðun á verkstöðum segir Bergþór þó að almennt vandi verktakar til verka og séu með góðar aðferðir við ísetningu og þéttingu meðfram gluggum og hurðum. Hins vegar hafi verið ljóst eftir nánari skoðun og viðræður við tæknimenn og fagaðila að algengt sé að unnið sé með efni og vörur, án þess að kunna að beita réttum aðferðum. „Með því að beita röngum aðferðum með efni til þéttinga hvort sem það er kítti, límborði eða frauð þá næst ekki tryggileg þétting og gluggi eða hurð mun leka með tilheyrandi rakaskemmdum í nánustu framtíð,“ segir í niðurstöðum Bergþórs. Þörf á frekari rannsóknum Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóri hjá Eflu sem kom að verkefnunum, segir mikla þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði. Í raun ættu rannsóknir sem þessar að vera á höndum opinberra aðila. „Þetta eru nemendaverkefni og það ber vissulega að taka þeim þannig. Þau eru þó vísbending um þörf á frekari rannsóknum,“ segir Sylgja. Hún segir verkefnin hafa mikið samfélagslegt gildi þar sem allir vilji betri byggingar sem leki ekki og vita hvar helst sé þörf á endurbótum. „Niðurstöðurnar gefa okkur tækifæri til þess að bregðast við með því að endurskoða reglugerðarkröfur og leiðarvísa og kennslu til fagaðila. Mikilvægt er að einnig að átta sig á því hvar við þurfum helst að leggja áherslu á aðgerðir til þess að takmarkinu verði náð, betri byggingum.“ Sérfræðingar Eflu ásamt Bergþóri og Arnari hyggjast kynna niðurstöðurnar betur með kynningu næstu mánuði, útbúa kennsluefni í samstarfi við Iðuna fræðslusetur og fá fram umræður um málefnið. Húsnæðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Helstu orsakir rakaskemmda í íbúðarhúsnæði eru lekar inn með gluggum, útihurðum, vatnsvörn baðherbergja, þök og hegðun íbúa. Þar að auki virðist sem að vankantar séu á leiðarvísum, reglugerðarkröfum og kennslu við ísetningu glugga hér á landi. Þetta kemur fram í tveimur lokaverkefnum í byggingartæknifræði HR sem birt voru í síðasta mánuði. Annað verkefnið, sem unnið var af Arnari Þór Hrólfssyni, snerist um að greina hverjar helstu orsakir rakaskemmda eru hér á landi og kortleggja í hvaða hluta húsnæðis þær koma helst fram. Til þess skoðaði Arnar 150 skoðunarskýrslur frá Verkfræðistofunni Eflu, sem geyma greiningu á rakavandamálum húsa. Hitt verkefnið var unnið af Bergþóri Inga Sigurðssyni og fjallar það um hvaða kröfur séu gerðar varðandi glugga og ísetningar þeirra á Íslandi. Báðir unnu þeir verkefnin hjá EFLU og nutu stuðnings og leiðbeiningar sérfræðinga fyrirtækisins. Helstu niðurstöður Arnars eru að í hverri eign eru oftar en ekki fleiri en ein orsök fyrir rakaskemmdum. Algengustu orsakirnar eru lekar með gluggum og hurðum. Sverrir Jóhannesson, Bergþór Ingi Sigurðsson, Arnar Þór Hrólfsson, Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og Eiríkur Ástvald Magnússon. Bergþór komst að þeirri niðurstöðu að endurskoða þurfi alla ferla sem snúa að gluggum til að tryggja endingu og takmarka leka. Til dæmis bendir hann á að samkvæmt Eurocode eigi framleiðendur glugga og hurða að framvísa leiðbeiningum fyrir ísetningu glugga og hurða og hvernig ganga eigi frá þeim til að tryggja þétt leika. Upplýsingar þessar má finna heimasíðum framleiðenda. „Þetta virðist þó ekki hafa skilað sér til Íslands, því skv. söluaðilum hér á landi hafa þeir engar upplýsingar um ísetningu né hvernig eigi að þétta í kringum glugga né hurðir. Þar er alfarið treyst á að fagaðilar setji gluggana og hurðirnar í og kunni vel til verka,“ segir í niðurstöðum Bergþórs. Þá snýr eini áfanginn sem kemur að gluggum og hurðum í iðnnámi að því hvernig smíða eigi glugga og hurðar. Mögulegt er að þeir sem lokið hafa sveinsprófi fari í gegnum allt námið og árs samning hjá meistara án þess að læra eitthvað um ísetningu glugga né hurða. Við skoðun á verkstöðum segir Bergþór þó að almennt vandi verktakar til verka og séu með góðar aðferðir við ísetningu og þéttingu meðfram gluggum og hurðum. Hins vegar hafi verið ljóst eftir nánari skoðun og viðræður við tæknimenn og fagaðila að algengt sé að unnið sé með efni og vörur, án þess að kunna að beita réttum aðferðum. „Með því að beita röngum aðferðum með efni til þéttinga hvort sem það er kítti, límborði eða frauð þá næst ekki tryggileg þétting og gluggi eða hurð mun leka með tilheyrandi rakaskemmdum í nánustu framtíð,“ segir í niðurstöðum Bergþórs. Þörf á frekari rannsóknum Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóri hjá Eflu sem kom að verkefnunum, segir mikla þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði. Í raun ættu rannsóknir sem þessar að vera á höndum opinberra aðila. „Þetta eru nemendaverkefni og það ber vissulega að taka þeim þannig. Þau eru þó vísbending um þörf á frekari rannsóknum,“ segir Sylgja. Hún segir verkefnin hafa mikið samfélagslegt gildi þar sem allir vilji betri byggingar sem leki ekki og vita hvar helst sé þörf á endurbótum. „Niðurstöðurnar gefa okkur tækifæri til þess að bregðast við með því að endurskoða reglugerðarkröfur og leiðarvísa og kennslu til fagaðila. Mikilvægt er að einnig að átta sig á því hvar við þurfum helst að leggja áherslu á aðgerðir til þess að takmarkinu verði náð, betri byggingum.“ Sérfræðingar Eflu ásamt Bergþóri og Arnari hyggjast kynna niðurstöðurnar betur með kynningu næstu mánuði, útbúa kennsluefni í samstarfi við Iðuna fræðslusetur og fá fram umræður um málefnið.
Húsnæðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira