Útlit fyrir snúna stjórnarmyndun á Írlandi eftir sigur þjóðernissinna Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 10:23 Mary Lou McDonald (f.m.) fagnar með félögum sínum í Sinn Féin. Vísir/EPA Sögulegur sigur írskra þjóðernissinna í þingkosningum á Írlandi í gær er talinn þýða að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta í kosningunum og flokkarnir tveir sem hafa skipst á að stjórna landinu hafa fram til þessa neita að vinna með þjóðernissinnum Sinn Féin. Sinn Féin hlaut 24,5% atkvæða gegn 22,2% Fianna Fáil og 20,9% Fine Gael, miðhægriflokkanna sem hafa stýrt Írlandi um áratugaskeið, þegar búið er að telja fyrsta val. Írskir kjósendur raða frambjóðendum eftir fyrsta, öðru og þriðja vali. Talning á öðru og þriðja vali stendur enn yfir. Ólíklegt er að Sinn Féin verði stærsti flokkurinn á Dáil, írska þinginu, þegar endanleg úrslit liggja fyrir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flokkurinn stillti upp færri frambjóðendum en stóru flokkarnir. Ljóst er þó að flokkurinn bætir verulega við þá 23 þingmenn sem hann náði í kosningunum árið 2016. Fianna Fáil og Fine Gael hafa fram að þessu útilokað ríkisstjórnarsamstarf við Sinn Féin. Flokkarnir hafa vísað til skattastefnu þjóðernisflokksins og sögulegra tengsla hans við Írska lýðveldisherinn (IRA). Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, viðurkenndi að stjórnarmyndun yrði „snúin“ í gærkvöldi. Ljóst væri að hefðbundið tveggja flokka kerfi á Írlandi væri nú orðið að þriggja flokka kerfi. MIchaél Martin, leiptogi Fianna Fáil, lokaði ekki alfarið á möguleikann á samstarfi við Sinn Féin eftir að úrslit lágu fyrir að taldi þó að flokkarnir ættu ekki saman að verulegu leyti. Á meðan hrósaði Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, sigri og lýsti kosningunum sem „nokkurs konar byltingu í kjörkössunum“. Hún segist kanna möguleikann á að mynda ríkisstjórn án Fine Gael og Fianna Fáil. Írland Tengdar fréttir Þrír stærstu flokkarnir hnífjafnir Þrír stærstu flokkarnir á Írlandi, Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin eru allir með um 22% fylgi í þingkosningum til neðri deildar samkvæmt útgönguspám. 9. febrúar 2020 09:43 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Sögulegur sigur írskra þjóðernissinna í þingkosningum á Írlandi í gær er talinn þýða að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta í kosningunum og flokkarnir tveir sem hafa skipst á að stjórna landinu hafa fram til þessa neita að vinna með þjóðernissinnum Sinn Féin. Sinn Féin hlaut 24,5% atkvæða gegn 22,2% Fianna Fáil og 20,9% Fine Gael, miðhægriflokkanna sem hafa stýrt Írlandi um áratugaskeið, þegar búið er að telja fyrsta val. Írskir kjósendur raða frambjóðendum eftir fyrsta, öðru og þriðja vali. Talning á öðru og þriðja vali stendur enn yfir. Ólíklegt er að Sinn Féin verði stærsti flokkurinn á Dáil, írska þinginu, þegar endanleg úrslit liggja fyrir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flokkurinn stillti upp færri frambjóðendum en stóru flokkarnir. Ljóst er þó að flokkurinn bætir verulega við þá 23 þingmenn sem hann náði í kosningunum árið 2016. Fianna Fáil og Fine Gael hafa fram að þessu útilokað ríkisstjórnarsamstarf við Sinn Féin. Flokkarnir hafa vísað til skattastefnu þjóðernisflokksins og sögulegra tengsla hans við Írska lýðveldisherinn (IRA). Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, viðurkenndi að stjórnarmyndun yrði „snúin“ í gærkvöldi. Ljóst væri að hefðbundið tveggja flokka kerfi á Írlandi væri nú orðið að þriggja flokka kerfi. MIchaél Martin, leiptogi Fianna Fáil, lokaði ekki alfarið á möguleikann á samstarfi við Sinn Féin eftir að úrslit lágu fyrir að taldi þó að flokkarnir ættu ekki saman að verulegu leyti. Á meðan hrósaði Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, sigri og lýsti kosningunum sem „nokkurs konar byltingu í kjörkössunum“. Hún segist kanna möguleikann á að mynda ríkisstjórn án Fine Gael og Fianna Fáil.
Írland Tengdar fréttir Þrír stærstu flokkarnir hnífjafnir Þrír stærstu flokkarnir á Írlandi, Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin eru allir með um 22% fylgi í þingkosningum til neðri deildar samkvæmt útgönguspám. 9. febrúar 2020 09:43 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Þrír stærstu flokkarnir hnífjafnir Þrír stærstu flokkarnir á Írlandi, Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin eru allir með um 22% fylgi í þingkosningum til neðri deildar samkvæmt útgönguspám. 9. febrúar 2020 09:43
Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15