Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2020 11:40 Arnþrúður þarf að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur en auk þess málsvarnarlaun lögmanns hans upp á 1,1 milljón króna. Dómur féll í meiðyrðamáli Reynis Traustasonar blaðamanns og fyrrverandi ritstjóra gegn Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Hafði Reynir betur í málinu og þarf Arnþrúður að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur auk þess að reiða fram 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun lögmanns Reynis. Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón í miskabætur. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kvað upp dóminn en málið var flutt í janúar. Lögmaður Arnþrúðar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði meðal annars við það tækifæri að Reynir hefði engin efni á að vera þetta hörundsár, þá með vísan til þess að Reynir hafi marga fjöruna sopið á sínum litríka ferli sem blaðamaður. Og hefði verið kærður mörgum sinnum vegna skrifa sinna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gætti hagsmuna Arnþrúðar Karlsdóttur í málinu.Vísir/Vilhelm Reynir benti á móti á að hann hafi aldrei verið fundinn sekur um meiðyrði í þeim tilfellum. Ljóst mátti vera að engir sérstakir kærleikar eru með þeim Reyni og Vilhjálmi og þurfti dómarinn að grípa inní og sagði að þetta væri orðið heldur persónulegt. Í máli lögmanns Reynis, Gunnars Inga Jóhannssonar, kom hins vegar fram að Reynir hafi orðið fyrir ónæði og aðkasti vegna hinna ósönnu og sérlega ósmekklegu ummæla. Arnþrúður var dæmd fyrir tvenn ummæli af þremur, þeim tveimur fyrri hér að neðan: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Gunnar Ingi Jóhannsson hefur marga fjöruna sopið í meiðyrðamálum. Yfirleitt þó sem verjandi blaðamanna sem sótt er að.Vísir/Vilhelm Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, segir um fullnaðarsigur að ræða. Hann er reynslumikill þegar kemur að meiðyrðamálum og staðið vaktina í mörgum slíkum í dómssal. „Já, ég hef rekið mörg svona mál og yfirleitt varnarmegin. Mér er annt um tjáningarfrelsið en þetta er svo gróf misnotkun á því að það getur enginn setið undir slíkum ummælum sem voru algjörlega tilefnislaus.“ Í niðurstöðu dómsins segir að menn eigi ekki að þurfa að þola það að vera opinberlega bornir sökum um alvarlega ámælisverða háttsemi án þess að nokkuð búi þar að baki. Reynir krafðist þess að Arnþrúður þyrfti að birta niðurstöðu dómsins á heimasíðu Útvarps Sögu en dómurinn féllst ekki á það. Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25 Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. 13. nóvember 2019 06:15 Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. 23. janúar 2020 10:35 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Dómur féll í meiðyrðamáli Reynis Traustasonar blaðamanns og fyrrverandi ritstjóra gegn Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Hafði Reynir betur í málinu og þarf Arnþrúður að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur auk þess að reiða fram 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun lögmanns Reynis. Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón í miskabætur. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kvað upp dóminn en málið var flutt í janúar. Lögmaður Arnþrúðar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði meðal annars við það tækifæri að Reynir hefði engin efni á að vera þetta hörundsár, þá með vísan til þess að Reynir hafi marga fjöruna sopið á sínum litríka ferli sem blaðamaður. Og hefði verið kærður mörgum sinnum vegna skrifa sinna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gætti hagsmuna Arnþrúðar Karlsdóttur í málinu.Vísir/Vilhelm Reynir benti á móti á að hann hafi aldrei verið fundinn sekur um meiðyrði í þeim tilfellum. Ljóst mátti vera að engir sérstakir kærleikar eru með þeim Reyni og Vilhjálmi og þurfti dómarinn að grípa inní og sagði að þetta væri orðið heldur persónulegt. Í máli lögmanns Reynis, Gunnars Inga Jóhannssonar, kom hins vegar fram að Reynir hafi orðið fyrir ónæði og aðkasti vegna hinna ósönnu og sérlega ósmekklegu ummæla. Arnþrúður var dæmd fyrir tvenn ummæli af þremur, þeim tveimur fyrri hér að neðan: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Gunnar Ingi Jóhannsson hefur marga fjöruna sopið í meiðyrðamálum. Yfirleitt þó sem verjandi blaðamanna sem sótt er að.Vísir/Vilhelm Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, segir um fullnaðarsigur að ræða. Hann er reynslumikill þegar kemur að meiðyrðamálum og staðið vaktina í mörgum slíkum í dómssal. „Já, ég hef rekið mörg svona mál og yfirleitt varnarmegin. Mér er annt um tjáningarfrelsið en þetta er svo gróf misnotkun á því að það getur enginn setið undir slíkum ummælum sem voru algjörlega tilefnislaus.“ Í niðurstöðu dómsins segir að menn eigi ekki að þurfa að þola það að vera opinberlega bornir sökum um alvarlega ámælisverða háttsemi án þess að nokkuð búi þar að baki. Reynir krafðist þess að Arnþrúður þyrfti að birta niðurstöðu dómsins á heimasíðu Útvarps Sögu en dómurinn féllst ekki á það. Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25 Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. 13. nóvember 2019 06:15 Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. 23. janúar 2020 10:35 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25
Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. 13. nóvember 2019 06:15
Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. 23. janúar 2020 10:35