Allt á floti þegar sjór gekk á land á Siglufirði í dag Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2020 18:45 Mikið gekk á við höfnina. Skjáskot Sjór gekk á land á Siglufirði í dag og má með sanni segja að allt hafi verið á floti við höfnina í bænum þar sem vegur fór meðal annars undir vatn. Hafnarstarfsmenn áttu í fullu fangi með gera flóðvarnargarða úr snjó til að reyna að bjarga verðmætum. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar á hafnarsvæðinu og segist aldrei hafa upplifað annað eins þó hann hafi vissulega séð sjó flæða inn í bæinn áður.Sjá einnig: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ „Það hefur komið svona flóð áður, það hefur flætt þarna upp fyrir en ekkert í líkingu hreinlega við það sem var núna, svona svakalegt.“ Hann tók upp símann og skrásetti aðstæður við höfnina fyrir hádegi í dag. Svo merkilegt telst myndbandið að Veðurstofan hafði síðar samband við Guðmund og óskaði eftir því að fá að varðveita það sem heimild. Von á frekari flóðum í kvöld Í samtali við Vísi nú á sjötta tímanum segir Guðmundur að sjávarstaðan sé nú orðin góð og að allt sé komið í samt horf. Þó megi reikna með frekari flóðum á Siglufirði síðar í kvöld en það verður að öllum líkindum ekki eins slæmt og í dag. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar hjá fiskmarkaðnum á Siglufirði.Aðsend Guðmundur segist hafa fengið þær skýringar hjá Veðurstofunni að flóðin skýrist af óvenjulega hárri sjávarstöðu í firðinum vegna lægðar sem gangi nú yfir landið. Veðrið ætti hins vegar að fara að lagast og draga á úr vindi í kvöld. Ekkert tjón hlaust af flóðunum í dag að sögn Guðmundar. Ekki neitt tjón „Ég held að það hafi ekki orðið neitt tjón neins staðar, þetta var bara meira sjónarspil heldur en hitt. Ef það hefði verið eitthvað veður með þessu þá hefðum við getað lent töluvert verr í þessu. Þetta slapp rosalega vel.“ Guðmundur veit ekki til þess að gripið verði til frekari ráðstafana við höfnina áður en næsta flóð skelli á síðar í kvöld. Erfitt sé að bregðast við slíkum sjógangi en hafnarstarfsmenn notuðust í dag við vinnuvélar eins og fyrr segir til að gera nokkurs konar varðargarða úr snjó. Var það einkum gert til þess að verja bílvogina á höfninni frá skemmdum og standa þeir skaflar enn. Fjallabyggð Veður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sjór gekk á land á Siglufirði í dag og má með sanni segja að allt hafi verið á floti við höfnina í bænum þar sem vegur fór meðal annars undir vatn. Hafnarstarfsmenn áttu í fullu fangi með gera flóðvarnargarða úr snjó til að reyna að bjarga verðmætum. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar á hafnarsvæðinu og segist aldrei hafa upplifað annað eins þó hann hafi vissulega séð sjó flæða inn í bæinn áður.Sjá einnig: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ „Það hefur komið svona flóð áður, það hefur flætt þarna upp fyrir en ekkert í líkingu hreinlega við það sem var núna, svona svakalegt.“ Hann tók upp símann og skrásetti aðstæður við höfnina fyrir hádegi í dag. Svo merkilegt telst myndbandið að Veðurstofan hafði síðar samband við Guðmund og óskaði eftir því að fá að varðveita það sem heimild. Von á frekari flóðum í kvöld Í samtali við Vísi nú á sjötta tímanum segir Guðmundur að sjávarstaðan sé nú orðin góð og að allt sé komið í samt horf. Þó megi reikna með frekari flóðum á Siglufirði síðar í kvöld en það verður að öllum líkindum ekki eins slæmt og í dag. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar hjá fiskmarkaðnum á Siglufirði.Aðsend Guðmundur segist hafa fengið þær skýringar hjá Veðurstofunni að flóðin skýrist af óvenjulega hárri sjávarstöðu í firðinum vegna lægðar sem gangi nú yfir landið. Veðrið ætti hins vegar að fara að lagast og draga á úr vindi í kvöld. Ekkert tjón hlaust af flóðunum í dag að sögn Guðmundar. Ekki neitt tjón „Ég held að það hafi ekki orðið neitt tjón neins staðar, þetta var bara meira sjónarspil heldur en hitt. Ef það hefði verið eitthvað veður með þessu þá hefðum við getað lent töluvert verr í þessu. Þetta slapp rosalega vel.“ Guðmundur veit ekki til þess að gripið verði til frekari ráðstafana við höfnina áður en næsta flóð skelli á síðar í kvöld. Erfitt sé að bregðast við slíkum sjógangi en hafnarstarfsmenn notuðust í dag við vinnuvélar eins og fyrr segir til að gera nokkurs konar varðargarða úr snjó. Var það einkum gert til þess að verja bílvogina á höfninni frá skemmdum og standa þeir skaflar enn.
Fjallabyggð Veður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira