Allt á floti þegar sjór gekk á land á Siglufirði í dag Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2020 18:45 Mikið gekk á við höfnina. Skjáskot Sjór gekk á land á Siglufirði í dag og má með sanni segja að allt hafi verið á floti við höfnina í bænum þar sem vegur fór meðal annars undir vatn. Hafnarstarfsmenn áttu í fullu fangi með gera flóðvarnargarða úr snjó til að reyna að bjarga verðmætum. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar á hafnarsvæðinu og segist aldrei hafa upplifað annað eins þó hann hafi vissulega séð sjó flæða inn í bæinn áður.Sjá einnig: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ „Það hefur komið svona flóð áður, það hefur flætt þarna upp fyrir en ekkert í líkingu hreinlega við það sem var núna, svona svakalegt.“ Hann tók upp símann og skrásetti aðstæður við höfnina fyrir hádegi í dag. Svo merkilegt telst myndbandið að Veðurstofan hafði síðar samband við Guðmund og óskaði eftir því að fá að varðveita það sem heimild. Von á frekari flóðum í kvöld Í samtali við Vísi nú á sjötta tímanum segir Guðmundur að sjávarstaðan sé nú orðin góð og að allt sé komið í samt horf. Þó megi reikna með frekari flóðum á Siglufirði síðar í kvöld en það verður að öllum líkindum ekki eins slæmt og í dag. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar hjá fiskmarkaðnum á Siglufirði.Aðsend Guðmundur segist hafa fengið þær skýringar hjá Veðurstofunni að flóðin skýrist af óvenjulega hárri sjávarstöðu í firðinum vegna lægðar sem gangi nú yfir landið. Veðrið ætti hins vegar að fara að lagast og draga á úr vindi í kvöld. Ekkert tjón hlaust af flóðunum í dag að sögn Guðmundar. Ekki neitt tjón „Ég held að það hafi ekki orðið neitt tjón neins staðar, þetta var bara meira sjónarspil heldur en hitt. Ef það hefði verið eitthvað veður með þessu þá hefðum við getað lent töluvert verr í þessu. Þetta slapp rosalega vel.“ Guðmundur veit ekki til þess að gripið verði til frekari ráðstafana við höfnina áður en næsta flóð skelli á síðar í kvöld. Erfitt sé að bregðast við slíkum sjógangi en hafnarstarfsmenn notuðust í dag við vinnuvélar eins og fyrr segir til að gera nokkurs konar varðargarða úr snjó. Var það einkum gert til þess að verja bílvogina á höfninni frá skemmdum og standa þeir skaflar enn. Fjallabyggð Veður Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Sjór gekk á land á Siglufirði í dag og má með sanni segja að allt hafi verið á floti við höfnina í bænum þar sem vegur fór meðal annars undir vatn. Hafnarstarfsmenn áttu í fullu fangi með gera flóðvarnargarða úr snjó til að reyna að bjarga verðmætum. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar á hafnarsvæðinu og segist aldrei hafa upplifað annað eins þó hann hafi vissulega séð sjó flæða inn í bæinn áður.Sjá einnig: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ „Það hefur komið svona flóð áður, það hefur flætt þarna upp fyrir en ekkert í líkingu hreinlega við það sem var núna, svona svakalegt.“ Hann tók upp símann og skrásetti aðstæður við höfnina fyrir hádegi í dag. Svo merkilegt telst myndbandið að Veðurstofan hafði síðar samband við Guðmund og óskaði eftir því að fá að varðveita það sem heimild. Von á frekari flóðum í kvöld Í samtali við Vísi nú á sjötta tímanum segir Guðmundur að sjávarstaðan sé nú orðin góð og að allt sé komið í samt horf. Þó megi reikna með frekari flóðum á Siglufirði síðar í kvöld en það verður að öllum líkindum ekki eins slæmt og í dag. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar hjá fiskmarkaðnum á Siglufirði.Aðsend Guðmundur segist hafa fengið þær skýringar hjá Veðurstofunni að flóðin skýrist af óvenjulega hárri sjávarstöðu í firðinum vegna lægðar sem gangi nú yfir landið. Veðrið ætti hins vegar að fara að lagast og draga á úr vindi í kvöld. Ekkert tjón hlaust af flóðunum í dag að sögn Guðmundar. Ekki neitt tjón „Ég held að það hafi ekki orðið neitt tjón neins staðar, þetta var bara meira sjónarspil heldur en hitt. Ef það hefði verið eitthvað veður með þessu þá hefðum við getað lent töluvert verr í þessu. Þetta slapp rosalega vel.“ Guðmundur veit ekki til þess að gripið verði til frekari ráðstafana við höfnina áður en næsta flóð skelli á síðar í kvöld. Erfitt sé að bregðast við slíkum sjógangi en hafnarstarfsmenn notuðust í dag við vinnuvélar eins og fyrr segir til að gera nokkurs konar varðargarða úr snjó. Var það einkum gert til þess að verja bílvogina á höfninni frá skemmdum og standa þeir skaflar enn.
Fjallabyggð Veður Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira