Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 10:30 Starfsfólk á sjúkrahúsi í Milton Keynes sést hér tilbúið til að taka á móti Bretum sem fluttir voru frá Wuhan á dögunum. vísir/getty Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem „alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Veiran, sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína, er ný tegund af kórónaveiru og er formlegt heiti hennar 2019-nCoV. Meiri en 40 þúsund manns hafa smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína, og rúmlega 900 hafa dáið vegna veirunnar, einnig langflestir í Kína. Fjöldi staðfestra tilfella í Bretlandi tvöfaldaðist um helgina, fór úr fjórum í átta, þegar þrír menn og ein kona greindust með veiruna í Brighton. Er fólkið nú í sóttkví á spítala í London. Nýju aðgerðirnar sem bresk stjórnvöld kynntu í dag fela það meðal annars í sér að heilbrigðisyfirvöld geta þvingað fólk sem greinist með Wuhan-veiruna í sóttkví. Þá yrðu einstaklingarnir ekki frjálsir ferða sinna. Ef smituð manneskja er síðan talin ógn við lýðheilsu geta yfirvöld þvingað viðkomandi í einangrun. „Smit vegna nýju kórónaveirunnar er alvarleg og yfirvofandi ógn við lýðheilsu,“ sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, í morgun. Aðgerðir breskra yfirvalda nú koma í kjölfar fregna af því að breskur maður sem smitaðist af Wuhan-veirunni á viðskiptaráðstefnu í Singapúr sé tengdur við að minnsta kosti sjö önnur staðfest smit í Englandi, Frakklandi og á Spáni. Tilfellin fjögur sem staðfest voru í Bretlandi í dag tengjast þannig manninum. Fólkið smitaðist í Frakklandi þar sem maðurinn heimsótti skíðahótel í Ölpunum nærri Mont Blanc áður en hann sneri heim til Bretlands með flugi easy Jet frá Genf til Gatwick-flugvallar þann 28. janúar. Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem „alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Veiran, sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína, er ný tegund af kórónaveiru og er formlegt heiti hennar 2019-nCoV. Meiri en 40 þúsund manns hafa smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína, og rúmlega 900 hafa dáið vegna veirunnar, einnig langflestir í Kína. Fjöldi staðfestra tilfella í Bretlandi tvöfaldaðist um helgina, fór úr fjórum í átta, þegar þrír menn og ein kona greindust með veiruna í Brighton. Er fólkið nú í sóttkví á spítala í London. Nýju aðgerðirnar sem bresk stjórnvöld kynntu í dag fela það meðal annars í sér að heilbrigðisyfirvöld geta þvingað fólk sem greinist með Wuhan-veiruna í sóttkví. Þá yrðu einstaklingarnir ekki frjálsir ferða sinna. Ef smituð manneskja er síðan talin ógn við lýðheilsu geta yfirvöld þvingað viðkomandi í einangrun. „Smit vegna nýju kórónaveirunnar er alvarleg og yfirvofandi ógn við lýðheilsu,“ sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, í morgun. Aðgerðir breskra yfirvalda nú koma í kjölfar fregna af því að breskur maður sem smitaðist af Wuhan-veirunni á viðskiptaráðstefnu í Singapúr sé tengdur við að minnsta kosti sjö önnur staðfest smit í Englandi, Frakklandi og á Spáni. Tilfellin fjögur sem staðfest voru í Bretlandi í dag tengjast þannig manninum. Fólkið smitaðist í Frakklandi þar sem maðurinn heimsótti skíðahótel í Ölpunum nærri Mont Blanc áður en hann sneri heim til Bretlands með flugi easy Jet frá Genf til Gatwick-flugvallar þann 28. janúar.
Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira